Uppflettihandbók

E81
Uppsetningarvalmyndin
Uppflettikafli
Charge by computer (Hleðsla í gegnum tölvu)
Velja hvort rafhlaðan sem er í myndavélinni skuli hlaðast eða ekki þegar
myndavélin er tengd við tölvu um USB-snúruna (A87).
B Athugasemdir um tengingu myndavélarinnar við prentara
Ekki er hægt að hlaða rafhlöðuna með tengingu við prentara þó að prentarinn sé samhæfður við
PictBridge staðalinn.
Þegar Auto (Sjálfvirkt) er valið fyrir Charge by computer (Hleðsla í gegnum tölvu) verður
hugsanlega ekki hægt að prenta myndir með beinni tengingu myndavélarinnar við suma prentara.
Ef upphafsskjár PictBridge birtist ekki á skjánum þegar myndavélin hefur verið tengd við prentara
og kveikt á henni skaltu slökkva á myndavélinni og aftengja USB-snúruna. Stilltu Charge by
computer (Hleðsla í gegnum tölvu) á Off (Slökkt) og tengdu myndavélina aftur við prentarann.
B Athugasemdir um hleðslu með tengingu við tölvu
Ekki er hægt að hlaða rafhlöðuna eða flytja gögn ef myndavélin er tengd við tölvu áður en
skjátungumál og dag- og tímasetning hafa verið tilgreind (A20). Ef klukkurafhlaða
myndavélarinnar (A21) hefur tæmst verður að stilla dag- og tímasetningu aftur áður en hægt er
að hlaða rafhlöðuna eða flytja myndir með tengingu við tölvu. Í þessu tilfelli skaltu nota EH-69P
hleðslustraumbreytinn (A14) til að hlaða rafhlöðuna og stilla síðan dag- og tímasetningu
myndavélarinnar.
Ef slökkt er á myndavélinni stöðvast hleðslan einnig.
Ef tölvan fer í hvíldarstöðu meðan hleðsla er í gangi stöðvast hleðslan og hugsanlega verður slökkt
á myndavélinni.
Þegar þú tekur myndavélina úr sambandi við tölvu skaltu slökkva á myndavélinni og aftengja síðan
USB-snúruna.
Það getur tekið lengri tíma að hlaða rafhlöðuna gegnum tölvu en með því að nota EH-69P
hleðslustraumbreytinn. Hleðslutíminn lengist ef myndir eru fluttar meðan rafhlaðan er að hlaðast.
Þegar myndavélin er tengd við tölvu geta forrit sem sett eru upp á tölvunni, svo sem
Nikon Transfer 2, farið í gang. Ef myndavélin var tengd við tölvuna eingöngu til að hlaða rafhlöðuna
skaltu fara út úr forritinu.
Það slokknar sjálfkrafa á myndavélinni ef engin samskipti eru við tölvuna í 30 mínútur eftir að
rafhlaðan er fullhlaðin.
Það fer eftir tæknilýsingum tölvunnar, stillingum, aflgjafa og orkustillingum, en hugsanlega er ekki
mögulegt að hlaða rafhlöðuna með tölvutengingu þegar hún er í myndavélinni.
Ýta á d hnappinn M z flipinn (A7) M Charge by computer (Hleðsla í gegnum tölvu)
Valkostur Lýsing
Auto (Sjálfvirkt)
(sjálfgefin stilling)
Þegar myndavélin er tengd við tölvu sem er í gangi er rafhlaðan
í myndavélinni sjálfkrafa hlaðin með rafmagni frá tölvunni.
Off (Slökkt)
Rafhlaðan í myndavélinni er ekki hlaðin þegar myndavélin
er tengd við tölvu.