Uppflettihandbók

COOLPIX P330 aðgerðir sem mælt er
með
Titringsjöfnun.........................................................................................A104
Þú getur stillt titringsjöfnun á annaðhvort Normal (Venjulegt) eða Active (Virkt).
Ef Active (Virkt) er valið er gert ráð fyrir nokkuð miklum titringi eins og í bíl eða þar
sem erfitt er að fóta sig.
e (Hreyfimynd) .......................................................................................A92
Þú getur tekið upp hreyfimyndir með því einfaldlega að ýta
á b (e upptökuhnappinn).
Hægt er að breyta litatónum hreyfimyndar til samræmis við tökustillinguna og
hvítjöfnunarstillingar.
Einnig er hægt að taka upp hægar og hraðar hreyfimyndir.
GPS-aðgerð ...............................................................................................A98
Hægt er að skrá staðsetningarupplýsingar (breiddargráðu og lengdargráðu)
á myndirnar sem á að taka með því að nota innbyggt GPS-tæki myndavélarinnar.
Samhæf við þráðlaust tengi (Wireless Mobile Adapter, fáanlegt
sérstaklega)
Hægt er að tengja þráðlaust WU-1a tengi (Wireless Mobile Adapter) við
USB/AV-tengi. Þú getur tengt myndavélina um Wi-Fi-tengingu (þráðlaust staðarnet,
LAN) við snjalltæki sem eru með sérhæfða hugbúnaðinn uppsettan.
Á vefsvæðum okkar, vörulista eða leiðarvísinum með WU-1a er hægt að fá nánari
upplýsingar.