Uppflettihandbók
E19
Myndavélin tengd við sjónvarp (myndskoðun í sjónvarpi)
Uppflettikafli
3 Stilltu sjónvarpið á myndbandsrásina.
• Nánari upplýsingar er að finna í leiðarvísinum með sjónvarpinu.
4 Haltu c hnappnum niðri til þess að kveikja
á myndavélinni.
• Myndavélin fer í myndskoðunarstillingu og teknu
myndirnar eru birtar á sjónvarpsskjánum.
• Slökkt er á skjánum á myndavélinni meðan hún
er tengd sjónvarpi.
B Athugasemdir um tengingu HDMI snúru
HDMI snúra fylgir ekki myndavélinni. Notaðu HDMI snúru, sem hægt er að kaupa sérstaklega,
til að tengja myndavélina við sjónvarp. Tengið á þessari myndavél er lítið HDMI tengi (gerð D).
Þegar þú kaupir HDMI snúru verður þú að gæta þess að tengillinn sem fer í myndavélina sé fyrir lítið
HDMI tengi.
Athugaðu að ekki er hægt að tengja HDMI snúru þegar USB- eða hljóð/mynd-snúra er tengd við
myndavélina.
B Athugasemdir um tengingu snúrunnar
Þegar snúran er tengd skaltu ganga úr skugga um að tengillinn snúi rétt. Ekki beita afli við að stinga
tenglinum í myndavélina. Ekki toga skakkt í snúruna þegar hún er tekin úr sambandi.
B Ef ekkert birtist á sjónvarpsskjánum
Fullvissaðu þig um að TV settings (Sjónvarpsstillingar) (E80) í uppsetningarvalmyndinni eigi við
sjónvarpstækið.
C Notkun sjónvarpsfjarstýringarinnar (HDMI device control
(HDMI tækisstýring))
Hægt er að nota fjarstýringu sem uppfyllir HDMI-CEC staðalinn til að stjórna myndavélinni
ímyndskoðun.
Í stað fjölvirka valtakkans eða aðdráttarrofans má nota fjarstýringuna til að velja myndir og skipta milli
myndskoðunar á öllum skjánum, spilunar og hlés á hreyfimyndum og fjögurra mynda
smámyndaskoðunar o.s.frv.
• Stilltu HDMI device control (HDMI-tækisstýring) (E80) í TV settings (Sjónvarpsstillingar)
á On (Kveikt) (sjálfgefin stilling) í uppsetningarvalmyndinni og tengdu myndavélina við sjónvarp
með HDMI snúru.
• Beindu fjarstýringunni að sjónvarpinu.
• Sjá handbókina með sjónvarpinu eða aðrar slíkar upplýsingar varðandi það hvort sjónvarpið styður
HDMI-CEC staðalinn.
C HDMI og HDMI-CEC
„HDMI“ er skammstöfun fyrir High-Definition Multimedia Interface, sem er ein gerð
margmiðlunarviðmóts.
„HDMI-CEC“ er skammstöfun fyrir HDMI-Consumer Electronics Control, sem gerir það kleift að tengja
aðgerðir milli samhæfðra tækja.