Uppflettihandbók
v
Lesið þetta fyrst
Inngangur
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að ef efni sem hefur verið afritað eða endurgert með stafrænum hætti með skanna,
stafrænni myndavél eða öðru tæki er haft undir höndum getur slíkt verið refsivert gagnvart lögum.
• Hlutir sem bannað er samkvæmt lögum að afrita eða endurgera
Ekki skal afrita eða endurgera peningaseðla, mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða skuldabréf gefin út af
staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit eða endurgerðir séu stimplaðar „Sýnishorn“. Fjölföldun eða
endurprentun peningaseðla, myntar eða verðbréfa sem gefin eru út í öðru landi er bönnuð. Afritun
og endurgerð ónotaðra frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út af ríkinu er bönnuð, nema með
fyrirfram fengnu leyfi frá yfirvöldum.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala sem mælt er fyrir um
ílögum er bönnuð.
• Aðgát við tiltekin afrit og endurgerðir
Yfirvöld hafa gefið út viðvaranir varðandi afritun eða endurgerð á verðbréfum sem gefin eru út af
einkafyrirtækjum (hlutabréfum, víxlum, ávísunum, gjafabréfum o.s.frv.), farmiðum eða
afsláttarmiðum, nema þegar nauðsynlegur lágmarksfjöldi afrita er gefinn út til viðskiptanota í
fyrirtæki. Ekki skal heldur afrita eða endurgera vegabréf sem yfirvöld gefa út, leyfisskírteini sem
opinberar stofnanir og lokaðir hópar gefa út, nafnspjöld og miða, eins og aðgangsmiða eða
matarmiða.
• Uppfylla skal höfundarréttartilkynningar
Afritun eða endurgerð hugverka sem varin eru með höfundarrétti, eins og bóka, málverka,
tréskurðarmynda, prentana, korta, teikninga, hreyfimynda og ljósmynda eru háð staðbundnum og
alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Ekki skal nota þessa vöru í þeim tilgangi að gera ólögleg afrit eða
til þess að brjóta höfundarréttarlög.
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða gagnageymslutæki eins og minniskort eða innbyggt
minni myndavélarinnar eru forsniðin eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er
hægt að endurheimta skrár sem hefur verið eytt með til þess gerðum hugbúnaði, sem hugsanlega
getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að
tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagnageymslutæki er fargað eða fengið öðrum skal eyða öllum gögnum af því með til þess
gerðum hugbúnaði, eða stilla Record GPS data (Skrá GPS-gögn) undir GPS options (GPS-valkostir)
(A98) á Off (Slökkt) eftir að tækið hefur verið forsniðið og taka síðan myndir af auðum himni eða
niður á yfirborð jarðar þar til geymslutækið er orðið fullt. Gættu þess einnig að skipta um allar myndir
sem valdar eru með valkostinum Select an image (Velja mynd) í stillingunni Welcome screen
(Kveðjuskjár) (A103). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða eignaspjöll þegar gagnageymslutæki
eru eyðilögð.
Í COOLPIX P330 er farið með ferilgögnin sem eru vistuð á minniskortinu á sama hátt og önnur gögn.
Til að eyða ferilgögnum sem eru geymd á minniskortinu skaltu velja Create log (Stofna feril)
(A102) ➝ End log (Ljúka ferli) ➝ Erase log (Eyða ferli).