Uppflettihandbók

iv
Lesið þetta fyrst
Inngangur
Upplýsingar og varúðarráðstafanir
Símenntun
Nikon styður „símenntun“ með stöðugum vörustuðningi og þjálfun og á eftirfarandi vefsíðum
er að finna upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa og uppfæra:
Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum: http://www.nikon-asia.com/
Á þessum síðum má finna nýjustu upplýsingar um vörur, góð ráð, svör við algengum spurningum
(FAQ) og almennar ráðleggingar um stafræna ljósmyndun og myndbirtingu. Hugsanlega er hægt
að nálgast viðbótarupplýsingar hjá umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Farðu á svæðið hér fyrir
neðan til að fá upplýsingar um tengiliði:
http://imaging.nikon.com/
Notaðu eingöngu rafrænan aukabúnað frá Nikon
Nikon COOLPIX myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu gæðastöðlum og í þeim er flókinn
rafeindabúnaður. Einungis rafrænn aukabúnaður frá Nikon (þar á meðal hleðslutæki, rafhlöður,
hleðslustraumbreytir og straumbreytar) er vottaður af Nikon til notkunar með þessari Nikon stafrænu
myndavél og er rétt hannaður og prófaður til þess að uppfylla kröfur um öryggi og virkni þessa
rafeindabúnaðar.
NOTKUN Á RAFEINDABÚNAÐI SEM ER EKKI FRÁ NIKON GETUR SKEMMT MYNDAVÉLINA OG KANN
AÐ ÓGILDA ÁBYRGÐINA FRÁ
NIKON.
Notkun endurhlaðanlegra Li-ion rafhlaðna sem ekki eru með heilmyndarinnsigli Nikon gæti truflað
eðlilega notkun myndavélarinnar eða valdið því að rafhlöðurnar yfirhitni, það kvikni í þeim, þær
springi eða leki.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar um
aukabúnað frá Nikon.
Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en myndir af mikilvægum viðburðum eru teknar (eins og í brúðkaupum eða áður en farið er
með myndavélina í ferðalag) skaltu taka prufumynd til þess að ganga úr skugga um að myndavélin
virki eðlilega. Nikon ber enga ábyrgð á skemmdum eða tekjurýrnun sem bilun vörunnar getur leitt til.
Um handbækurnar
Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál í nokkru formi
neinn hluta þeirra handbóka sem fylgja þessari vöru, án þess fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi f
Nikon.
Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
Nikon áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilýsingu vélbúnaðar og hugbúnaðar sem lýst er
í þessum fylgiskjölum hvenær sem er og án frekari fyrirvara.
Þótt allt hafi verið gert til þess að tryggja að upplýsingar í þessum fylgiskjölum séu réttar og
fullnægjandi eru ábendingar til umboðsaðila Nikon á þínum stað (heimilisfang veitt sér) um
villandi eða ónógar upplýsingar vel þegnar.
Heilmyndarinnsigli: Sýnir að þetta
tæki er viðurkennd vara frá Nikon.