Uppflettihandbók
25
Skref 3 Myndin römmuð inn
Undirstöðuatriði í myndatöku og myndskoðun
Notkun aðdráttar
Snúðu aðdráttarrofanum til þess að gera optískan
aðdrátt virkan.
• Til að auka aðdrátt þannig að myndefnið fylli út
stærra svæði rammans skaltu snúa í átt að
g (aðdráttarstaða).
• Til að minnka aðdrátt þannig að stærra svæði verði
sjáanlegt í rammanum skaltu snúa í átt að
f (gleiðhornsstaða).
• Ef aðdráttarrofanum er snúið alla leið í aðra hvora
áttina er aðdrátturinn stilltur hratt en ef honum er
snúið í áföngum er aðdrátturinn stilltur hægt (nema
við upptöku hreyfimynda).
• Þegar aðdráttarrofanum er snúið sést efst á skjánum
hversu mikill aðdrátturinn er.
• Ef aðdráttarrofanum er snúið að g í hámarki optísks
aðdráttar kviknar á stafræna aðdrættinum, en
stækkun hans getur verið 2× hámarksstækkun
optíska aðdráttarins.
C Stafrænn aðdráttur og innreiknun
• Þegar stafræni aðdrátturinn er notaður fara myndgæðin að
minnka ef aðdráttarstaðan er aukin út yfir V stöðuna á
aðdráttarröndinni.
V staðan færist til hægri þegar myndastærðin (A71)
minnkar.
• Með Digital zoom (Stafrænn aðdráttur) í uppsetningarvalmyndinni (A103) er hægt að stilla
stafrænan aðdrátt þannig að hann sé ekki virkur.
C Nánari upplýsingar
• Sjá nánari upplýsingar í „Zoom memory (Aðdráttarminni)“ (A67).
• Sjá nánari upplýsingar í „Startup zoom position (Upphafsaðdráttarstaða)“ (A67).
Minnka
aðdrátt
Auka
aðdrátt
Optískur
aðdráttur
Stafrænn
aðdráttur