Uppflettihandbók

12
Undirstöðuatriði í myndatöku og myndskoðun
Undirstöðuatriði í myndatöku og myndskoðun
Undirbúningur 1 Rafhlaðan sett í
1 Opnaðu hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/
minniskortaraufinni.
2 Settu rafhlöðuna sem fylgir
í (EN-EL12 Li-ion
hleðslurafhlaða).
Notaðu rafhlöðuna til að ýta
appelsínugulu
rafhlöðukrækjunni niður í þá átt
sem örin bendir (1) og ýttu
rafhlöðunni alla leið inn (2).
Þegar rafhlöðunni hefur verið rétt
komið fyrir festir krækjan hana á
sínum stað.
B Rafhlaðan sett rétt í
Ef rafhlöðunni er stungið öfugri inn eða hún höfð á hvolfi getur það valdið
skemmdum á myndavélinni. Gakktu úr skugga um að rafhlaðan snúi rétt.
3 Lokaðu hlífinni yfir rafhlöðuhólfinu/
minniskortaraufinni.
Hlaða skal rafhlöðuna fyrir fyrstu notkun eða þegar hún
er að tæmast (A14).
Rafhlöðukrækja