Uppflettihandbók

F4
Umhirða varanna
Tæknileg atriði og atriðisorðaskrá
Ef ekki á að nota rafhlöðuna í langan tíma skal setja hana í myndavélina og tæma
hana alveg áður en hún er fjarlægð og sett í geymslu. Rafhlöðuna skal geyma
á svölum stað þar sem hitastigið er 15°C til 25°C. Geymið ekki rafhlöðuna á mjög
heitum eða mjög köldum stað.
Taktu rafhlöðuna alltaf úr myndavélinni eða hleðslutækinu þegar hún er ekki
í notkun. Þegar hún er í er alltaf lítils háttar straumnotkun þótt hún sé ekki
í notkun. Við þetta getur rafhlaðan tæmst um of og hætt að virka. Ef kveikt er eða
slökkt á myndavélinni með tóma rafhlöðu getur það dregið úr endingu
rafhlöðunnar. Þegar hleðsla rafhlöðunnar er á þrotum verður að hlaða hana áður
en hún er notuð.
Endurhlaða skal rafhlöðuna að minnsta kosti á sex mánaða fresti og tæma hana
alveg áður en hún er sett í geymslu.
Þegar rafhlaðan hefur verið fjarlægð úr myndavélinni eða hleðslutækinu skal
setja tengjahlífina sem fylgir á hana og geyma hana á köldum stað.
Ef sá tími sem fullhlaðin rafhlaða heldur hleðslunni þegar hún er notuð við
stofuhita styttist verulega gefur það til kynna að skipta þurfi um rafhlöðuna.
Kaupið nýja EN-EL12 rafhlöðu.
Skiptu rafhlöðunni út þegar hún heldur ekki lengur hleðslu. Notaðar rafhlöður
eru verðmæt auðlind. Skilaðu þeim til endurvinnslu í samræmi við reglugerðir
á viðkomandi svæði.
Hleðslustraumbreytir
Lestu og farðu eftir viðvörunum í „Öryggisatriði“ (Avi til viii) áður en
hleðslustraumbreytirinn er notaður.
EH-69P hleðslustraumbreytirinn er aðeins ætlaður til notkunar með samhæfum
tækjum. Ekki skal nota hann með annarri gerð eða tegund tækis.
EH-69P er samhæfur AC 100-240 V, 50/60 Hz rafmagnsinnstungum. Fyrir notkun
í öðrum löndum getur þurft að nota millistykki (sem þarf að kaupa sérstaklega).
Ferðaskrifstofur geta gefið upplýsingar um slík millistykki.
Ekki skal, undir neinum kringumstæðum, nota aðra gerð eða tegund
straumbreytis en EH-69P hleðslustraumbreyti eða USB-straumbreyti. Ef þessari
varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið ofhitnun eða skemmdum
ámyndavélinni.