Uppflettihandbók

F6
Tæknileg atriði og atriðisorðaskrá
Umhirða myndavélarinnar
Þrif
Ekki skal nota rokgjörn hreinsiefni eins og alkóhól eða þynni, kemísk þvottaefni,
tæringarvarnarefni eða móðuvarnarefni.
Geymsla
Taktu rafhlöðuna úr ef fyrir liggur að myndavélin verði ekki notuð um tíma. Ekki
geyma myndavélina með nafta- eða kamfórumölkúlum eða á eftirfarandi stöðum:
Nálægt búnaði sem gefur frá sér sterkt segulsvið, t.d. sjónvörpum og útvörpum
Við hitastig lægra en –10°C eða hærra en 50°C
Þar sem loftræsting er léleg eða rakastig er yfir 60%
Taktu myndavélina úr geymslu að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að koma
í veg fyrir myglu. Kveiktu á myndavélinni og smelltu nokkrum sinnum af áður en
hún er sett aftur í geymslu.
Lestu og farðu algerlega eftir viðvörunum í „Rafhlaðan“ (F3) í „Umhirða varanna“
áður en rafhlaðan er sett í geymslu.
Linsa
Forðastu að snerta glerið með fingrunum. Fjarlægðu ryk og kusk með blásara
(yfirleitt lítið tæki með gúmmíbelg á öðrum endanum sem kreistur er til þess að
þrýsta lofti út um hinn endann). Til að fjarlægja fingraför, fituleifar eða aðra
bletti sem ekki er hægt að fjarlægja með blásara skal strjúka linsuna varlega
með þurrum mjúkum klút eða gleraugnaklút. Strjúka skal í hringi út frá miðju
linsunnar að köntum hennar. Ekki skal beita afli við að þurrka af linsunni né nota
gróft efni. Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið skemmdum
eða vanda. Ef þetta dugar ekki er linsan þrifin með klút sem búið er að bleyta
lítillega með linsuhreinsivökva.
Skjár
Fjarlægðu ryk og ló með blásara. Til að fjarlægja fingraför, fituleifar eða aðra
bletti skal strjúka skjáinn varlega með þurrum mjúkum klút eða gleraugnaklút.
Ekki skal beita afli við að þurrka af skjánum né nota gróft efni. Ef þessari
varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið skemmdum eða vanda.
Hús
Fjarlægðu ryk, óhreinindi eða sand með blásara og þurrkaðu síðan varlega með
mjúkum, þurrum klút. Þegar myndavélin hefur verið notuð á strönd eða annars
staðar þar sem er ryk og sandur skaltu þurrka sand eða salt af með eilítið rökum
klút sem hefur verið bleyttur með tæru vatni og þurrka svo vandlega á eftir.
Hafðu í huga að aðskotahlutir innan í myndavélinni geta valdið
skemmdum sem ábyrgðin nær ekki yfir.