Uppflettihandbók

33
Umhverfisstilling (myndataka löguð að umhverfi)
Aðgerðir í myndatöku
Umhverfisstillingum breytt
Aðgerðir sem hægt er að stilla með fjölvirka valtakkanum A51
Aðgerðir sem hægt er að stilla með d hnappnum (til að opna valmynd)
- Image quality (Myndgæði) og Image size (Myndastærð) breytt A69
- Uppsetningarvalmyndin A103
Einkenni hvers umhverfis
Mælt er með notkun þrífótar þar sem umhverfi er einkennt með O því að
lokarahraði er lítill.
Stilltu Vibration reduction (Titringsjöfnun) í uppsetningarvalmyndinni
(A103) á Off (Slökkt) þegar þú notar þrífót til að koma í veg fyrir hristing
myndavélarinnar.
Gættu þess í umhverfisstillingu sem notar flassið að ýta á
K rofann (flassrofann)
til að reisa flassið áður en þú tekur myndir (A52).
X Night landscape (Landslag um nótt)
Ýttu á d hnappinn til að velja Y Hand-held (Fríhendis) eða Z Tripod (Þrífótur)
í Night landscape (Landslag um nótt).
Y Hand-held (Fríhendis) (sjálfgefin stilling): Þannig getur þú tekið myndir með lágmarks
hristingi og suði í myndavélinni, jafnvel þótt þú haldir á henni.
- Þegar afsmellaranum er ýtt alla leið eru myndir teknar stöðugt og myndavélin sameinar
þessar myndir til að vista eina mynd.
- Þegar þú hefur ýtt afsmellaranum alla leið niður skaltu halda myndavélinni stöðugri án
þess að hreyfa hana þar til kyrrmynd birtist. Þegar mynd hefur verið tekin skaltu ekki
slökkva á myndavélinni áður en skjárinn skiptir yfir í tökuskjáinn.
- Sýnilega hornið (sjáanlega myndsvæðið í rammanum) sem sést í vistuðu myndinni
verður þrengra en það sem sést á skjánum við töku.
Z Tripod (Þrífótur): Veldu þessa stillingu þegar myndavélinni er haldið kyrri, til dæmis
með þrífæti.
- Titringsjöfnun er ekki notuð þó að Vibration reduction (Titringsjöfnun)
í uppsetningarvalmyndinni (A103) sé stillt á Normal (Venjulegt) eða Active (Virkt).
- Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka eina mynd á litlum lokarahraða.
Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið stillir myndavélin fókusinn á óendanleika.
Fókussvæðið eða fókusvísirinn (A8) loga alltaf græn.