Uppflettihandbók

E21
Myndavélin tengd við prentara (bein prentun)
Uppflettikafli
B Athugasemdir um aflgjafa
Þegar myndavélin er tengd við prentara þarf að nota fullhlaðna rafhlöðu til þess að koma í veg fyrir
að það slokkni óvænt á myndavélinni.
Ef EH-62F straumbreytirinn (fáanlegur sérstaklega) (
E
97) er notaður er hægt að knýja COOLPIX
P330 með rafmagni úr innstungu. Notaðu ekki, undir neinum kringumstæðum, annan straumbreyti
en EH-62F. Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið ofhitnun eða skemmdum á
myndavélinni.
Ein mynd prentuð í einu
Þegar myndavélin hefur verið tengd rétt við prentarann (E20) skaltu prenta
myndir með því að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.
1 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja
myndina sem á að prenta og ýttu
á k hnappinn.
Snúðu aðdráttarrofanum að f (h) til að birta
12 smámyndir eða að g (i) til að skipta aftur í
myndskoðun á öllum skjánum.
2 Tilgreindu eintakafjölda og pappírsstærð.
Veldu Copies (Eintök) og ýttu á k hnappinn til að
tilgreina eintakafjölda (allt að 9).
Veldu Paper size (Pappírsstærð) og ýttu
á k hnappinn til að tilgreina pappírsstærð (E24).
Til að láta prentarastillingarnar hafa forgang skaltu velja
Default (Sjálfgildi).
3 Veldu Start print (Hefja prentun) og ýttu
á k hnappinn.
4 Prentun hefst.
Þegar prentun lýkur verður skjárinn aftur eins og sýnt
er í skrefi 1.
Slökktu á myndavélinni og aftengdu USB-snúruna
þegar prentun er lokið.
32
32
NO.
Print selection
2013
15/05
Paper size
Copies
Start print
1 prints
PictBridge
Paper size
Copies
Start print
4 prints
PictBridge
2 / 4
Cancel
Printing
Í prentun/
heildarfjöldi útprenta