Uppflettihandbók

35
Umhverfisstilling (myndataka löguð að umhverfi)
Aðgerðir í myndatöku
y M c Landscape (Landslag)
Á skjánum sem birtist þegar c Landscape (Landslag) er valið skaltu velja Noise reduction
burst (Suð í lágmarki) eða Single shot (Ein mynd).
Noise reduction burst (Suð í lágmarki): Þetta gerir þér kleift að taka skarpa
landslagsmynd með lágmarks suði.
- Þegar afsmellaranum er ýtt alla leið eru myndir teknar stöðugt og myndavélin sameinar
þessar myndir til að vista eina mynd.
- Þegar þú hefur ýtt afsmellaranum alla leið niður skaltu halda myndavélinni stöðugri án
þess að hreyfa hana þar til kyrrmynd birtist. Þegar mynd hefur verið tekin skaltu ekki
slökkva á myndavélinni áður en skjárinn skiptir yfir í tökuskjáinn.
- Sýnilega hornið (sjáanlega myndsvæðið í rammanum) sem sést í vistuðu myndinni
verður þrengra en það sem sést á skjánum við töku.
Single shot (Ein mynd) (sjálfgefin stilling): Tekur myndir með skýrum útlínum og
birtuskilum.
- Þegar afsmellaranum er ýtt alla leið er einn rammi tekinn.
Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið stillir myndavélin fókusinn á óendanleika.
Fókussvæðið eða fókusvísirinn (A8) loga alltaf græn.
y M d Sports (Íþróttir)
Myndavélin stillir fókusinn á miðjusvæði rammans.
Á meðan afsmellaranum er haldið alveg niðri eru allt að 10 myndir teknar á hraðanum um
10 rammar á sekúndu (fps) (þegar myndgæði eru stillt á Normal (Venjulegt) og
myndastærð á F 4000×3000).
Myndavélin stillir fókusinn á myndefnið þó að afsmellaranum sé ekki ýtt niður til hálfs.
Hugsanlega heyrist hljóð frá fókusvirkni myndavélarinnar.
Fókus, lýsing og litblær eru fest í þeim gildum sem tilgreind eru fyrir fyrstu myndina
í hverri röð.
Rammatíðni með raðmyndatöku getur lækkað, allt eftir myndgæðastillingunni sem gildir,
myndastærðinni og minniskortinu sem er notað eða tökuaðstæðum.