Uppflettihandbók

E24
Myndavélin tengd við prentara (bein prentun)
Uppflettikafli
C Nánari upplýsingar
Sjá nánari upplýsingar í „Prentun mynda í stærð 1:1“ (A73).
C Pappírsstærð
Myndavélin styður eftirfarandi pappírsstærðir: Default (Sjálfgildi) (sjálfgefin pappírsstærð fyrir valinn
prentara), 3.5×5 in., 5×7 in., 100×150 mm, 4×6 in., 8×10 in., Letter, A3 og A4. Aðeins eru birtar
stærðir sem viðkomandi prentari styður.
C Myndir prentaðar
Eftirfarandi valkostir eru tiltækir fyrir prentun mynda sem vistaðar eru á minniskortinu, auk prentunar
á myndum sem fluttar eru í tölvu úr myndavélinni og prentunar með beinni tengingu milli
myndavélar og prentara:
Setja minniskort í kortarauf prentara sem er DPOF-samhæfur.
Fara með minniskort til framköllunarfyrirtækis sem býður stafræna framköllun.
Ef prentað er með þessum aðferðum skaltu tilgreina myndirnar og fjölda eintaka með því að nota
valkostinn Print order (Prentröð) (E56) í myndskoðunarvalmyndinni.