Notendahandbók

34
Sjálfvirk stilling
Makróstilling
Makróstilling er notuð til að taka myndir af hlutum allt niður í 1 cm fjarlægð. Gættu
að því að ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er
minni en 50 cm.
Ekki er hægt að nota makróstillingu með einfaldri sjálfvirkri stillingu (A 20).
1 Ýttu á p (makróstilling).
Makróvalmyndin birtist.
2 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja ON
(kveikt) og ýttu á k.
Tákn makrómyndastillingar (F) er sýnt.
Ef stilling er ekki gerð virk með því að ýta á k innan
nokkurra sekúndna er hætt við valið.
3 Notaðu aðdráttarhnappinn og rammaðu
myndina inn.
Myndavélin getur stillt fókus á hluti sem eru í allt að 1 cm
nálægð frá linsunni þegar F og aðdráttarvísirinn eru
grænglóandi (aðdráttarvísirinn birtist nálægt K).
Macro mode
C Makróstilling
Myndavélin stillir fókusinn stöðugt í makrómyndastillingu, jafnvel þegar afsmellaranum er ekki ýtt
niður hálfa leið til þess að læsa fókusnum. Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður er fókusnum
læst til að stilla lýsinguna.
C Makróstillingin
Þegar tökustillingin er A (sjálfvirk stilling) (A 29) eða stilling fyrir meira ljósnæmi (A 50) verður
makróstillingin vistuð jafnvel þótt slökkt sé á myndavélinni.