Uppflettihandbók
92
Upptaka og spilun hreyfimynda
Upptaka og spilun hreyfimynda
Hreyfimyndir teknar upp
Þú getur tekið upp hreyfimyndir með því einfaldlega að ýta á
b (e upptökuhnappinn).
Litatónar, hvítjöfnun og aðrar stillingar eru þær sömu og þegar ljósmyndir eru
teknar.
• Aðeins er hægt að taka upp stutta hreyfimynd í innra minninu. Notaðu
minniskort (mælt er með flokki 6 (class 6) eða hærri).
1 Kveiktu á myndavélinni og kallaðu
tökuskjáinn fram.
• Táknið fyrir hreyfimyndavalkosti sýnir hvers konar
hreyfimynd er tekin (A96).
* Hámarkslengd hreyfimyndar sem sýnd er á myndinni
er önnur en raunverulega gildið.
2 Ýttu á b hnappinn
(e upptökuhnappinn) til að byrja
að taka hreyfimynd.
• Myndavélin stillir fókus á myndefnið í miðjum
rammanum. Fókussvæði eru ekki birt meðan
á upptöku stendur.
• Sjá nánari upplýsingar í „Fókus og lýsing í
hreyfimyndatöku“ (A93).
• Sjá nánari upplýsingar í „Hlé gert á töku hreyfimyndar“ (A93).
• Þegar tekið er upp með hreyfimyndavalkostum þar sem
myndhlutfallið er 16:9 (Movie options
(Hreyfimyndavalkostir) er t.d. d 1080P/30p)
breytist skjárinn í myndhlutfall 16:9 (hreyfimyndin er
tekin upp í hlutföllunum sem sjást á skjánum til hægri).
Þegar Photo info (Upplýsingar um mynd) (A103)
er stillt á Movie frame+auto info
(Hreyfimyndarrammi+sjálfv. upplýs.) getur þú staðfest
sýnilega svæðið í rammanum áður en þú tekur upp
hreyfimyndir.
• Áætlaður upptökutími sem eftir er birtist á skjánum meðan tekið er upp. Þegar
minniskort er ekki í birtist C og hreyfimyndin er vistuð í innra minninu.
• Upptaka stöðvast sjálfkrafa þegar hámarkslengd hreyfimyndar hefur verið náð.
3 Ýttu aftur á b hnappinn (e upptökuhnappinn) til að hætta að taka
hreyfimyndina.
1/250
1/250
1/250 F5.6
F5.6
F5.6
840
840
25m 0s
25m 0s
840
25m 0s
Hreyfimyndavalkostur
Hámarkslengd
hreyfimyndar*
7m23s7m23s7m23s