Uppflettihandbók
viii
Inngangur
Öryggisatriði
Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við inntaks-
og úttakstengin skal eingöngu nota
snúrur sem fylgja eða eru seldar af
Nikon til þess að uppfylla kröfur
reglugerða sem varða vöruna.
Fara verður varlega með alla
hreyfanlega hluti
Gæta skal þess að fingur eða aðrir hlutir
klemmist ekki undir linsulokinu eða
öðrum hreyfanlegum hlutum.
Geisladiskar
Ekki skal spila geisladiskana sem fylgja
þessum búnaði í geislaspilara sem
ætlaður er fyrir hljómdiska. Ef slíkur
geisladiskur er spilaður í hljómtækjum
getur það valdið heyrnarskaða eða
skemmdum á tækjunum.
Sýna skal aðgát þegar flassið
er notað
Ef flassið er notað nálægt augum þess
sem mynd er tekin af getur það valdið
tímabundinni sjónskerðingu. Sérstök
aðgát skal höfð þegar teknar eru
myndir af ungabörnum, þá skal hafa
flassið a.m.k. 1 m frá myndefninu.
Ekki skal nota flassið þannig
að flassglugginn snerti
manneskju eða hlut
Ef þess er ekki gætt getur það leitt til
bruna eða eldsvoða.
Forðast skal snertingu við
vökvakristal
Ef skjárinn brotnar skal forðast meiðsli af
völdum glerbrota og koma í veg fyrir að
vökvakristall úr skjánum komist
í snertingu við húð eða komist í augu
eða munn.
Slökkva verður á búnaðinum
þegar þið eruð stödd í flugvél
eða á sjúkrahúsi.
Slökktu á búnaðinum þegar þú ert í
flugvél í flugtaki eða lendingu. Áður en
þú ferð um borð í flugvél skaltu einnig
setja skráningaraðgerð GPS-
staðsetningarupplýsinga á OFF. Fylgdu
leiðbeiningum sjúkrahússins þegar þú
ert í sjúkrahúsinu. Rafsegulbylgjur sem
myndavélin gefur frá sér geta truflað
rafræn kerfi flugvélarinnar eða búnað
sjúkrahússins. Fjarlægðu Eye-Fi-kortið,
sem kann að valda trufluninni, áður ef
það er í myndavélinni.
Þrívíddarmyndir
Ekki skal horfa stöðugt í langan tíma á
þrívíddarmyndir sem teknar eru með
þessu tæki, hvort heldur sem er í
sjónvarpi, á tölvuskjá eða öðrum slíkum
skjá. Þegar um er að ræða börn sem
ekki eru með fullþroskað sjónkerfi skal
leita til barnalæknis eða augnlæknis
áður en notkun hefst og fara eftir
fyrirmælum þeirra. Langvarandi skoðun
þrívíddarmynda getur valdið
augnþreytu, ógleði eða öðrum
óþægindum. Hætta skal notkun verði
einhverra þessara einkenna vart og leita
læknis ef þörf krefur.