Uppflettihandbók

F15
Tæknileg atriði og atriðisorðaskrá
NOTANDALEYFISSAMNINGUR UM STAÐARNAFNAGÖGN
Gögnin sem tengjast staðarupplýsingunum
(„Gögn“) og eru geymd í þessari stafrænu
myndavél eru eingöngu ætluð til
persónulegrar, eigin notkunar þinnar og ekki til
endursölu. Þau eru vernduð af höfundarrétti og
eru háð eftirfarandi skilmálum og skilyrðum
sem annars vegar þú og hins vegar Nikon
Corporation („Nikon“) og leyfisveitendur þess
(bæði leyfisveitendur og birgjar) samþykkja.
Skilmálar og skilyrði
Eingöngu persónuleg notkun. Þú samþykkir að
nota þessi Gögn og þessa stafrænu myndavél
og myndagögnin sem myndavélin tekur
eingöngu í þeim persónulega tilgangi sem leyfi
þitt tekur til en ekki í ábataskyni, og ekki til sölu
á þjónustu, samnýtingar eða í öðrum svipuðum
tilgangi. Samkvæmt því, en háð þeim
takmörkunum sem tilgreindar eru í eftirfarandi
efnisgreinum, samþykkir þú að endurframleiða
ekki, afrita, breyta, bakþýða, baksmala eða
vendismíða neinn hluta þessara Gagna, og að
þú megir ekki flytja þau eða dreifa þeim í neinu
formi, í neinum tilgangi, nema að því marki sem
bindandi lög leyfa.
Takmarkanir.
Nema þú hafir fengið til þess
sérstakt leyfi Nikon, og án þess að það takmarki
efnisgreinina hér á undan, máttu ekki (a) nota
þessi Gögn með neinum vörum, kerfum eða
forritum, uppsettum eða með öðrum hætti
tengdum við eða í sambandi við ökutæki, sem
eru fær um leiðsögn ökutækja, staðsetningu,
sendingu, vegaleiðsögn í rauntíma, stjórnun
flota eða svipuð verkefni; eða (b) með eða
í samskiptum við nein staðsetningartæki eða
nein fartæki eða þráðlaust tengd rafræn tæki
eða tölvutæki, þar á meðal án takmarkana
farsíma, lófatölvur og handtölvur, símboða og
önnur slík tæki.
Viðvörun.
Gögnin geta innihaldið ónákvæmar
eða ófullbúnar upplýsingar sem stafa af fráviki
í tíma, breyttum aðstæðum, heimildum sem
eru notaðar og eðli samsöfnunar
á yfirgripsmiklum landfræðilegum gögnum,
en allt slíkt getur gefið rangar niðurstöður.
Engin ábyrgð.
Þessi gögn eru afhent þér „eins
og þau eru“ og þú samþykkir að nota þau
á þína eigin ábyrgð. Nikon og leyfisveitendur
þess (og leyfisveitendur þeirra og birgjar) gefa
ekki neina tryggingar, setja ekki fram neinar
staðhæfingar eða bera neinar ábyrgðir af
nokkru tagi, afdráttarlausar eða óbeinar, sem
leiðir af lögum eða öðru, þar á meðal en ekki
eingöngu á efni, gæðum, nákvæmni,
heildstæði, virkni, áreiðanleika, nothæfi
í ákveðnum tilgangi, notagildi, notkun eða
niðurstöðum sem fást af þessum Gögnum, eða
að Gögnin eða þjónninn verði ótrufluð eða
villulaus.
Fyrirvari um ábyrgð:
NIKON OG
LEYFISVEITENDUR ÞESS (ÞAR Á MEÐAL
LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA OG BIRGJAR) VÍSA
FRÁ SÉR ALLRI ÁBYRGÐ, AFDRÁTTARLAUSRI
EÐA ÓBEINNI, Á GÆÐUM, EIGINLEIKUM,
SELJANLEIKA, NOTHÆFI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI
EÐA BROTALEYSI. Sum ríki, svæði og lönd leyfa
ekki útilokun sumrar ábyrgðar, svo að í því
tilviki á ofangreind útilokun hugsanlega ekki
við um þig.
Fyrirvari um skaðabótaskyldu:
NIKON OG
LEYFISVEITENDUR ÞESS (ÞAR Á MEÐAL
LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA OG BIRGJAR) SKULU
EKKI VERA SKAÐABÓTASKYLDIR GAGNVART
ÞÉR: HVAÐ VARÐAR NEITT TILKALL, KRÖFU EÐA
AÐGERÐ, ÓHÁÐ ÞVÍ AF HVERJU TILKALLIÐ,
KRAFAN EÐA AÐGERÐIN STAFAR, ÞAR SEM
FULLYRT ER UM EITTHVERT TJÓN, MEIÐSL EÐA
SKEMMDIR, BEINAR EÐA ÓBEINAR, SEM
HUGSANLEGA STAFA AF NOTKUN EÐA VÖRSLU
UPPLÝSINGANNA, EÐA FYRIR NEITT TAP
ÁGÓÐA, TEKNA, SAMNINGA EÐA SPARIFJÁR,
EÐA NEINN ANNAN BEINAN, ÓBEINAN,
TILFALLANDI, SÉRSTAKAN EÐA AFLEIDDAN
SKAÐA SEM LEIÐIR AF NOTKUN EÐA ÞVÍ AÐ
GETA EKKI NOTAÐ ÞESSAR UPPLÝSINGAR,
NEINN GALLA Í UPPLÝSINGUNUM EÐA BROT Á
ÞESSUM SKILMÁLUM EÐA SKILYRÐUM, HVORT
SEM UM ER AÐ RÆÐA FRÁVIK FRÁ SAMNINGI
EÐA VERKNAÐ SEM VELDUR TJÓNI EÐA BYGGT
ER Á ÁBYRGÐ, JAFNVEL ÞÓTT NIKON EÐA
LEYFISVEITENDUM ÞESS HAFI VERIÐ BENT
Á LÍKUR Á SLÍKUM SKAÐA. Sum ríki, svæði og
lönd leyfa ekki útilokun sumrar ábyrgðar eða
skaðabótaskyldu, svo að í því tilviki á ofangreint
hugsanlega ekki við um þig.