Uppflettihandbók
99
GPS-gagnaskráning ræst
Notkun GPS
B Athugasemdir um GPS
• Áður en þú notar GPS-aðgerðirnar skaltu lesa „<Áríðandi> Athugasemdir um GPS“ (Ax).
• Þegar staðsetning er fundin í fyrsta skipti, ef staðsetning hefur ekki tekist lengi eða rétt eftir að skipt
hefur verið um rafhlöðu tekur það fáeinar mínútur að ná upplýsingum um staðsetningu.
• Staðsetningar GPS-gervitunglanna breytast stöðugt.
Hugsanlega nærð þú ekki staðsetningu eða hún getur tekið nokkurn tíma, allt eftir staðnum sem
þú ert á og tíma.
Þegar þú notar GPS-aðgerðina skaltu nota myndavélina úti og þar sem fátt byrgir sýn til himins.
Móttaka merkja gengur betur ef GPS-loftnetið (A1) vísar til himins.
• Eftirfarandi staðir sem loka á eða spegla merki geta orðið til þess að staðsetning verði röng eða
ónákvæm.
- Inni í byggingum eða neðanjarðar
-Milli mjög hárra húsa
-Undir brúm
- Inni í göngum
- Nálægt háspennulínum
- Milli trjáþyrpinga
• Notkun farsíma á 1,5 GHz tíðnibili nálægt þessari myndavél getur truflað staðsetningu.
• Þegar myndavélin er flutt meðan staðsetning fer fram má ekki hafa hana í málmtösku.
Staðsetningu er ekki hægt að finna ef myndavélin er hulin málmefnum.
• Þegar marktækur munur er í merkjum frá GPS-gervitunglunum getur verið um að ræða frávik allt
að nokkrum hundruðum metra.
• Gættu vel að umhverfinu þegar þú finnur staðsetningu.
• Tökudagsetningin og tíminn sem er sýndur þegar myndir eru skoðaðar ræðst af innbyggðri klukku
myndavélarinnar þegar myndin er tekin. Tíminn sem fæst með staðsetningarupplýsingunum og
sem er skráður á myndir verður ekki birtur á myndavélinni.
• Staðsetningarupplýsingar verða skráðar á fyrsta ramma myndaraðar sem er tekin með
raðmyndatöku.
B Hleðslustaða rafhlöðu meðan GPS-gögn eru skráð
• Þegar Record GPS data (Skrá GPS-gögn) er stillt á On (Kveikt) halda GPS-aðgerðir áfram að virka
með tilgreindu millibili í u.þ.b. 6 klst. þó að slökkt sé á myndavélinni. GPS-aðgerðir halda einnig
áfram að virka meðan ferilgögn eru skráð (A102) þó að slökkt sé á myndavélinni.
• Þegar Record GPS data (Skrá GPS-gögn) er stillt á On (Kveikt) tæmist rafhlaðan hraðar en ella.
Gættu vel að hleðslustöðu rafhlöðunnar þegar myndavélin er að skrá ferilgögn.