Uppflettihandbók
x
Inngangur
<Áríðandi> Athugasemdir um GPS
● Staðarnafnagögn myndavélarinnar
Áður en þú notar GPS-aðgerðina skaltu gæta þess að lesa
„NOTANDALEYFISSAMNINGUR UM STAÐARNAFNAGÖGN“ (F15) og samþykkja
skilmálana.
• Staðarupplýsingar (POI) miðast við apríl 2012.
Staðarupplýsingarnar verða ekki uppfærðar.
• Staðarupplýsingar skal einungis nota til leiðbeiningar.
• Staðarupplýsingar frá Kínverska alþýðulýðveldinu („Kína“) og Lýðveldinu Kóreu
fylgja ekki COOLPIX P330.
● GPS-aðgerðir
• Upplýsingar úr mælingum myndavélarinnar skal einungis nota til leiðbeiningar.
Þessar upplýsingar er ekki hægt að nota til leiðsagnar flugvél, bifreið eða fólki eða
í landmælingarverkefnum.
• Þegar Record GPS data (Skrá GPS-gögn) í GPS options (GPS-valkostir) í
Valmynd GPS-valkosta er stillt á On (Kveikt) halda GPS-aðgerðir áfram að virka þó
að slökkt sé á myndavélinni (A99).
Rafsegulbylgjur sem varan gefur frá sér geta truflað rafræn kerfi flugvélar eða
lækningatæki. Þegar notkun myndavélarinnar er bönnuð í flugtaki eða lendingu
flugvéla eða á sjúkrahúsum skal stilla Record GPS data (Skrá GPS-gögn) á Off
(Slökkt) og slökkva á myndavélinni.
• Einstaklingur getur þekkst á myndum sem hafa verið teknar með
staðarupplýsingum. Því skal gæta varúðar þegar ljósmyndir eða hreyfimyndir
sem eru teknar með staðarupplýsingum eða GPS-ferilskrár eru afhentar þriðja
aðila eða hlaðið upp á Internetið þar sem almenningur getur skoðað þær.
Gættu þess að lesa örugglega „Gagnageymslubúnaði fargað“ (Av).
● Myndavélin notuð í öðrum löndum
Áður en þú tekur myndavélina með GPS-aðgerðinni með þér til útlanda skaltu
kanna hjá ferðaskrifstofunni eða sendiráði viðkomandi lands hvort einhverjar
takmarkanir eru á notkun.
Til dæmis má ekki skrá ferla með staðsetningum án leyfis yfirvalda í Kína. Stilltu
Record GPS data (Skrá GPS-gögn) á Off (Slökkt).
• GPS virkar hugsanlega ekki rétt í Kína og á landamærum Kína og nálægra landa
(miðað við desember 2012).