Uppflettihandbók

90
Notkun ViewNX 2
Myndskoðunaraðgerðir
Myndir fluttar yfir á tölvu
1 Tilgreindu hvernig myndirnar skuli afritaðar á tölvuna.
Veldu eina af eftirfarandi aðferðum:
Bein USB-tenging: Slökktu á myndavélinni og tryggðu að minniskortið sé í henni.
Tengdu myndavélina við tölvuna með USB-snúrunni sem fylgir. Það kviknar sjálfkrafa
á myndavélinni.
Til að flytja myndir sem eru vistaðar í innra minni myndavélarinnar þarftu að fjarlægja
minniskortið úr myndavélinni áður en þú tengir hana við tölvuna.
SD-kortarauf: Ef tölvan er með SD-kortarauf er hægt að setja kortið beint í raufina.
SD-kortalesari: Tengdu kortalesarann (fáanlegur sérstaklega frá þriðja aðila)
við tölvuna og settu minniskortið í.
Ef skilaboð birtast og beðið er um að þú veljir forrit skaltu velja Nikon Transfer 2.
•Windows 7
Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan til að
velja Nikon Transfer 2 ef glugginn sýndur
hér til hægri birtist.
1 Undir Import pictures and videos
(Flytja inn myndir og myndskeið) skaltu
smella á Change program (Skipta um
forrit). Valgluggi forrita birtist; veldu
Import File using Nikon Transfer 2
(Flytja inn skrá með Nikon Transfer 2)
og smelltu á OK (Í lagi).
2 Tvísmelltu á Import File (Flytja inn skrá).
Ef mjög margar myndir eru á minniskortinu getur það tekið nokkurn tíma að ræsa Nikon
Transfer 2. Bíddu þar til Nikon Transfer 2 fer í gang.
B USB-snúran tengd
Hugsanlega næst tenging ekki ef myndavélin er tengd tölvunni um USB-fjöltengi.
P330
P330
P330