Uppflettihandbók
26
Undirstöðuatriði í myndatöku og myndskoðun
Skref 4 Fókus stilltur og mynd tekin
1 Ýttu afsmellaranum niður hálfa leið til
að stilla fókusinn.
• „Ýta hálfa leið niður“ felst í því að ýta létt
á afsmellarann þar til fyrirstaða finnst og halda
síðan þeirri stöðu.
• Þegar myndefnið er í fókus lýsir fókussvæðið
eða fókusvísirinn (A8) græn. Ef fókussvæðið
eða fókusvísirinn blikka rauð er myndefnið úr
fókus. Ýttu afsmellaranum aftur hálfa leið
niður.
• Sjá nánari upplýsingar í „Fókus og lýsing“
(A27).
2 Ýttu afsmellaranum alla leið til að taka mynd.
• „Ýta alla leið niður“ felst í því að ýta afsmellaranum það
sem eftir er niður.
B Athugasemd um vistun ljósmynda og hreyfimynda
Vísirinn sem sýnir fjölda mynda sem hægt er að taka eða hámarkslengd hreyfimyndar blikkar meðan
verið er að vista ljósmyndir eða hreyfimynd. Gættu þess að opna ekki hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/
minniskortaraufinni eða fjarlægja rafhlöðuna eða minniskortið meðan vísir blikkar. Það
getur valdið því að gögn glatist eða myndavélin eða minniskortið skemmist.
C AF-aðstoðarljósið
Ef myndefnið er illa lýst kviknar hugsanlega á AF-aðstoðarljósinu (A1, 104) þegar afsmellaranum er
ýtt hálfa leið niður.
C Til að missa örugglega ekki af mynd
Ef þú óttast að ná ekki mynd skaltu ýta afsmellaranum alla leið án þess að fara fyrst hálfa leið.
1/250
1/250
1/250 F5.6
F5.6
F5.6
Fókussvæði