Notendahandbók
35
Sjálfvirk stilling
Lýsingaruppbót
Lýsingaruppbót er notuð til að breyta lýsingu frá því gildi sem myndavélin stingur
upp á til að gera myndirnar bjartari eða dimmari.
1 Ýttu á o (lýsingaruppbót).
• Aðstoð við lýsingaruppbót birtist.
2 Notaðu fjölvirka valtakkann til að stilla lýsingu
og ýttu á k.
• Þegar myndin er of dökk skaltu stilla lýsingaruppbótina
í átt að „+“.
• Þegar myndin er of ljós skaltu stilla lýsingaruppbótina í
átt að „-“.
• Lýsingaruppbót er hægt að stilla á gildi á milli -2,0 og
+2,0 EV.
• Ef stilling er ekki gerð virk með því að ýta á k innan nokkurra sekúndna er hætt við
valið.
3 Stillingin verður virk.
• Táknið H birtist á skjánum.
Exposure compensation
10
18
18
C Uppbótargildi lýsingar
Þegar tökustillingin er A (sjálfvirk stilling) (A 29) eða stilling fyrir meira ljósnæmi (A 50) verður
lýsingaruppbótarstillingin vistuð jafnvel þótt slökkt sé á myndavélinni.
D Notkun lýsingaruppbótar
Myndavélin leitast við að minnka lýsingu þegar mikið lýstir hlutir eru ríkjandi í rammanum og leitast
við að auka lýsingu þegar hlutir í rammanum eru að mestu dökkir. Jákvæð uppbót getur þess vegna
verið nauðsynleg til að fanga mjög bjarta hluti í rammanum (til dæmis sólarljós á vatni, sandi eða
snjó) eða þegar bakgrunnurinn er miklu lýstari en aðalmyndefnið. Neikvæð uppbót getur verið
nauðsynleg þegar mikið er af dökkum hlutum (t.d. hrúga af grænum laufum) eða þegar
bakgrunnurinn er miklu dekkri en aðalmyndefnið.