Uppflettihandbók
iii
Lesið þetta fyrst
Inngangur
Um þessa handbók
Ef þú vilt fara að nota myndavélina strax, sjá „Undirstöðuatriði í myndatöku og
myndskoðun“ (A12).
Sjá nánari upplýsingar um heiti og meginvirkni myndavélarhlutanna í „Hlutar
myndavélarinnar og grunnaðgerðir“ (A1).
Aðrar upplýsingar
• Tákn og venjur
Eftirfarandi tákn eru notuð í handbókinni til þess að auðvelda leit að
upplýsingum sem á þarf að halda:
•
SD, SDHC og SDXC minniskort eru kölluð „minniskort“ í þessari handbók.
• Vísað er í stillingar tækisins þegar það er keypt sem „upprunalegar stillingar“.
• Heiti valmyndaratriða sem eru birt á skjá myndavélarinnar og hnappaheiti eða
skilaboð á tölvuskjá eru með feitletri.
• Í þessari handbók er myndum oft sleppt úr dæmum af skjánum svo að skjávísar
sjáist greinilegar.
• Myndir af því sem sést á skjánum og af myndavélinni geta verið frábrugðnar
sjálfri vörunni.
Tákn Lýsing
B
Þetta tákn merkir varúð og upplýsingar sem ætti að lesa áður en
myndavélin er notuð.
C
Þetta tákn merkir athugasemdir, upplýsingar sem ætti að lesa áður en
myndavélin er notuð.
A/E/F
Þessi tákn sýna að fjallað er um viðkomandi efni annars staðar;
E : „Uppflettikafli“, F: „Tæknileg atriði og atriðisorðaskrá“.