STAFRÆN MYNDAVÉL Uppflettihandbók Is
Helstu eiginleikar COOLPIX S3500 Eiginleikar sem hjálpa þér að taka ljósmyndir og kvikmyndir eftir þínu höfði Háþróaðir eiginleikar til að ná fallegum myndum Myndavélin státar af fjölda öflugra eiginleika sem auðvelda þér að taka myndir eftir þínu höfði, meðal annars miklu úrvali tökustillinga sem aðeins er að finna í COOLPIX-myndavélum, 7x optískum aðdrætti og 20,1 megapixils raunupplausn.
Inngangur Hlutar myndavélarinnar Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun Tökuaðgerðir Myndskoðunaraðgerðir Upptaka og spilun kvikmynda Grunnuppsetning myndavélarinnar Uppflettikafli Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá i
Inngangur Lestu þetta fyrst Þakka þér fyrir að kaupa stafrænu Nikon COOLPIX S3500 myndavélina. Áður en þú ferð að nota myndavélina skaltu lesa upplýsingarnar í „Öryggisatriði“ (Aviii-x) og kynna þér efni þessarar handbókar vel. Að lestri loknum skaltu geyma handbókina á vísum stað og grípa til hennar til að fá meira út úr nýju myndavélinni.
Um þessa handbók Ef þú vilt byrja að nota myndavélina strax skaltu lesa „Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun“ (A13). Ef þú vilt kynna þér einstaka hluta myndavélarinnar og upplýsingar sem birtast á skjánum skaltu fletta á „Hlutar myndavélarinnar“ (A1).
Aðrar upplýsingar • Tákn og auðkenni Í þessari handbók eru eftirfarandi tákn og auðkenni notuð til að auðvelda þér að finna nauðsynlegar upplýsingar: Tákn Lýsing Inngangur B Þetta tákn stendur hjá varúðarupplýsingum sem ætti að lesa fyrir notkun til þess að koma í veg fyrir tjón á myndavélinni. C Þetta tákn stendur hjá athugasemdum, upplýsingum sem ætti að lesa áður en myndavélin er notuð.
Upplýsingar og varúðarráðstafanir Símenntun Inngangur Nikon styður símenntun með stöðugri þjónustu og fræðslu. Á eftirfarandi vefsvæðum má ávallt finna nýjustu upplýsingar: • Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/ • Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/ • Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Austurlöndum nær: http://www.nikon-asia.
Um handbækurnar Inngangur • Ekki má afrita, senda, umrita, geyma í geymslukerfi eða þýða yfir á annað tungumál neina hluta þeirra fylgiskjala sem fylgja þessari vöru, í nokkru formi, án þess að fengið sé fyrirfram skriflegt leyfi frá Nikon. • Nikon áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingu vélbúnaðarins og hugbúnaðarins, sem birt er í þessum fylgiskjölum, hvenær sem er og án frekari fyrirvara. • Nikon ber ekki ábyrgð á neinum skemmdum sem hlotist geta af notkun á þessari vöru.
Gagnageymslubúnaði fargað Inngangur Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni myndavélar eru forsniðin eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Öryggisatriði Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon-vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi öryggisatriði í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota búnaðinn geta lesið þær.
Ekki snerta myndavélina, hleðslutækið eða straumbreytinn í lengri tíma meðan kveikt er á tækjunum eða þegar þau eru í notkun. Hlutar tækjanna verða heitir. Ef tækin eru látin vera í beinni snertingu við húðina í lengri tíma getur það valdið brunasárum. Inngangur Gætið öryggis við meðhöndlun rafhlöðunnar Rafhlaðan getur lekið, ofhitnað eða sprungið við ranga meðferð.
Inngangur • Ekki skal handleika klóna eða hleðslustraumbreytinn með blautum höndum. Ef þessari varúðarráðstöfun er ekki fylgt getur það valdið raflosti. • Ekki nota ferðastraumbreyta eða millistykki sem hönnuð eru til að breyta einni rafspennu yfir í aðra, og ekki riðil fyrir umbreytingu frá jafnstraumi í riðstraum. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur myndavélin skemmst, hún ofhitnað eða valdið íkveikju.
Tilkynningar Inngangur Tilkynning til viðskiptavina í Evrópu VARÚÐARUPPLÝSINGAR HÆTTA ER Á SPRENGINGU EF RÖNG GERÐ RAFHLAÐA ER NOTUÐ. FARGIÐ NOTUÐUM RAFHLÖÐUM Í SAMRÆMI VIÐ LEIÐBEININGAR. Þetta merki segir til um að þessari vöru skuli fargað sér. Eftirfarandi á einungis við um notendur í Evrópulöndum: • Þessari vöru skal fargað sér á viðeigandi sorp- og endurvinnslustöðvum. Fleygið ekki með heimilissorpi. • Nánari upplýsingar má fá hjá umboðsaðila eða staðaryfirvöldum sem sjá um úrvinnslu sorps.
Efnisyfirlit Inngangur ....................................................... ii Inngangur Lestu þetta fyrst.................................................... ii Um þessa handbók................................................. iii Upplýsingar og varúðarráðstafanir................. v Öryggisatriði ...................................................... viii VIÐVARANIR.............................................................. viii Tilkynningar .........................................................
Myndskoðunaraðgerðir ........................... 73 Aðdráttur í myndskoðun................................ 74 Smámyndir/dagatal ......................................... 75 Myndir af vissri gerð valdar til myndskoðunar................................................... 76 Myndskoðunarstillingar í boði........................ 76 Skipt á milli myndskoðunarstillinga............ 77 Eiginleikar sem hægt er að stilla með hnappinum d (valmynd myndskoðunar) ..........................................................
Inngangur xiv Myndavélin tengd við prentara (bein prentun) ........................................................ E24 Myndavélin tengd við prentara............ E25 Ein mynd prentuð í einu........................... E27 Margar myndir prentaðar í einu........... E29 Tökuvalmyndin (fyrir stillinguna A (sjálfvirk)) ............................................... E32 Image Mode (myndastilling) (myndastærð og myndgæði) ................................................
Villuboð ......................................................... E95 Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá...... F1 Inngangur Endingartími og afköst hámörkuð........... F2 Myndavélin............................................................. F2 Rafhlaðan................................................................. F4 Hleðslustraumbreytir ....................................... F5 Minniskort ............................................................... F5 Þrif og geymsla .............................
xvi
Hlutar myndavélarinnar Hlutar myndavélarinnar Í þessum kafla er einstökum hlutum myndavélarinnar lýst og upplýsingar sem birtast á skjánum útskýrðar. Myndavélarhúsið ....................................................................2 Myndavélarólin fest ...................................................................................................................5 Notkun valmynda (d hnappurinn) ....................................6 Skjárinn ..........................................................
Myndavélarhúsið 1 2 3 4 5 6 Hlutar myndavélarinnar Linsuhlíf lokuð 11 10 9 8 2 7
Afsmellari.........................................................................30 6 Linsa 7 Linsuhlíf........................................................................ F2 8 Innbyggður hljóðnemi........................... 90, E59 2 Aðdráttarrofi ..................................................................29 f: Minni aðdráttur..............................................29 g: Meiri aðdráttur................................................ 29 h: Myndskoðun með smámyndum.....
1 2 3 4 5 Hlutar myndavélarinnar 6 7 8 9 10 4 11 12 13 14 15 16
1 Hleðsluljós...................................................... 17, E84 Flassvísir............................................................................53 b hnappur (e fyrir upptöku) ..........................90 3 A hnappur (fyrir tökustillingu) ............................................................... 26, 38, 40, 47, 49 4 c hnappur (fyrir myndskoðun)...............32, 77 5 Fjölvirkur valtakki 6 k hnappur (til að staðfesta) 7 l hnappur (til að eyða).................
Notkun valmynda (d hnappurinn) Notaðu fjölvirka valtakkann og hnappinn k til þess að fara á milli valmynda. 1 Ýttu á hnappinn d. 2 • Valmyndin opnast. Ýttu fjölvirka valtakkanum J. • Opna valmyndartáknið er í gulum lit. Valmyndatákn Shooting menu Image mode White balance Continuous Hlutar myndavélarinnar ISO sensitivity Color options AF area mode Autofocus mode 3 Ýttu H eða I til að velja valmyndartáknið sem þú vilt nota. 4 Ýttu á hnappinn k. • Þá er hægt að velja valmyndaratriðin.
5 Ýttu H eða I til að velja valmyndaratriði. 6 Ýttu á hnappinn k. • Stillingar fyrir valkostinn sem þú valdir birtast. Motion detection Welcome screen Time zone and date Monitor settings Auto Print date Off Vibration reduction Motion detection 7 Ýttu H eða I til að velja stillingu. 8 Hlutar myndavélarinnar AF assist Ýttu á hnappinn k. • Stillingin sem þú valdir er notuð. • Þegar þú hefur lokið við að nota valmyndina skaltu ýta á hnappinn d.
Skjárinn Upplýsingarnar sem birtast á skjánum eru breytilegar eftir stillingum og notkun myndavélarinnar hverju sinni. Í sjálfgefinni stillingu birtast vísarnir hér að neðan þegar fyrst er kveikt á myndavélinni eða hún er í notkun og hverfa svo eftir nokkrar sekúndur (þegar Photo info (myndupplýsingar) er stillt á Auto info (sjálfvirkar upplýsingar) í Monitor settings (skjástillingar) (A98)).
13 14 15 16 17 18 19 Tökustilling .................................... 26, 38, 40, 47, 49 Makróstilling ..................................................................57 Aðdráttarvísir.........................................................29, 57 Fókusvísir .........................................................................30 AE/AF-L vísir.............................................................E4 Tákn fyrir fljótleg áhrif ............................. 64, E47 Flassstilling...................
Myndskoðunarstilling 1 21 4 2 3 5 15 / 05 / 2013 15:30 9999.
1 Tökudagur.......................................................................20 2 Tökutími ...........................................................................20 3 Talskýringartákn.......................................... 78, E60 4 Tákn fyrir myndaalbúm í stillingu fyrir eftirlætismyndir ................76, E5 Tákn fyrir flokk í stillingu fyrir sjálfvirka flokkun...............76, E9 Tákn dagsetningalista............................. 76, E11 Rafhlöðuvísir ................................
12
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun Undirbúningur Myndataka Skref 1 Kveikt á myndavélinni ..................................................................................................24 Skref 2 Tökustilling valin ............................................................................................................26 Skref 3 Mynd römmuð inn .........................................................................................................
Undirbúningur 1 Rafhlaðan sett í Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 14 1 Opnaðu rafhlöðuhólfið/minniskortaraufina. 2 Komdu meðfylgjandi EN-EL19 Li-ion hleðslurafhlöðu fyrir. Rafhlöðukrækja • Notaðu rafhlöðuna til að ýta appelsínugulu rafhlöðukrækjunni í áttina sem örin bendir (1) og ýttu rafhlöðunni alla leið inn (2). • Þegar rafhlöðunni hefur verið komið rétt fyrir heldur rafhlöðukrækjan henni á sínum stað.
Rafhlaðan fjarlægð Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að slökkt sé á bæði straumljósinu og skjánum áður en þú opnar rafhlöðuhólfið/ minniskortaraufina. Ýttu appelsínugulu rafhlöðukrækjunni í áttina sem örin bendir (1) til að rafhlaðan skjótist út að hluta. Dragðu rafhlöðuna beint út úr myndavélinni (2), alls ekki draga hana út á ská. B Viðvörun um hátt hitastig Myndavélin, rafhlaðan og minniskortið geta verið heit strax eftir notkun myndavélarinnar.
Undirbúningur 2 Rafhlaðan hlaðin 1 Gerðu meðfylgjandi EH-70P hleðslustraumbreyti kláran. • Ef millistykki* fylgir með myndavélinni skaltu tengja millistykkið við klóna á hleðslustraumbreytinum. Ýttu fast á millistykkið þar til það helst tryggilega á sínum stað. Þegar búið er að tengja þetta tvennt og reynt er að fjarlægja millistykkið með afli gæti það skemmst. * Lögun millistykkisins er breytileg eftir landinu eða svæðinu þar sem myndavélin var keypt.
3 Taktu hleðslustraumbreytinn úr sambandi og aftengdu svo USB-snúruna. Útskýringar á hleðsluljósi Staða Lýsing Leiftrar hægt (grænt) Rafhlaðan er í hleðslu. Slökkt Rafhlaðan er ekki í hleðslu. Þegar hleðslu er lokið hættir hleðsluljósið að leiftra í grænum lit og slokknar. Leiftrar hratt (grænt) • Umhverfishitastig hentar ekki til hleðslu. Hlaða skal rafhlöðuna innandyra við hitastig á bilinu 5°C til 35°C. • USB snúran eða hleðslustraumbreytirinn er ekki rétt tengdur eða rafhlaðan er í ólagi.
Undirbúningur 3 Minniskort sett í 1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á straumljósinu og skjánum og opnaðu hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni. • Slökktu á myndavélinni áður en þú opnar hlífina. 2 Settu minniskortið í. Minniskortarauf • Renndu minniskortinu rétt inn þar til það smellur á sinn stað. Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 18 B Minniskortið sett í Ef minniskortið er sett öfugt í eða á hvolfi getur það skemmt myndavélina eða minniskortið.
B Minniskort forsniðið • Þegar minniskort sem notað hefur verið í öðru tæki er sett í fyrsta sinn í myndavélina verður að forsníða það með þessari myndavél. • Öllum gögnum sem geymd eru á minniskorti er varanlega eytt þegar kortið er forsniðið. Gættu þess að flytja mikilvægar myndir yfir í tölvu og vistaðu þær áður en þú forsníður. • Til að forsníða minniskort skal stinga því í myndavélina, ýta á hnappinn d og velja Format card (kort forsniðið) (A99) í uppsetningarvalmyndinni (A98).
Undirbúningur 4 Skjátungumál, dagsetning og klukka stillt Þegar kveikt er á myndavélinni í fyrsta sinn opnast valmynd fyrir tungumál og valmynd fyrir stillingu dagsetningar og tíma fyrir klukku myndavélarinnar. 1 Ýttu á rofann til þess að kveikja á myndavélinni. • Þegar kveikt er á myndavélinni kviknar straumljósið (grænt) og svo kviknar á skjánum (straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
4 Ýttu J eða K til að velja þitt tímabelti og ýttu síðan á hnappinn k. London, Casablanca • Ýttu H til að stilla á sumartíma. Þegar stillt er á sumartíma sést W fyrir ofan kortið. Ýttu I til að stilla af sumartíma. Back 5 Ýttu H eða I til að velja í hvaða röð dagurinn, mánuðurinn og árið birtast og ýttu síðan á hnappinn k eða K. Date format Year/Month/Day Month/Day/Year Day/Month/Year Ýttu H, I, J eða K til að breyta dagsetningarog tímastillingum og ýttu síðan á hnappinn k.
C Skipta um tungumál eða dagsetningar- og tímastillingu • Hægt er að breyta þessum stillingum með því að nota stillingarnar Language (tungumál) og Time zone and date (tímabelti og dagsetning) í z uppsetningarvalmyndinni (A98). • Til að stilla á og af sumartíma í z uppsetningarvalmyndinni velurðu Time zone and date (tímabelti og dagsetning) og svo Time zone (tímabelti). Ýttu fjölvirka valtakkanum K og svo H til að stilla á sumartíma og færa klukkuna fram um eina klukkustund.
23
Skref 1 Kveikt á myndavélinni 1 Ýttu á rofann til þess að kveikja á myndavélinni. • Linsan gengur út og það kviknar á skjánum. 2 Athugaðu stöðu rafhlöðunnar og hversu margar myndir er hægt að taka í viðbót. Rafhlöðuvísir Rafhlöðuvísir Vísir Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 24 Lýsing b Mikil hleðsla á rafhlöðu. B Lítil hleðsla á rafhlöðu. Skipta þarf um eða endurhlaða rafhlöðuna. N Battery exhausted. (rafhlaðan er tóm.) Myndavélin tekur ekki myndir.
Kveikt og slökkt á myndavélinni • Þegar kveikt er á myndavélinni kviknar straumljósið (grænt) og svo kviknar á skjánum (straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum). • Slökkt er á myndavélinni með því að ýta á aflrofann. Þegar slökkt er á myndavélinni slokknar á bæði straumljósinu og skjánum. • Kveikt er á myndavélinni í myndskoðunarstillingu með því að halda inni hnappinum c (fyrir myndskoðun). Linsan lengist ekki.
Skref 2 Tökustilling valin 1 Ýttu á hnappinn A. • Þá birtist valmynd tökustillinga, sem gerir þér kleift að breyta tökustillingu. 2 Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 26 Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja tökustillingu og ýttu svo á hnappinn k. • Stillingin A (sjálfvirk) er notuð í þessu dæmi. • Val á tökustillingu er vistað jafnvel þótt slökkt sé á myndavélinni.
Tökustillingar í boði A Auto mode (sjálfvirk stilling) A38 Notuð við almenna myndatöku. Stillingum má breyta í tökuvalmyndinni (A63) í samræmi við aðstæður og gerð myndarinnar sem á að taka. x Umhverfi A40 Stillingar myndavélarinnar eru lagaðar sjálfkrafa að því umhverfi sem valið er. Í sjálfvirkri umhverfisstillingu velur myndavélin sjálfkrafa bestu umhverfisstillinguna þegar þú rammar inn mynd, sem einfaldar myndatöku með þeirri stillingu sem hentar umhverfinu.
Skref 3 Mynd römmuð inn 1 Haltu myndavélinni stöðugri með báðum höndum. • Haltu fingrum og öðrum hlutum frá linsunni, flassinu, AF-aðstoðarljósinu, hljóðnemanum og hátalaranum. • Snúðu myndavélinni þannig að innbyggða flassið sé ofan við linsuna þegar myndir eru teknar með skammsniði („upp á rönd“). Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 28 2 Rammaðu myndina inn. Tökustillingartákn • Rammaðu myndina inn þannig að myndefnið sé nálægt miðju rammans.
C Notkun þrífótar • Mælt er með að nota þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku við eftirfarandi aðstæður: - Við myndatöku í lítilli birtu eða þegar flassstilling (A54) er stillt á W (Off (slökkt)). - Þegar stilling fyrir meiri aðdrátt er notuð. • Stilltu Vibration reduction (titringsjöfnun) á Off (slökkt) í uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar þú notar þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku.
Skref 4 Fókus stilltur og mynd tekin 1 Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður (A31). • Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður stillir myndavélin fókus og lýsingu (gildi fyrir lokarahraða og ljósop). Fókus og lýsing haldast læst á meðan afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið. Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 30 • Þegar myndefnið er í fókus verður fókussvæðið í miðju rammans grænt. Frekari upplýsingar eru í „AF-svæði“ (A67).
Afsmellarinn Ýtt hálfa leið niður Til að stilla fókus og lýsingu (lokarahraða og ljósopsgildi) skaltu ýta laust á afsmellarann þar til þú finnur svolitla fyrirstöðu. Fókus og lýsing haldast læst á meðan afsmellaranum er haldið niðri hálfa leið. Ýtt alla leið niður Hægt er að smella af og taka mynd, þegar afsmellaranum er haldið hálfa leið niður, með því að ýta honum alla leið niður. Ekki beita afli þegar þú ýtir afsmellaranum niður, því það getur valdið því að myndavélin hristist og myndin verði óskýr.
Skref 5 Myndir skoðaðar 1 Ýttu á hnappinn c (fyrir myndskoðun). c hnappur (fyrir myndskoðun) • Myndavélin fer í myndskoðunarstillingu og síðasta mynd sem var tekin birtist á öllum skjánum. 2 Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 32 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja myndina sem þú vilt birta. Sýna næstu mynd á undan • Ýttu H eða J til að skoða myndina á undan. • Ýttu I eða K til að skoða næstu mynd á eftir.
C Myndir skoðaðar • Myndir kunna að birtast augnablik í lítilli upplausn strax eftir að skipt hefur verið á næstu mynd á undan eða eftir. • Þegar skoðuð er mynd sem tekin var með andlitsgreiningu (A68) eða gæludýrastillingu (A46) er myndinni snúið og hún sjálfkrafa birt á öllum skjánum eftir því hvernig andlitin snúa, nema um sé að ræða myndir sem teknar eru með Continuous (raðmyndataka), BSS (besta mynd valin), Multi-shot 16 (fjölmyndataka) (A63) eða Subject tracking (eltifókus á myndefni) (A63).
Skref 6 Myndum eytt Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun 34 1 Ýttu á hnappinn l til að eyða myndinni sem er á skjánum. 2 Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja viðeigandi aðferð til að eyða og ýttu á hnappinn k. • Current image (opin mynd): Eyða myndinni sem er á skjánum. • Erase selected images (eyða völdum myndum): Velja margar myndir og eyða þeim. Frekari upplýsingar eru í „Notkun skjás til að eyða völdum myndum“ (A35). • All images (allar myndir): Eyða öllum myndum.
Notkun skjás til að eyða völdum myndum 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja mynd sem á að eyða og ýttu svo H til að birta K. Erase selected images • Til að hætta við valið ýtirðu I til að fjarlægja K. • Snúðu aðdráttarrofanum (A3) að g (i) til að skipta aftur yfir í myndskoðun á öllum skjánum eða f (h) til að birta smámyndir. Back 2 Bættu K við allar myndir sem á að eyða og ýttu síðan á hnappinn k til að staðfesta. • Staðfestingargluggi birtist.
36
Tökuaðgerðir Þessi kafli lýsir öllum tökustillingum myndavélarinnar og þeim aðgerðum sem eru í boði þegar sérhver tökustilling er notuð. Hægt er að velja tökustillingu og breyta stillingum í samræmi við aðstæður í myndatöku og gerð myndanna sem á að taka. Tökuaðgerðir A (sjálfvirk) stilling ............................................................. 38 Umhverfisstilling (myndataka í samræmi við umhverfi)... 40 Brellustilling (útliti mynda við myndatöku breytt) ................
A (sjálfvirk) stilling A (sjálfvirk) stilling gagnast í almennri ljósmyndun og gerir þér kleift að breyta ýmsum stillingum í tökuvalmyndinni (A63) sem henta tökuskilyrðum og þeirri gerð mynda sem þú vilt ná hverju sinni. Farðu í tökustillingu M A hnappur (fyrir tökustillingu) M A (sjálfvirk) stilling M k hnappinn • Hægt er að breyta því hvernig myndavélin velur fókussvæði innan rammans með því að breyta stillingunni AF area mode (AF-svæðisstilling) (A63).
Fljótleg áhrif notuð Þegar stillingin A (sjálfvirk) er valin geturðu notað áhrif á myndirnar um leið og búið er að smella af. • Breytta myndin er vistuð sem önnur skrá undir öðru skráarheiti (E92). 1 Ýttu á hnappinn k þegar myndin birtist eftir að hún er tekin í A (sjálfvirkri) stillingu. Quick effects • Þegar þú ýtir á hnappinn d, eða ekkert er gert í myndavélinni í u.þ.b. 5 sekúndur, fer skjárinn aftur í tökustillingu.
Umhverfisstilling (myndataka í samræmi við umhverfi) Stillingar myndavélarinnar eru lagaðar sjálfkrafa að því myndefni sem valið er. Hér að neðan eru þær umhverfisstillingar sem í boði eru. Farðu í tökustillingu M A hnappur (fyrir tökustillingu) M x (annað tákn að ofan*) M K M H, I, J, K M veldu umhverfisstillingu M k hnappinn * Tákn umhverfisstillingarinnar sem var valin síðast birtist.
Birting lýsingar á hverri umhverfisstillingu fyrir sig (hjálparskjár) Veldu umhverfisstillingu á skjánum og snúðu aðdráttarrofanum (A3) að g (j) til að sjá lýsingu á umhverfisstillingunni. Snúðu aðdráttarrofanum að g (j) til þess að fara aftur í upprunalegu valmyndina.
c Landscape (landslag) • Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður verða fókussvæðin eða fókusvísirinn (A8) alltaf græn. d Sports (íþróttir) • Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum. • Myndavélin stillir fókusinn stöðugt, jafnvel þegar afsmellaranum er ekki ýtt hálfa leið niður. Það kann að heyrast í myndavélinni þegar hún stillir fókus. • Haltu afsmellaranum niðri til þess að taka margar myndir í röð. Allt að 6 myndir eru teknar með u.þ.b.
Z Beach (strönd) • Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum. z Snow (snjór) • Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum. h Sunset (sólsetur) O • Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum. i Dusk/dawn (ljósaskipti/dögun) O • Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður verða fókussvæðin eða fókusvísirinn (A8) alltaf græn.
k Close-up (nærmynd) • Makróstilling (A57) er virk og myndavélin eykur aðdráttinn sjálfkrafa í nálægustu stöðuna þar sem hún getur stillt fókus. • Þú getur fært fókussvæðið. Til að færa fókussvæðið skaltu ýta á hnappinn k og ýta svo fjölvirka valtakkanum H, I, J eða K. Til að breyta stillingum fyrir einhverja af eftirfarandi aðgerðum skal fyrst ýta á hnappinn k til að hætta við val á fókussvæði og breyta síðan stillingum eins og við á.
l Museum (safn) • Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum. • Myndavélin tekur allt að tíu myndir í röð þegar afsmellaranum er haldið alveg niðri og skýrasta myndin í röðinni er sjálfkrafa valin og vistuð (BSS, besta mynd valin). • Flassið lýsir ekki. m Fireworks show (flugeldar) O • Myndavélin stillir fókusinn á óendanleika. • Fókusvísirinn (A8) er alltaf grænn þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður. • Lokarahraðinn er stilltur á 4 sekúndur.
O Pet portrait (gæludýramynd) • Þegar myndavélinni er beint að hundi eða ketti greinir myndavélin trýni gæludýrsins og stillir fókusinn á það. Í sjálfgefinni stillingu er sjálfkrafa smellt af þegar fókus hefur verið stilltur (sjálftakari fyrir gæludýramyndir). • Á skjánum sem opnast þegar O Pet portrait (gæludýramynd) er valið skaltu velja Single (stök mynd) eða Continuous (raðmyndataka). - Single (stök mynd): Myndavélin tekur eina mynd í einu.
Brellustilling (útliti mynda við myndatöku breytt) Hægt er að velja myndbreytingar fyrir myndir í töku. Farðu í tökustillingu M A hnappur (fyrir tökustillingu) M D (þriðja tákn að ofan*) M K M H, I, J, K M veldu áhrif M k hnappinn * Táknið fyrir síðustu áhrif sem voru valin er birt. Eftirfarandi 12 áhrif hér að neðan eru í boði. Flokkur Lýsing Mýkir mynd með því að gera alla myndina eilítið óskýra.
Flokkur Lýsing n Toy camera effect 2 (leikfangamyndavél 2) Dregur úr litamettun á allri myndinni og dekkir jaðra hennar. o Cross process (krossferli) Gefur myndinni dulúðugt yfirbragð út frá tilteknum lit. • Myndavélin stillir fókus á svæðið í miðjum rammanum. • Þegar Selective color (afmarkað litasvæði) eða Cross process (krossferli) er valið skal ýta fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja þann lit sem óskað er eftir af sleðanum.
Stilling fyrir snjallandlitsmyndir (myndir teknar af brosandi andlitum) Þegar myndavélin greinir brosandi andlit er hægt að taka mynd sjálfkrafa án þess að ýta á afsmellarann (brosstilling). Auk þess mýkir aðgerðin mýking húðar húðblæinn á andlitum. Farðu í tökustillingu M A hnappur (fyrir tökustillingu) M F Smart portrait (snjallandlitsmynd) M k hnappinn 1 Rammaðu myndina inn. • Beindu myndavélinni að andliti. Frekari upplýsingar eru í „Andlitsgreining“ (A68).
C Slökkt sjálfkrafa í brosstillingu Þegar Smile timer (brosstilling) er stillt á On (kveikt) er sjálfvirk slokknun (A99) valin og þá slekkur myndavélin á sér við aðrar hvorar af neðangreindum aðstæðum og engin önnur aðgerð er valin. • Myndavélin greinir engin andlit. • Myndavélin greinir andlit en finnur ekki bros. C Sjálftakaraljós Sjálftakaraljósið leiftrar þegar stillt er á brosstillingu og myndavélin greinir andlit og það leiftrar hratt strax eftir að smellt er af.
Mýking húðar notuð Þegar smellt er af þegar ein eftirtalinna tökustillinga er notuð greinir myndavélin allt að þrjú mannsandlit og vinnur úr myndinni þannig að húðlitur andlitanna virðist mýkri.
Eiginleikar sem hægt er að stilla með fjölvirka valtakkanum Hægt er að stilla eftirfarandi eiginleika fyrir myndatöku með því að ýta fjölvirka valtakkanum H, I, J eða K meðan á myndatöku stendur. m (flassstilling) n (sjálftakari), sjálftakari fyrir gæludýramyndir p (makróstilling) o (leiðrétting á lýsingu) Tiltækar aðgerðir hverrar tökustillingar fyrir sig Aðgerðirnar sem hægt er að stilla fara eftir tökustillingunni, eins og sýnt er hér á eftir.
Notkun á flassi (flassstillingar) Hægt er að laga flassstillinguna að aðstæðum á tökustað. 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum H (m flassstilling). 2 Ýttu H eða I til að velja flassstillingu og ýttu svo á hnappinn k. Auto • Frekari upplýsingar eru í „Flassstillingar í boði“ (A54). • Ef stilling er ekki valin með því að ýta á hnappinn k innan nokkurra sekúndna er hætt við valið. • Þegar U (Auto (sjálfvirkt)) er notað birtist D aðeins í nokkrar sekúndur óháð Monitor settings (skjástillingar) (A98).
Flassstillingar í boði U Auto (sjálfvirkt) Flassið hleypir sjálfkrafa af þegar birta er lítil. V Auto with red-eye reduction (sjálfvirkt og rauð augu lagfærð) W Off (slökkt) Dregur úr rauðum augum sem flassið veldur. Flassið leiftrar ekki, jafnvel þótt birta sé lítil. • Mælt er með að nota þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku í lítilli birtu. X Fill flash (fylliflass) Flassið lýsir þegar mynd er tekin. Notað til að „fylla upp í“ (lýsa upp) skugga og baklýst myndefni.
Sjálftakarinn notaður Myndavélin er með sjálftakara sem smellir af tíu sekúndum eða tveimur sekúndum eftir að ýtt er á afsmellarann. Sjálftakarinn kemur sér vel þegar þú vilt sjálf(ur) vera á myndinni eða minnka hristingsáhrif í myndavélinni, sem geta komið fram þegar ýtt er á afsmellarann. Æskilegt er að nota þrífót þegar sjálftakarinn er notaður.
4 Ýttu afsmellaranum alla leið niður. • Sjálftakarinn fer í gang og sekúndufjöldinn sem eftir er þar til lokarinn lokast birtist á skjánum. Sjálftakaraljósið leiftrar á meðan sjálftakarinn telur niður. Ljósið hættir að leiftra u.þ.b. einni sekúndu áður en myndin er tekin og logar stöðugt. • Þegar smellt er af er sjálftakarinn stilltur á OFF. • Ef þú vilt stöðva sjálftakarann áður en myndin er tekin skaltu ýta aftur á afsmellarann.
Makróstilling notuð Í makróstillingu getur myndavélin stillt fókus á hluti sem eru aðeins um 5 cm frá framhlið linsunnar. Þessi aðgerð er gagnleg þegar teknar eru nærmyndir af blómum og öðru smágerðu myndefni. 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum I (p makróstilling). 2 Ýttu H eða I til að velja ON og ýttu á hnappinn k. Macro mode • Tákn makróstillingar (F) er sýnt. • Ef stillingin er ekki valin með því að ýta á k innan nokkurra sekúndna er hætt við valið.
B Varðandi notkun á flassi Ekki er víst að flassið nái að lýsa upp allt myndefnið þegar fjarlægðin er minni en 50 cm. C Sjálfvirkur fókus Þegar makróstilling er notuð í stillingunni A (sjálfvirk) er hægt að stilla fókus án þess að ýta afsmellaranum hálfa leið með því að stilla Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) (A63) í tökuvalmyndinni (A63) á Full-time AF (sífellt stilltur AF). Í öðrum stillingum er kveikt sjálfkrafa á Full-time AF (sífellt stilltur AF) þegar makróstilling er notuð.
Birtustig stillt (leiðrétting á lýsingu) Hægt er að breyta birtustigi allrar myndarinnar. 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum K (o leiðrétting á lýsingu). 2 Ýttu H eða I til að velja leiðréttingargildi. Exposure compensation • Til að gera myndina bjartari skal nota jákvæða (+) leiðréttingu á lýsingu. • Til að gera myndina dekkri skal nota neikvæða (–) leiðréttingu á lýsingu. 3 • Ef þú ýtir ekki á hnappinn k innan nokkurra sekúndna er stillingin notuð og valmyndin hverfur.
Sjálfgefnar stillingar Sjálfgefnum stillingum fyrir hverja aðgerð í hverri tökustillingu er lýst hér að neðan.
Flass (A53) 1 2 3 4 6 7 Macro mode (makróstilling) (A57) Exposure compensation (leiðrétting á lýsingu) (A59) l (A45) W3 Slökkt Slökkt 0,0 m (A45) W3 Slökkt3 Slökkt3 0,03 n (A45) W Slökkt Slökkt 0,0 o (A45) X3 Slökkt Slökkt3 0,0 U (A45) W Slökkt Slökkt 0,0 O (A46) W3 Y7 Slökkt 0,0 Virkar ekki þegar Blink proof (blikkprófun) er stillt á On (kveikt). Er hægt að stilla þegar Smile timer (brosstilling) er stillt á Off (slökkt). Það er ekki hægt að breyta þessari stillingu.
Eiginleikar sem hægt er að stilla með hnappinum d (tökuvalmynd) Þegar myndir eru teknar í tökustillingu er hægt að velja valkosti sem taldir eru upp hér fyrir neðan með því að ýta á hnappinn d. Image mode White balance Continuous ISO sensitivity 8m 0s Color options 710 AF area mode Autofocus mode Breytanlegar stillingar fara eftir tökustillingunni, eins og sýnt er hér á eftir.
Valkostir í tökuvalmynd Hægt er að breyta eftirfarandi atriðum í tökuvalmyndinni. Valkostur Lýsing A Gerir þér kleift að velja samsetningu myndastærðar og myndgæða þegar myndir eru vistaðar. Sjálfgefin stilling er x 5152×3864. E32 White balance (hvítjöfnun) Gerir þér kleift að breyta hvítjöfnun svo að hún hæfi ljósgjafanum, þannig að litir á mynd birtist eins og þeir sjást með berum augum.
Valkostur Lýsing Gerir þér kleift að kveikja eða slökkva á aðgerð fyrir fljótleg áhrif (A39). Sjálfgefin stilling er On (kveikt). E47 Skin softening (mýking húðar) Gerir þér kleift að velja hversu mikla mýkingu húðar þú vilt nota. Þegar önnur stilling en Off (slökkt) er valin mýkir myndavélin húðblæ í andliti með því að nota aðgerð fyrir mýkingu húðar. Sjálfgefin stilling er Normal (venjulegt).
Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis Sumar aðgerðir er ekki hægt að nota með öðrum valmyndaratriðum. Takmörkuð aðgerð Stilling Lýsing Þegar Continuous (raðmyndataka), BSS (besta mynd valin) eða Multi-shot 16 (fjölmyndataka) er valin er slökkt á flassinu. Blink proof (blikkprófun) (A64) Þegar Blink proof (blikkprófun) er stillt á On (kveikt) er slökkt á flassinu. AF area mode (AF-svæðisstilling) (A63) Þegar Subject tracking (eltifókus á myndefni) er valinn er slökkt á sjálftakaranum.
Takmörkuð aðgerð Lýsing Digital zoom (stafrænn aðdráttur) (A98) Þegar stafrænn aðdráttur er notaður er fókussvæðið læst á Center (miðja). Quick effects (fljótleg áhrif) Continuous (raðmyndataka) (A63) Ekki er hægt að nota Quick effects (fljótleg áhrif) á myndir strax eftir að þær eru teknar í raðmyndatöku. Monitor settings (skjástillingar) Quick effects (fljótleg áhrif) (A64) Þegar Quick effects (fljótleg áhrif) er stillt á On (kveikt) er Image review (myndbirting) læst á On (kveikt).
Fókus Þessi myndavél notar sjálfvirkan fókus til að stilla fókus sjálfkrafa við myndatöku. Fókussvæðið ræðst af tökustillingunni. Hér útskýrum við hvernig nota á fókussvæði og fókuslæsingu. AF-svæði Í stillingunni A (sjálfvirk) eða þegar Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling) er notuð stillir myndavélin fókus eins og lýst er hér að neðan þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður. • Ef myndavélin greinir andlit birtist utan um það tvöfaldi ramminn sem gefur til kynna virka fókussvæðið.
Andlitsgreining Ef myndavélinni er beint að andliti í tökustillingunum sem fram koma hér að neðan greinir myndavélin andlitið sjálfkrafa og stillir fókus á það. Þegar myndavélin greinir fleiri en eitt andlit birtist tvöfaldur rammi (fókussvæði) utan um andlitið sem fókus er stilltur á og einfaldir rammar utan um hin.
• Þegar A (sjálfvirk) stilling er notuð, afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður og engin andlit finnast eða mynd er römmuð inn með engu andliti velur myndavélin fókussvæðið (allt að níu svæði) með myndefninu sem næst er myndavélinni. • Þegar Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling) er valin er fókussvæðið breytilegt eftir því hvaða umhverfisstillingu myndavélin velur.
Fókuslæsing Notaðu fókuslæsingu til að stilla fókus á myndefni sem er ekki í miðjunni þegar miðjan er valin fyrir AF-svæðisstillingu. Til að stilla fókus á myndefni sem ekki er fyrir miðju þegar Center (miðja) er valið fyrir AF area mode (AF-svæðisstilling) í tökuvalmyndinni (A63) í A (sjálfvirkri) stillingu skal nota fókuslæsingu eins og lýst er hér að neðan. 1 2 Staðsettu myndefnið fyrir miðju í rammanum. Ýttu afsmellaranum hálfa leið niður.
B Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki Hugsanlega virkar sjálfvirkur fókus ekki eins og vonast er eftir við eftirfarandi kringumstæður. Í undantekningartilvikum getur myndefnið verið úr fókus þrátt fyrir að fókussvæðið eða fókusvísirinn sé grænn: • Myndefni er mjög dökkt • Hlutir með mjög ólíku birtustigi eru innan rammans (t.d. sólin á bak við myndefnið sem gerir myndefnið mjög dökkt) • Enginn munur er á birtuskilum myndefnis og umhverfis (t.d.
72
Myndskoðunaraðgerðir Í þessum kafla er því lýst hvernig velja má ákveðnar tegundir mynda til að skoða, auk nokkurra eiginleika sem boðið er upp á í myndskoðun. Uppsetning ViewNX 2 ............................................................................................................. 82 Myndir fluttar í tölvu ................................................................................................................ 85 Myndir skoðaðar................................................................
Aðdráttur í myndskoðun Þegar aðdráttarrofanum er snúið á g (i) á meðan mynd birtist á öllum skjánum (A32) er aðdrátturinn aukinn með miðju myndarinnar á skjánum. Leiðbeiningar fyrir svæðið sem birtist g (i) 15 / 05 / 2013 15:30 0004. JPG 4/ Mynd birtist á öllum skjánum Myndskoðunaraðgerðir 74 4 f (h) 3.0 Aukinn aðdráttur á mynd • Hægt er að breyta aðdráttarhlutfallinu með því að snúa aðdráttarrofanum að f (h)/g (i). Hægt er að auka aðdráttinn allt að 10×.
Smámyndir/dagatal Snúðu aðdráttarrofanum að f (h) í myndskoðun á öllum skjánum (A32) til að birta myndir sem smámyndir. f (h) 15 / 05 / 2013 15:30 0004.
Myndir af vissri gerð valdar til myndskoðunar Hægt er að breyta myndskoðunarstillingunni eftir því hvers konar myndir á að skoða. Myndskoðunarstillingar í boði G Spila A32 Skoða allar myndir. Þegar skipt er úr tökustillingu í myndskoðunarstillingu er þessi stilling valin. h Favorite pictures (eftirlætismyndir) E5 Skoða eingöngu myndir sem bætt hefur verið við albúm. Ekki er hægt að bæta myndum við albúm áður en þessi stilling er valin (A79).
Skipt á milli myndskoðunarstillinga 1 Ýttu á hnappinn c í myndskoðun á öllum skjánum eða í myndskoðun með smámyndum. • Skjárinn sem notaður er til að velja myndskoðunarstillingu (valmynd myndskoðunarstillingar) opnast. 2 Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja stillingu og ýttu á hnappinn k. Auto sort • Ef G Play (spila) er valið birtist myndskoðunarskjárinn. • Þegar annar valkostur en G Play (spila) er valinn birtist valskjárinn fyrir myndaalbúmið, flokkinn eða tökudaginn.
Eiginleikar sem hægt er að stilla með hnappinum d (valmynd myndskoðunar) Í myndskoðun á öllum skjánum eða myndskoðun með smámyndum er hægt að grunnstilla valmyndaraðgerðirnar sem taldar eru upp hér að neðan með því að ýta á hnappinn d. Þegar stilling fyrir eftirlætismyndir (h), sjálfvirka flokkun (F) eða dagsetningalista (C) er notuð birtist valmyndin fyrir núverandi myndskoðunarstillingu. Lýsing Einföld leið til að búa til lagfærð afrit þar sem birtuskil og litamettun hafa verið aukin.
Valkostur 1 2 3 Lýsing A Favorite pictures (eftirlætismyndir) Til að setja myndir í myndaalbúm. Þessi valkostur birtist ekki í stillingu fyrir eftirlætismyndir. E5 Remove from favorites (fjarlægja úr eftirlæti) Gerir þér kleift að fjarlægja myndir úr myndaalbúmi. Þessi valkostur birtist eingöngu í stillingu fyrir eftirlætismyndir. E7 Valinni mynd er breytt og afritið er vistað undir öðru skráarheiti. Ekki er hægt að breyta hreyfimyndum (E12).
Myndavélin tengd við sjónvarp, tölvu eða prentara Þú getur aukið ánægjuna af myndum og kvikmyndum með því að tengja myndavélina við sjónvarp, tölvu eða prentara. • Áður en myndavélin er tengd við annað tæki skaltu ganga úr skugga um að nægileg hleðsla sé á rafhlöðunni og að slökkt sé á myndavélinni. Upplýsingar um tengiaðferðir og næstu aðgerðir eru í fylgiskjölunum sem fylgja tækinu og þessu skjali. Hvernig opna á hlíf yfir tengi USB/AV-úttakstengi Myndskoðunaraðgerðir 80 Stingdu tenginu beint inn.
Myndir skoðaðar í sjónvarpi E22 Hægt er að skoða ljósmyndir og kvikmyndir sem voru teknar með myndavélinni í sjónvarpi. Tengiaðferð: Tengdu mynd- og hljóðtengi AV-snúrunnar EG-CP14 (seld sérstaklega) við inntakstengin á sjónvarpinu. Myndir skoðaðar og unnið með þær í tölvu A82 Ef þú flytur myndir yfir í tölvu geturðu gert einfaldar lagfæringar og unnið með myndupplýsingar auk þess að skoða myndir og kvikmyndir.
Notkun ViewNX 2 ViewNX 2 er hugbúnaðarpakki sem gerir þér kleift að flytja, skoða, breyta og deila myndum með öðrum. Settu ViewNX 2 upp með ViewNX 2 geisladiskinum sem fylgir. Tækjakassi fyrir myndir ViewNX 2™ Uppsetning ViewNX 2 • Internettenging er nauðsynleg. Myndskoðunaraðgerðir 82 Samhæf stýrikerfi Windows Windows 8, Windows 7, Windows Vista, Windows XP Macintosh Mac OS X 10.6, 10.7, 10.8 Finna má nýjustu upplýsingar um kerfiskröfur, þar á meðal samhæfi við stýrikerfi, á vefsvæði Nikon.
1 Ræstu tölvuna og settu ViewNX 2 geisladiskinn í geisladrifið. • Windows: Ef leiðbeiningar um notkun geisladisksins birtast í glugganum skaltu fylgja þeim til að halda áfram í uppsetningargluggann. • Mac OS: Þegar glugginn ViewNX 2 opnast skaltu tvísmella á táknið Welcome. 2 Veldu tungumál í valmyndarglugga tungumála til að opna uppsetningargluggann.
5 Þegar skjámyndin sýnir að uppsetningu er lokið skaltu loka uppsetningarforritinu. • Windows: Smelltu á Yes (já). • Mac OS: Smelltu á OK (í lagi).
Myndir fluttar í tölvu 1 Veldu hvernig á að afrita myndir í tölvu. Veldu eina af eftirtöldum aðferðum: • Bein USB-tenging: Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að minniskortið sé í myndavélinni. Tengdu myndavélina við tölvuna með meðfylgjandi USB-snúru. Myndavélin kveikir sjálfkrafa á sér. Til að flytja myndir sem eru vistaðar í innra minni myndavélarinnar skal taka minniskortið úr myndavélinni áður en hún er tengd við tölvuna.
Ef skjárinn birtir skilaboð um að velja forrit skaltu velja Nikon Transfer 2. • Í Windows 7 Fylgdu skrefunum hér að neðan til að velja Nikon Transfer 2 ef glugginn hér til hægri opnast. 1 Í Import pictures and videos (flytja inn myndir og kvikmyndir) smellirðu á Change program (skipta um forrit). Veldu Import File using Nikon Transfer 2 (flytja inn skrá með Nikon Transfer 2) og smelltu á OK (í lagi) þegar valgluggi fyrir forrit opnast. 2 Tvísmelltu á Import File (flytja inn skrá).
2 Færðu myndir yfir í tölvuna. • Gakktu úr skugga um að heiti tengdu myndavélarinnar eða lausa disksins birtist sem „Source (uppruni)“ á titilstikunni „Options (valkostir)“ í Nikon Transfer 2 (1). • Smelltu á Start Transfer (hefja flutning) (2). 1 2 • Í sjálfgefinni stillingu verða allar myndirnar á minniskortinu afritaðar beint í tölvuna. 3 Rjúfðu tenginguna. Myndskoðunaraðgerðir • Ef myndavélin er tengd við tölvuna skaltu slökkva á myndavélinni og taka USB-snúruna úr sambandi.
Myndir skoðaðar Ræstu ViewNX 2. • Myndirnar eru birtar í ViewNX 2 þegar flutningnum lýkur. • Upplýsingar um notkun ViewNX 2 eru á netinu. Myndskoðunaraðgerðir C 88 ViewNX 2 ræst handvirkt • Windows: Tvísmelltu á flýtileiðina ViewNX 2 á skjáborðinu. • Mac OS: Smelltu á táknið ViewNX 2 í Dock (kví).
Upptaka og spilun kvikmynda Upptaka og spilun kvikmynda Til að taka upp kvikmyndir þarf aðeins að ýta á hnappinn b (e fyrir upptöku). 8m 0s 710 15s Kvikmyndir teknar upp ........................................................ 90 Eiginleikar sem hægt er að stilla með d hnappinum (kvikmyndavalmynd) ......................................................................................................................................................... 94 Spilun kvikmynda ..................................
Kvikmyndir teknar upp Til að taka upp kvikmyndir þarf aðeins að ýta á hnappinn b (e fyrir upptöku). Stillingar fyrir ljósmyndir, svo sem litblær og hvítjöfnun, eru notaðar við töku á kvikmyndum. • Hámarksstærð einnar kvikmyndar er 2 GB og hámarkslengd er 29 mínútur, jafnvel þótt nægt minni sé til staðar fyrir lengri upptöku á minniskorti (E64). • Þegar ekkert minniskort er í myndavélinni (innra minnið notað) er Movie options (valkostir kvikmynda) (A94, E63) sjálfkrafa stillt á g 480/30p.
Ýttu aftur á hnappinn b (e fyrir upptöku) til að ljúka upptöku. B Varðandi vistun ljósmynda og kvikmynda Vísirinn sem sýnir fjölda mynda sem hægt er að taka eða vísirinn sem sýnir hámarkslengd kvikmyndar leiftrar þegar verið er að vista ljósmyndir og kvikmyndir. Ekki opna hlífina yfir rafhlöðuhólfinu/ minniskortaraufinni eða taka rafhlöðuna eða minniskortið úr vélinni á meðan vísir leiftrar. Það getur valdið því að gögn tapast, eða leitt til skemmda á myndavélinni eða minniskortinu.
B Varðandi sjálfvirkan fókus við upptöku kvikmynda Þegar myndefni hentar ekki sjálfvirkum fókus (A71) getur myndavélin hugsanlega ekki stillt fókus á myndefnið. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan ef þú ert að reyna að ná slíkri gerð myndefnis fyrir hreyfimyndir. 1. Stilltu Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) í kvikmyndavalmyndinni á A Single AF (stakur AF) (sjálfvalin stilling) áður en kvikmyndataka hefst. 2.
C Tiltækar aðgerðir fyrir upptöku kvikmynda Upptaka og spilun kvikmynda • Stillingar fyrir leiðréttingu á lýsingu, hvítjöfnun og litavalkosti fyrir núverandi tökustillingu eru einnig notaðar í upptöku kvikmynda. Litatónn sem fæst með því að nota umhverfisstillingu (A40) eða brellustillingu (A47) er einnig notaður á kvikmyndir. Þegar makróstilling er virk er hægt að taka upp kvikmyndir af myndefni sem er nálægt myndavélinni. Staðfestu stillingar áður en kvikmynd er tekin upp.
Eiginleikar sem hægt er að stilla með d hnappinum (kvikmyndavalmynd) Farðu í tökustillingu M d hnappinn M D-valmyndartákn M k hnappinn Hægt er að breyta stillingum eftirfarandi valmyndaratriða. Movie options Autofocus mode Wind noise reduction Upptaka og spilun kvikmynda 94 Valkostur Lýsing A Movie options (valkostir kvikmynda) Veldu gerð kvikmyndar. Tiltækar stillingar eru f 720/30p (sjálfgefin stilling), g 480/30p og u 240/30p.
Spilun kvikmynda Ýttu á hnappinn c (fyrir myndskoðun) til að fara í myndskoðunarstillingu. Kvikmyndir eru auðkenndar með tákninu fyrir valkosti kvikmynda (A94). Ýtt er á hnappinn k til að spila kvikmynd. 15 / 05 / 2013 15:30 0010. AVI 20s Kvikmyndum eytt Til að eyða kvikmynd skaltu velja kvikmyndina í myndskoðun á öllum skjánum (A32) eða myndskoðun með smámyndum (A75) og ýta á hnappinn l (A34).
Notkun á meðan kvikmynd er spiluð Spilunarstjórnhnappar birtast efst á skjánum. Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja aðgerð. Aðgerðirnar sem lýst er hér að neðan eru í boði. Aðgerð Tákn Hlé Lýsing Spóla til baka A Haltu k hnappinum niðri til að spóla kvikmynd til baka. Spóla áfram B Haltu k hnappinum niðri til að spóla kvikmynd áfram. 4s Upptaka og spilun kvikmynda Ýttu á k til að gera hlé á spilun.
Grunnuppsetning myndavélarinnar Welcome screen Time zone and date Monitor settings Print date 8m 0s 710 Vibration reduction Motion detection AF assist Grunnuppsetning myndavélarinnar Í þessum kafla er lýst ýmsum stillingum sem er hægt að breyta í uppsetningarvalmynd z.
Eiginleikar sem hægt er að stilla með d hnappinum (uppsetningarvalmynd) Ýttu á hnappinn d M valmyndartáknið z (uppsetning) M k hnappinn Hægt er að breyta stillingum eftirfarandi valmyndaratriða. Welcome screen Time zone and date Monitor settings Print date Vibration reduction Motion detection Grunnuppsetning myndavélarinnar 98 AF assist Valkostur Lýsing A Welcome screen (kveðjuskjár) Gerir þér kleift að velja hvort kveðjuskjárinn birtist þegar kveikt er á myndavélinni eða ekki.
Valkostur Lýsing A Gerir þér kleift að stilla hljóðstillingar. E78 Auto off (sjálfvirk slokknun) Til að stilla tímann sem líður áður en skjárinn slekkur á sér til að spara rafmagn. E79 Format memory (minni forsniðið)/ Format card (kort forsniðið) Gerir þér kleift að forsníða innra minnið eða minniskortið. E80 Language (tungumál) Hægt er að breyta skjátungumáli myndavélarinnar. E81 Video mode (kerfi) Breyttu kerfisstillingum fyrir tengingu við sjónvarp. Veldu á milli NTSC og PAL.
100
E Uppflettikafli Í uppflettikaflanum er að finna ítarlegar upplýsingar og ábendingar um notkun myndavélarinnar. Myndataka Aðstoð í víðmyndatöku notuð ........................................................................................ E2 Myndskoðun Stilling fyrir eftirlætismyndir ............................................................................................ E5 Stilling fyrir sjálfvirka flokkun ..........................................................................................
Aðstoð í víðmyndatöku notuð Notaðu þrífót til þess að ná sem bestum árangri. Stilltu Vibration reduction (titringsjöfnun) á Off (slökkt) í uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar þú notar þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku. Farðu í tökustillingu M A hnappur (fyrir tökustillingu) M x (annað tákn að ofan*) M K M H, I, J, K M U (Panorama assist (aðstoð í víðmyndatöku)) M k hnappinn * Tákn umhverfisstillingarinnar sem var valin síðast birtist.
3 Taktu næstu mynd. • Rammaðu næstu mynd þannig inn að þriðjungur rammans skarist á við fyrstu myndina og ýttu á afsmellarann. • Endurtaktu þetta ferli þangað til teknar hafa verið nægilega margar myndir til þess að geta lokið við víðmyndina. 4 8m 0s End 709 Ýttu á hnappinn k þegar myndatöku er lokið. • Myndavélin fer aftur í skref 1.
C Vísirinn R Í umhverfisstillingunni Panorama assist (aðstoð í víðmyndatöku) er lýsing, hvítjöfnun og fókus fyrir allar myndir í víðmynd festur á gildin fyrir fyrstu myndina í hverri myndaröð. Þegar fyrsta myndin er tekin birtist R til að gefa til kynna að lýsing, hvítjöfnun og fókus séu læst. 8m 0s End C 709 Gerð víðmynda með Panorama Maker • Færðu myndirnar yfir í tölvu (A85) og notaðu Panorama Maker til að skeyta þeim saman í eina víðmynd.
Stilling fyrir eftirlætismyndir Þú getur flokkað myndirnar þínar (ekki í boði fyrir kvikmyndir) í níu albúm og bætt þeim við sem eftirlætismyndum (myndir sem er bætt við eru ekki afritaðar eða færðar). Þegar myndunum hefur verið bætt við er hægt að velja að skoða eingöngu þær myndir með því að velja stillingu fyrir eftirlætismyndir. • Með því að flokka albúm eftir þemum eða tegund myndefnis verður einfaldara að finna tilteknar myndir. • Hægt er að setja sömu myndina í mörg myndaalbúm.
2 Veldu albúm með fjölvirka valtakkanum og ýttu á hnappinn k. Favorite pictures • Völdum myndum er bætt við og myndavélin skiptir yfir í valmynd myndskoðunar. • Til að bæta sömu myndinni við mörg myndaalbúm skaltu endurtaka leiðbeiningarnar frá skrefi 1.
Myndir fjarlægðar úr albúmum Farðu í stillinguna h Favorite pictures (eftirlætismyndir) M veldu myndaalbúmið sem inniheldur myndina sem þú vilt fjarlægja M k hnappinn M d hnappinn M Remove from favorites (fjarlægja úr eftirlæti) M k hnappinn 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja mynd og ýttu H til að fela L. • Hægt er að fela L táknin fyrir fleiri en eina mynd í einu. Ýttu á I til þess að birta táknin á ný.
Táknum sem tengjast albúmum breytt Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M c hnappinn M h Favorite pictures (eftirlætismyndir) M k hnappinn 1 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja myndaalbúm og ýttu svo á hnappinn d. 2 Ýttu J eða K til að velja lit táknsins og ýttu á hnappinn k. Choose icon Back 3 Ýttu H, I, J eða K til að velja tákn og ýttu svo á hnappinn k. Choose icon • Táknið breytist og skjárinn fer aftur í lista yfir myndaalbúm.
Stilling fyrir sjálfvirka flokkun Myndir eru sjálfkrafa settar í flokka, svo sem andlitsmyndir, landslagsmyndir og kvikmyndir. Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M c hnappinn M F Auto sort (sjálfvirk flokkun) M k hnappinn Veldu flokk með fjölvirka valtakkanum og ýttu svo á hnappinn k til að skoða myndirnar í þeim flokki. • Eftirfarandi aðgerð er í boði þegar valmynd flokka er opin. - l hnappur: Eyðir öllum myndum í völdum flokki.
Flokkur Lýsing D Close-ups (nærmyndir) Myndir teknar í stillingunni A (sjálfvirk) með makróstillingu (A57). Myndir teknar í umhverfisstillingunni Close-up (nærmynd)* (A40). O Pet portrait (gæludýramynd) Myndir teknar í umhverfisstillingunni Pet portrait (gæludýramynd) (A40). D Movie (kvikmynd) Kvikmyndir (A90). X Retouched copies (lagfærð afrit) Afrit sem búin eru til með breytingaraðgerðum (E12).
Dagsetningalisti Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M c hnappinn M C List by date (dagsetningalisti) M k hnappinn Veldu dagsetningu með fjölvirka valtakkanum og ýttu svo á List by date hnappinn k til að skoða myndir sem teknar voru á tilteknum degi. • Þá birtist fyrsta myndin sem tekin var þennan tiltekna dag. • Eftirfarandi aðgerðir eru í boði þegar valmyndin fyrir tökudag er opin.
Myndum breytt (ljósmyndir) Breytingaraðgerðir Notaðu COOLPIX S3500 til þess að breyta myndum í myndavélinni og geyma þær sem aðskildar skrár (E92). Breytingaraðgerðir sem lýst er hér að neðan eru tiltækar. Breyting Lýsing Quick effects (fljótleg áhrif) (E14) Notaðu fjölbreytt áhrif á myndir. Quick retouch (fljótleg lagfæring) (E16) Einföld leið til að búa til lagfærð afrit þar sem birtuskil og litamettun hafa verið aukin.
C Takmarkanir á myndvinnslu Athuga skal eftirfarandi takmarkanir þegar breyttu afriti er breytt enn frekar með öðrum breytingaraðgerðum. Breytingaraðgerðir notaðar Breytingaraðgerðir til að nota Quick effects (fljótleg áhrif) Quick retouch (fljótleg lagfæring) D-Lighting Hægt er að nota aðgerðir fyrir fegrunarlagfæringu, litlar myndir og skurð. Glamour retouch (fegrunarlagfæring) Hægt er að nota allar breytingaraðgerðir nema fegrun.
Quick Effects (fljótleg áhrif) Veldu eina af 30 brellum sem taldar eru upp hér að neðan. Hægt er að forskoða áhrifin sem þessir valkostir hafa á skjánum sem birtist í skrefi 2 (E14). Áhrif Lýsing Pop (popp) og Super vivid (mjög líflegt) Bætir aðallega við litamettunina.
3 Veldu Yes (já) og ýttu á hnappinn k. • Nýtt og breytt afrit er búið til. • Afrit sem búin eru til með fljótlegum áhrifum þekkjast á tákninu V í myndskoðun (A10).
Quick Retouch (fljótleg lagfæring): Birtuskil og litamettun aukin Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M veldu mynd M d hnappinn M Quick retouch (fljótleg lagfæring) M k hnappinn Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja hversu mikið á að breyta og ýttu svo á hnappinn k. Quick retouch • Frumritið birtist vinstra megin og breytta útgáfan hægra megin. • Til að loka án þess að vista afritið ýtirðu J. • Afrit sem búin eru til með fljótlegri lagfæringu þekkjast á tákninu s í myndskoðun (A10).
Glamour Retouch (fegrunarlagfæring): Mannsandlit lagfærð með átta áhrifum Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M veldu mynd M d hnappinn M Glamour retouch (fegrunarlagfæring) M k hnappinn 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum H, I, J eða K til að velja andlitið sem þú vilt lagfæra og ýttu svo á hnappinn k. Subject selection • Ef aðeins eitt andlit greinist skaltu fara áfram í skref 2. Back 2 Ýttu J eða K til að velja áhrifin, ýttu H eða I til að velja styrkleika áhrifanna og ýttu svo á hnappinn k.
4 Veldu Yes (já) og ýttu á hnappinn k. • Nýtt og breytt afrit er búið til. • Afrit sem búin hafa verið til með fegrunarlagfæringu þekkjast á tákninu u í myndskoðunarstillingu (A10). Save OK? Yes No Uppflettikafli B • • • • Varðandi fegrunarlagfæringu Aðeins er hægt að breyta einu andliti á hverri mynd með fegrunarlagfæringunni. Gæði fegrunarlagfæringar geta farið eftir því hvernig andlit snúa og birtu á andlitum á myndinni.
Small Picture (lítil mynd): Mynd smækkuð Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M veldu mynd M d hnappinn M Small picture (lítil mynd) M k hnappinn 1 Ýttu fjölvirka valtakkanum H eða I til að velja stærð afritsins og ýttu á hnappinn k. Small picture • Stærðirnar 640×480, 320×240 og 160×120 eru í boði. • Myndir sem teknar eru í myndastillingunni z 5120×2880 eru vistaðar í stærðinni 640×360 pixlar. Farðu í skref 2. 2 Veldu Yes (já) og ýttu á hnappinn k.
Skurður: Skorið afrit búið til Búðu til afrit af því sem sést á skjánum þegar u birtist í aðdrætti í myndskoðun (A74). Skorin afrit eru vistuð sem aðskildar skrár. 1 2 Stækkaðu myndina fyrir skurð (A74). Lagaðu myndbyggingu afritsins. • Snúðu aðdráttarhnappinum á g (i) eða f (h) til þess að breyta aðdrættinum. • Ýttu fjölvirka valtakkanum H, I, J eða K til að færa myndina til þar til aðeins sá hluti sem þú vilt afrita er sýnilegur á skjánum. 3.0 3 4 Ýttu á hnappinn d.
C Myndastærð Þar sem svæðið sem er vistað er minna er stærð (pixlar) skornu myndarinnar einnig minni. Þegar stærð skorna afritsins er 320 × 240 eða 160 × 120 er myndin birt í smækkaðri útgáfu í myndskoðun. C Mynd skorin á skammsniði Notaðu valkostinn Rotate image (snúa mynd) (E58) til að snúa myndinni þannig að hún birtist með langsniði. Þegar myndin hefur verið skorin skal snúa skornu myndinni aftur upp á rönd.
Myndavélin tengd við sjónvarp (myndskoðun í sjónvarpi) Tengdu myndavélina við sjónvarp með AV-snúrunni EG-CP14 (seld sérstaklega) til að skoða myndir í sjónvarpinu. 1 Slökktu á myndavélinni. 2 Tengdu myndavélina við sjónvarpið. • Tengdu gula tengilinn í innstunguna á sjónvarpinu fyrir mynd og hvíta tengilinn í hljóðinnstunguna. • Gakktu úr skugga um að tengin snúi rétt. Ekki hafa tengin skökk þegar stungið er í samband og ekki beita afli þegar þeim er stungið í samband eða þau tekin úr sambandi.
4 Haltu hnappnum c niðri til þess að kveikja á myndavélinni. • Myndavélin fer í myndskoðunarstillingu og myndir birtast á sjónvarpsskjánum. • Slökkt er á skjánum á myndavélinni á meðan hún er tengd sjónvarpi. Uppflettikafli B Ef myndir birtast ekki á sjónvarpsskjánum Gakktu úr skugga um að stillingar myndefnissniðs myndavélarinnar séu í samræmi við þá staðla sem notaðir eru í sjónvarpinu. Veldu Video mode (kerfi) (E82) í uppsetningarvalmyndinni.
Myndavélin tengd við prentara (bein prentun) Notendur PictBridge-samhæfra (F21) prentara geta tengt myndavélina beint við prentara og prentað myndir án þess að nota tölvu. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að prenta myndir.
B Varðandi aflgjafa • Þegar myndavélin er tengd við prentara þarf að nota fullhlaðna rafhlöðu til að koma í veg fyrir að það slokkni óvænt á myndavélinni. • Ef EH-62G straumbreytirinn (seldur sérstaklega) er notaður er hægt að tengja COOLPIX S3500 við venjulega rafmagnsinnstungu. Ekki skal nota aðrar gerðir straumbreyta þar sem það getur valdið því að myndavélin ofhitni eða bili.
3 Tengdu myndavélina við prentarann með USB-snúrunni sem fylgir. • Gakktu úr skugga um að tengin snúi rétt. Ekki hafa tengin skökk þegar stungið er í samband og ekki beita afli þegar þeim er stungið í samband eða þau tekin úr sambandi. 4 Myndavélin kveikir sjálfkrafa á sér. • Þegar rétt er tengt birtist PictBridge-upphafsskjárinn (1) á skjá myndavélarinnar og þar á eftir skjárinn Print selection (prentval) (2).
Ein mynd prentuð í einu Þegar þú hefur tengt myndavélina rétt við prentara (E25) skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan til að prenta mynd. 1 Snúðu fjölvirka valtakkanum til þess að velja mynd og ýttu á hnappinn k. Print selection 15/05/2013 • Snúðu aðdráttarrofanum á f (h) til að skipta yfir í skoðun með sex smámyndum og g (i) til að skipta aftur yfir í myndskoðun á öllum skjánum. 2 Veldu Copies (afrit) og ýttu á hnappinn k.
4 Veldu Paper size (pappírsstærð) og ýttu á hnappinn k. PictBridge prints Start print Copies Paper size 5 Veldu pappírsstærð og ýttu á k hnappinn. • Veldu Default (sjálfgefið) í valmynd fyrir pappírsstærð til þess að tilgreina pappírsstærð með prentstillingunum. Paper size Default 3.5×5 in. 5×7 in. 100×150 mm 4×6 in. 8×10 in. Letter 6 Veldu Start print (hefja prentun) og ýttu á hnappinn k. PictBridge prints Start print Copies Uppflettikafli Paper size 7 Prentun hefst.
Margar myndir prentaðar í einu Þegar þú hefur tengt myndavélina rétt við prentara (E25) skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan til að prenta margar myndir. 1 Þegar skjámyndin Print selection (prentval) birtist skaltu ýta á hnappinn d. 2 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja Paper size (pappírsstærð) og ýttu á k hnappinn. • Ýttu á hnappinn d til að loka prentvalmyndinni. Print menu Print selection Print all images DPOF printing Paper size 3 Veldu pappírsstærð og ýttu á k hnappinn.
Print selection (prentval) Veldu myndirnar (allt að 99) og fjölda afrita (allt að níu) af Print selection 10 hverri og einni. • Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja myndir og ýttu H eða I til að tilgreina fjölda afrita fyrir hverja þeirra. • Mynd sem er valin til prentunar þekkist á tákninu M og tölunni sem sýnir hversu mörg afrit á að prenta. Ef engin afrit hafa verið tilgreind fyrir myndir er hætt við Back valið.
DPOF printing (DPOF-prentun) Prentaðu myndir sem settar voru í prentröð með valkostinum Print order (prentröð) (E51). • Þegar valmyndin hér til hægri birtist skaltu velja Start print (hefja prentun) og ýta á hnappinn k til að hefja prentun. Veldu Cancel (hætta við) og ýttu á k til að fara aftur í prentvalmyndina. DPOF printing prints Start print View images Cancel • Veldu View images (myndir skoðaðar) og ýttu á hnappinn k til að skoða opnu prentröðina. Ýttu aftur á hnappinn k til að prenta myndirnar.
Tökuvalmyndin (fyrir stillinguna A (sjálfvirk)) Image Mode (myndastilling) (myndastærð og myndgæði) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M Image mode (myndastilling) M k hnappinn Hægt er að velja saman myndastærð og þjöppunarhlutfall sem er notað þegar myndir eru vistaðar. Því hærri sem myndastillingin er, þeim mun stærri mynd er hægt að prenta eða birta, en þetta takmarkar fjölda mynda sem er hægt að vista (E33).
C Myndastilling • Breytingar sem gerðar eru á þessari stillingu ná yfir allar tökustillingar. • Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65). C Fjöldi mynda sem hægt er að vista Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista á 4 GB minniskorti. Hafðu í huga að JPEGþjöppun getur valdið því að fjöldi mynda sem hægt er að vista getur verið mjög mismunandi eftir myndefni, jafnvel þótt minniskortin hafi sömu geymslugetu og myndastilling sé sú sama.
White Balance (hvítjöfnun) (lagfæring á litblæ) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M White balance (hvítjöfnun) M k hnappinn Litur ljóssins sem endurkastast af hlut er breytilegur eftir lit ljósgjafans. Mannsheilinn getur lagað sig að breytingum á lit ljósgjafans þannig að hvítir hlutir virðast hvítir, hvort sem er í skugga, í sólarljósi eða í ljósi frá ljósaperu. Stafrænar myndavélar geta hermt eftir þessari aðlögun með því að vinna úr myndum í samræmi við lit ljósgjafans.
Preset Manual (handvirk forstilling) Valkostur fyrir handvirka forstillingu er notaður þar sem lýsing er blönduð eða til að bæta fyrir ljósgjafa sem er með sterkum litblæ, ef áhrifin sem óskað var eftir náðust ekki með hvítjöfnunarstillingum á borð við Auto (sjálfvirkt) og Incandescent (glóðarperulýsing) (t.d. þegar myndir sem teknar eru undir lampa með rauðan skerm eru látnar líta út fyrir að hafa verið teknar í hvítu ljósi).
4 Rammaðu viðmiðunarhlutinn inn í mæliglugganum. Preset manual Cancel Measure Mæligluggi 5 Ýttu á hnappinn k til að mæla nýtt hvítjöfnunargildi. • Smellt er af og nýtt hvítjöfnunargildi fyrir handvirka forstillingu er stillt. Engin mynd er vistuð. Uppflettikafli B Varðandi hvítjöfnun • Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65). • Þegar aðrar hvítjöfnunarstillingar en Auto (sjálfvirkt) eða Flash (flass) eru valdar skal slökkva á flassinu (W) (A53).
Continuous (raðmyndataka) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M Continuous (raðmyndataka) M k hnappinn Stilltu á raðmyndatöku eða BSS (besta mynd valin). Valkostur Lýsing Ein mynd er tekin þegar ýtt er á afsmellarann. V Continuous (raðmyndataka) Þegar afsmellaranum er haldið niðri eru teknar allt að 6 myndir með hraðanum 1,1 rammi á sekúndu ef Image mode (myndastilling) er stillt á x 5152×3864.
B Varðandi raðmyndatöku • Þegar Continuous (raðmyndataka), BSS (besta mynd valin) eða Multi-shot 16 (fjölmyndataka) er valin er slökkt á flassinu. Fókus, lýsing og hvítjöfnun er fest í þeim gildum sem gilda fyrir fyrstu myndina í hverri röð. • Rammatíðni í raðmyndatöku getur verið breytileg eftir valinni myndastillingu, minniskorti eða aðstæðum í myndatöku. • Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65).
ISO Sensitivity (ISO-ljósnæmi) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M ISO sensitivity (ISO-ljósnæmi) M k hnappinn Því meira sem ljósnæmið er, þeim mun minna ljós þarf til að taka mynd og er því hægt að taka myndir af dekkra myndefni. Auk þess er hægt að taka myndir með meiri lokarahraða og draga þannig úr óskýrleika sem hristingur myndavélar og hreyfing myndefnisins orsaka.
B Varðandi ISO-ljósnæmi • Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65). • Motion detection (hreyfiskynjun) (E75) virkar ekki þegar ISO-ljósnæmi er stillt á annað en Auto (sjálfvirkt). B ISO 3200 Þegar ISO sensitivity (ISO-ljósnæmi) er stillt á 3200 takmarkast stillingar Image mode (myndastilling) við r 2272×1704, q 1600×1200 og O 640×480. X birtist við hliðina á ISO-ljósnæminu vinstra megin neðst á skjánum.
Color Options (litavalkostir) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M Color options (litavalkostir) M k hnappinn Lífgaðu upp á litina eða vistaðu einlitar myndir. Valkostur Lýsing n Standard color (venjulegir litir) (sjálfgefin stilling) Notað fyrir myndir sem eru í eðlilegum litum. o Vivid color (líflegur litur) Notað til þess að ná líflegum litblæ í ætt við prentaðar myndir. p Black-and-white (svarthvítt) Myndir vistaðar í svarthvítu. q Sepia (brúnn litblær) Myndir vistaðar í brúnum litblæ.
AF Area Mode (AF-svæðisstilling) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M AF area mode (AF-svæðisstilling) M k hnappinn Þessi valkostur er notaður til að stilla hvernig myndavélin velur fókussvæði fyrir sjálfvirkan fókus. Valkostur Lýsing a Face priority (andlitsstilling) (sjálfgefin stilling) Myndavélin stillir fókus á andlit sem hún greinir. Frekari upplýsingar eru í „Andlitsgreining“ (A68). Ef vélin greinir fleiri en eitt andlit stillir hún fókusinn á það andlit sem er næst myndavélinni.
Valkostur x Manual (handvirk) Lýsing Veldu eitt af 99 fókussvæðum sem birtast á skjánum. Þessi valmöguleiki hentar fyrir aðstæður þar sem myndefnið er tiltölulega kyrrt og ekki staðsett í miðju rammans. Ýttu fjölvirka valtakkanum H, I, J eða K til að færa fókussvæðið þangað sem stilla á fókusinn og smelltu svo af. • Áður en nokkur stilling hér að neðan er valin skaltu ýta á hnappinn k til að hætta við val á fókussvæði.
B Varðandi AF-svæðisstillingu • Þegar stafrænn aðdráttur er virkur verður myndefnið í miðju skjásins í fókus, sama hvað AF area mode (AF-svæðisstilling) er stillt á. • Hugsanlega virkar sjálfvirkur fókus ekki sem skyldi (A71). • Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65).
2 Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka mynd. • Myndavélin stillir fókus á fókussvæðið þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður. Fókussvæðið verður grænt og fókus er læst. • Ef fókussvæðið birtist ekki þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður stillir myndavélin fókusinn á myndefnið í miðjum rammanum. 1/250 F3.5 Uppflettikafli B Varðandi stillingu fyrir eltifókus á myndefni • Stilltu aðdráttarstöðu, flassstillingu, leiðréttingu á lýsingu og valmyndarstillingar áður en myndefni er valið.
Autofocus Mode (sjálfvirk fókusstilling) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) M k hnappinn Veldu hvernig myndavélin stillir fókusinn. Valkostur Lýsing A Single AF (stakur AF) (sjálfgefin stilling) Myndavélin stillir fókus þegar afsmellaranum er ýtt niður til hálfs. B Full-time AF (sífellt stilltur AF) Myndavélin stillir fókusinn stöðugt þangað til afsmellaranum er ýtt niður til hálfs. Notist þegar myndefnið er á hreyfingu.
Quick Effects (fljótleg áhrif) Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M Quick effects (fljótleg áhrif) M k hnappinn Kveiktu eða slökktu á aðgerð fyrir fljótleg áhrif. Valkostur Lýsing p On (kveikt) (sjálfgefin stilling) Í A (sjálfvirku) stillingunni skaltu ýta á hnappinn k um leið og smellt hefur verið af til að birta valskjáinn fyrir áhrif og nota eiginleikann fyrir fljótleg áhrif (A39). Off (slökkt) Slökktu á aðgerð fyrir fljótleg áhrif (meðan á myndatöku stendur).
Valmynd snjallandlitsmynda • Í „Image Mode (myndastilling) (myndastærð og myndgæði)” (E32) er að finna upplýsingar um Image mode (myndastilling). Skin Softening (mýking húðar) Veldu stillingu fyrir snjallandlitsmyndir M d hnappinn M Skin softening (mýking húðar) M k hnappinn Stilltu á mýkingu húðar.
Smile Timer (brosstilling) Veldu stillingu fyrir snjallandlitsmyndir M d hnappinn M Smile timer (brosstilling) M k hnappinn Myndavélin greinir andlit og tekur sjálfkrafa mynd í hvert sinn sem hún greinir bros. Valkostur Lýsing a On (kveikt) (sjálfgefin stilling) Kveikir á brosstillingu. Off (slökkt) Gerir brosstillingu óvirka. Hægt er að staðfesta núverandi stillingu á skjánum við myndatöku (A9). Enginn vísir birtist þegar Off (slökkt) er valið.
Blink Proof (blikkprófun) Veldu stillingu fyrir snjallandlitsmyndir M d hnappinn M Blink proof (blikkprófun) M k hnappinn Myndavélin smellir sjálfkrafa tvisvar af í hvert sinn sem mynd er tekin. Myndin þar sem fyrirsætan er með opin augu er síðan vistuð. Valkostur y On (kveikt) Off (slökkt) (sjálfgefin stilling) Lýsing Gerir blikkviðvörun virka. Ekki er hægt að nota flassið þegar On (kveikt) er valið.
Myndskoðunarvalmyndin • Upplýsingar um breytingaraðgerðir fyrir myndir er að finna í „Myndum breytt (ljósmyndir)” (E12). • Sjá „Stilling fyrir eftirlætismyndir” (E5) til að fá frekari upplýsingar um Favorite pictures (eftirlætismyndir) og Remove from favorites (fjarlægja úr eftirlæti).
2 Veldu myndirnar (allt að 99) og fjölda afrita (allt að níu) af hverri og einni. Print selection • Ýttu fjölvirka valtakkanum J eða K til að velja myndir og ýttu H eða I til að velja fjölda afrita fyrir hverja þeirra. • Mynd sem er valin til prentunar þekkist á tákninu M og tölunni sem sýnir hversu mörg afrit á að prenta. Ef engin afrit hafa verið tilgreind fyrir myndir er hætt við valið. Back • Snúðu aðdráttarrofanum á g (i) til þess að skipta yfir í myndskoðun á öllum skjánum.
B Varðandi prentröð Þegar prentröð er búin til í eftirlætismyndum, sjálfvirkri flokkun eða dagsetningalista birtist skjámyndin sem sýnd er hér fyrir neðan ef aðrar myndir en þær sem eru í völdu albúmi eða flokki eða sem teknar eru á völdum tökudegi hafa verið valdar til prentunar. • Veldu Yes (já) til að merkja valdar myndir fyrir prentun án þess að breyta merkingum fyrir aðrar myndir.
B Varðandi prentun með tökudegi og myndupplýsingum Þegar valkostirnir Date (dagsetning) og Info (upplýsingar) hafa verið gerðir virkir í prentraðarvalkostinum eru tökudagur og myndupplýsingar prentaðar á myndir þegar DPOF-samhæfur prentari (F21) sem styður slíka prentun er notaður. • Athugaðu að ekki er hægt að prenta myndupplýsingar þegar myndavélin er beintengd við prentarann með meðfylgjandi USB-snúru fyrir DPOF-prentun (E31).
Slide Show (skyggnusýning) Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M d hnappinn M Slide show (skyggnusýning) M k hnappinn Skoðaðu myndir sem vistaðar eru í innra minni eða á minniskorti, eina í einu, í sjálfvirkri skyggnusýningu. 1 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja Start (ræsa) og ýttu á k hnappinn. • Ef þú vilt breyta tímanum sem líður á milli mynda velurðu Frame intvl (tími milli ramma), stillir tímann og ýtir svo á k áður en Start (ræsa) er valið.
3 Veldu End (ljúka) eða Restart (endurræsa). • Skjámyndin hægra megin birtist þegar síðasta skyggnan er sýnd eða gert er hlé á sýningu. Veldu G og ýttu á k til að fara aftur í skref 1 eða veldu F til að byrja aftur á sýningunni. B Varðandi skyggnusýningu • Einungis fyrsti rammi kvikmynda (A95) er birtur í skyggnusýningum. • Hámarkstími myndskoðunar er u.þ.b. 30 mínútur, jafnvel þegar kveikt er á Loop (endurtaka) (E78).
Myndir valdar Myndvalsskjár eins og sést hér til hægri birtist og þar er að finna Protect eftirfarandi aðgerðir: • Print order (prentröð)>Select images (velja myndir) (E51) • Protect (verja) (E56) • Rotate image (snúa mynd) (E58) • Copy (afrita)>Selected images (valdar myndir) (E61) • Eftirlætismyndir (E5) Back • Fjarlægja úr eftirlæti (E7) • Welcome screen (kveðjuskjár)>Select an image (veldu mynd) (E66) • Delete (eyða)>Erase selected images (eyða völdum myndum) (A35) Fylgdu leiðbeiningunum sem lýst er hér
Rotate Image (snúa mynd) Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M d hnappinn M Rotate image (snúa mynd) M k hnappinn Veldu hvernig myndir snúa í myndskoðun. Hægt er að snúa ljósmyndum um 90 gráður réttsælis eða 90 gráður rangsælis. Hægt er að snúa myndum sem teknar voru með skammsniði (upp á rönd) um allt að 180 gráður, í hvora áttina sem er. Veldu mynd á myndvalsskjánum (E57). Þegar skjámyndin fyrir snúning mynda birtist er fjölvirka valtakkanum ýtt J eða K til að snúa myndinni um 90 gráður.
Voice Memo (talskýring) Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M veldu mynd M d hnappinn M Voice memo (talskýring) M k hnappinn Notaðu innbyggða hljóðnemann á myndavélinni til þess að taka upp talskýringar fyrir myndir. • Þegar mynd án talskýringar er skoðuð skiptir skjárinn yfir í upptökuskjámynd. Þegar mynd með talskýringu er skoðuð (gefið til kynna með tákninu p í myndskoðun á öllum skjánum) skiptir skjárinn yfir í skjámynd fyrir spilun talskýringa.
Talskýringar spilaðar • Ýttu á hnappinn k til að spila talskýringuna. • Ýttu aftur á k hnappinn til að stöðva spilun. • Snúðu aðdráttarrofanum á g eða f meðan á spilun stendur til að stilla hljóðstyrkinn. • Ýttu fjölvirka valtakkanum J fyrir eða eftir spilun talskýringar til að opna myndskoðunarvalmyndina. Ýttu á hnappinn d til að loka valmynd myndskoðunar. Back Talskýringum eytt Ýttu á hnappinn l í skjámyndinni fyrir spilun talskýringa.
Copy (afrita) (Afritun milli innra minnis og minniskorts) Ýttu á hnappinn c (myndskoðunarstilling) M d hnappinn M Copy (afrita) M k hnappinn Afritaðu myndir á milli innra minnis og minniskortsins. 1 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja valkost á afritunarskjánum og ýttu á hnappinn k. • Camera to card (úr myndavél á kort): Myndir afritaðar af innra minni yfir á minniskort. • Card to camera (af korti í myndavél): Myndir afritaðar af minniskorti yfir í innra minni.
B Varðandi afritun mynda • Hægt er að afrita skrár sem eru á sniðunum JPEG, AVI og WAV. Ekki er hægt að afrita skrár á öðru sniði. • Ef talskýringar (E59) fylgja myndum sem á að afrita afritast þær með myndunum. • Ekki er öruggt að aðgerðir virki á myndir sem teknar hafa verið með myndavél af annarri gerð eða sem búið er að eiga við í tölvu. • Þegar myndir sem valdar eru fyrir Print order (prentröð) (E51) eru afritaðar er merking þeirra fyrir prentun ekki afrituð.
Kvikmyndavalmyndin Movie Options (valkostir kvikmynda) Farðu í tökustillingu M d hnappinn M D-valmyndartákn M Movie options (valkostir kvikmynda) M k hnappinn Veldu viðeigandi kvikmyndavalkost til að taka upp. Aukin myndastærð bætir myndgæði og eykur skráarstærðina.
C Rammatíðni Rammatíðnin er fjöldi ramma á sekúndu. C Valkostir kvikmynda og hámarkslengd kvikmynda Eftirfarandi tafla sýnir áætlaða lengd kvikmyndar sem hægt er að vista á 4 GB minniskorti í hverri kvikmyndastillingu. Hafðu í huga að raunlengd og -skráarstærð kvikmyndar getur verið mjög mismunandi eftir myndefni eða hreyfingu þess, jafnvel þótt minniskortin hafi sömu geymslugetu og kvikmyndastilling sé sú sama. Hámarkslengd kvikmyndar getur þar að auki verið mismunandi eftir gerð minniskorta.
Autofocus Mode (sjálfvirk fókusstilling) Farðu í tökustillingu M d hnappinn M D-valmyndartákn M Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) M k hnappinn Veldu hvaða sjálfvirki fókus er notaður við upptöku hreyfimyndar. Valkostur Lýsing A Single AF (stakur AF) (sjálfgefin stilling) Fókus er læst þegar ýtt er á hnappinn b (e fyrir upptöku) til að hefja upptöku. Veldu þennan valkost þegar fjarlægðin milli myndavélar og myndefnis mun haldast nokkurn veginn óbreytt.
Uppsetningarvalmyndin Welcome Screen (kveðjuskjár) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Welcome screen (kveðjuskjár) M k hnappinn Gerir þér kleift að stilla kveðjuskjáinn sem birtist þegar kveikt er á myndavélinni. Valkostur Lýsing None (enginn) (sjálfgefin stilling) Myndavélin fer í tökustillingu eða myndskoðunarstillingu án þess að birta kveðjuskjáinn. COOLPIX Myndavélin birtir kveðjuskjá áður en skipt er í tökustillingu eða myndskoðunarstillingu.
Time Zone and Date (tímabelti og dagsetning) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Time zone and date (tímabelti og dagsetning) M k hnappinn Stilltu klukku myndavélarinnar. Valkostur Date and time (dagsetning og tími) Lýsing Stilltu klukku myndavélarinnar á rétta Date and time dagsetningu og tíma. Notaðu fjölvirka valtakkann til að stilla D M dagsetningu og tíma á skjánum sem birtist.
Tímabelti áfangastaðar valið 1 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja Time zone (tímabelti) og ýttu á k hnappinn. Time zone and date Date and time Date format Time zone 2 Veldu x Travel destination (áfangastaður) og ýttu á k. • Dagsetning og tími sem birt eru á skjánum breytast í samræmi við svæðið sem er valið. 3 Ýttu K. • Þá birtist tímabeltisvalmyndin.
4 Ýttu J eða K til að velja tímabelti áfangastaðar. • Ýttu H í tímabelti þar sem sumartími er í gildi til þess að stilla á sumartíma og færa klukkuna sjálfkrafa fram um klukkustund. Táknið W birtist efst á skjánum. Ýttu I til að stilla af sumartíma. • Ýttu á hnappinn k til að velja tímabelti áfangastaðar. • Ef tímabeltið sem þú vilt velja er ekki til staðar skaltu stilla réttan tíma í Date and time (dagsetning og tími).
Monitor Settings (skjástillingar) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Monitor settings (skjástillingar) M k hnappinn Stilltu valkostina hér fyrir neðan. Valkostur Lýsing Photo info (myndupplýsingar) Veldu upplýsingar sem birtast á skjánum í töku- og myndskoðunarstillingu. Image review (myndbirting) Þessi stilling ræður því hvort myndir birtast um leið og þær eru teknar eða ekki. Sjálfgefin stilling er On (kveikt). Brightness (birtustig) Veldu á milli fimm stillinga fyrir birtustig skjásins.
Tökustilling Myndskoðunarstilling 15 / 05 / 2013 15:30 0004. JPG Framing grid+ auto info (rammanet+ sjálfvirkar upplýsingar) 8m 0s 710 Auk upplýsinga sem birtar eru með Auto info (sjálfvirkar upplýsingar) hér fyrir ofan birtist rammanet sem viðmið þegar myndir eru rammaðar inn. Rammanetið birtist ekki við upptöku kvikmynda. 4/ 4 Núverandi stillingar eða notkunarleiðbeiningar eru birtar eins og í Auto info (sjálfvirkar upplýsingar).
Print Date (dagsetning sett á mynd) (dagsetning og tími á myndum) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Print date (setja dagsetningu á mynd) M k hnappinn Hægt er að setja tökudag og tökutíma á myndir þegar þær eru teknar svo að hægt sé að prenta þessar upplýsingar út á prenturum sem ekki styðja dagsetningarprentun (E54). 15.05.2013 Valkostur Lýsing f Date (dagsetning) Dagsetning er prentuð á myndir. S Date and time (dagsetning og tími) Dagsetning og tími eru prentuð á myndir.
Vibration Reduction (titringsjöfnun) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Vibration reduction (titringsjöfnun) M k hnappinn Dregur úr áhrifum hristings við myndatöku. Titringsjöfnun dregur úr óskýrleika í myndum vegna smávægilegra hreyfinga handa sem valda hristingi á myndavélinni, sem gerist alla jafna þegar tekin er mynd með aðdrætti eða hægum lokarahraða. Dregið er úr áhrifum hristings við upptöku kvikmynda, sem og töku ljósmynda.
B Varðandi titringsjöfnun • Þegar kveikt er á myndavélinni eða eftir að skipt er úr myndskoðunarstillingu í tökustillingu þarf að bíða eftir að tökustillingarskjárinn birtist allur áður en myndir eru teknar. • Vegna eiginleika titringsjöfnunarinnar geta myndir sem birtast á skjá myndavélarinnar strax eftir töku litið út fyrir að vera óskýrar. • Titringsjöfnun kemur ef til vill ekki alveg í veg fyrir áhrif hristings á myndavélina í sumum tilvikum.
Motion Detection (hreyfiskynjun) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Motion detection (hreyfiskynjun) M k hnappinn Kveiktu á hreyfiskynjun til að draga úr áhrifum hreyfingar myndefnisins og hristings myndavélarinnar þegar ljósmyndir eru teknar. Valkostur Lýsing Off (slökkt) Hreyfiskynjun er óvirk. Hægt er að staðfesta núverandi stillingu á skjánum við myndatöku (A9). Tákn hreyfiskynjunar verður grænt þegar myndavélin greinir hristing og lokarahraðinn eykst.
AF Assist (AF-aðstoð) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M AF assist (AF-aðstoð) M k hnappinn Kveiktu eða slökktu á AF-aðstoðarljósinu sem vinnur með sjálfvirka fókusnum þegar myndefni er illa lýst. Valkostur Lýsing a Auto (sjálfvirkt) (sjálfgefin stilling) AF-aðstoðarljós verður notað til þess að aðstoða myndavélina við að stilla fókus þegar myndefnið er illa lýst. Aðstoðarljósið dregur u.þ.b. 1,9 m með minnsta aðdrætti og u.þ.b. 1,5 m með mesta aðdrætti.
Digital Zoom (stafrænn aðdráttur) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Digital zoom (stafrænn aðdráttur) M k hnappinn Kveikja og slökkva á stafrænum aðdrætti. Valkostur Lýsing On (kveikt) (sjálfgefin stilling) Þegar optískur aðdráttur hefur verið aukinn eins mikið og hægt er tekur stafrænn aðdráttur við þegar aðdráttarrofanum er snúið á g (i) (A29). Off (slökkt) Stafrænn aðdráttur er ekki notaður (nema við upptöku kvikmynda).
Sound Settings (hljóðstillingar) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Sound settings (hljóðstillingar) M k hnappinn Stilltu hljóðstillingarnar sem taldar eru upp hér að neðan. Valkostur Lýsing Button sound (hnappahljóð) Veldu On (kveikt) (sjálfgefin stilling) eða Off (slökkt). Þegar On (kveikt) er valið heyrist hljóðmerki einu sinni þegar aðgerð lýkur, tvisvar þegar myndavélin hefur stillt fókus á myndefnið og þrisvar sinnum þegar villa kemur upp. Hljóð heyrist einnig þegar kveikt er á myndavélinni.
Auto Off (sjálfvirk slokknun) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Auto off (sjálfvirk slokknun) M k hnappinn Þegar kveikt er á myndavélinni og ákveðinn tími líður án þess að nokkrar aðgerðir séu framkvæmdar slokknar á skjánum og myndavélin fer í biðstöðu (A25) til að spara rafhlöðuna. Notaðu þennan valkost til að stilla tímann sem má líða áður en myndavélin fer í biðstöðu. Hægt er að velja 30 s (30 sek.), 1 min (1 mín.) (sjálfgefin stilling), 5 min (5 mín.) eða 30 min (30 mín.).
Format Memory (minni forsniðið)/Format Card (kort forsniðið) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Format memory (minni forsniðið)/Format card (kort forsniðið) M k hnappinn Notaðu þennan valkost til að forsníða innra minnið eða minniskortið. Þegar innra minni eða minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt. Ekki er hægt að endurheimta gögn sem hefur verið eytt. Gættu þess að færa mikilvægar myndir yfir í tölvu áður en þú forsníður.
Language (tungumál) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Language (tungumál) M k hnappinn Veldu á milli 34 tungumála fyrir valmyndir og skilaboð í myndavélinni.
Video Mode (kerfi) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Video mode (kerfi) M k hnappinn Breyttu nauðsynlegum stillingum fyrir tengingu við sjónvarp. Veldu á milli NTSC og PAL.
Charge by Computer (hleðsla í gegnum tölvu) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu) M k hnappinn Veldu hvort hlaða eigi rafhlöðuna í myndavélinni eða ekki þegar myndavélin er tengd við tölvu með USB-snúru. Valkostur Lýsing a Auto (sjálfvirkt) (sjálfgefin stilling) Þegar myndavélin er tengd við tölvu sem er í gangi er rafhlaðan í myndavélinni sjálfkrafa hlaðin með rafmagni frá tölvunni.
B Varðandi tengingu myndavélarinnar við prentara • Ekki er hægt að hlaða rafhlöðuna þegar tengst er við prentara, jafnvel þótt prentarinn samræmist PictBridge-staðlinum. • Þegar Auto (sjálfvirkt) er valið fyrir Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu), getur verið að ekki sé hægt að prenta myndir með beinni tengingu myndavélarinnar við suma prentara.
Blink Warning (blikkviðvörun) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Blink warning (blikkviðvörun) M k hnappinn Veldu hvort myndavélin greinir fólk sem blikkar þegar myndir eru teknar með andlitsgreiningu (A68) með eftirfarandi stillingum: • Stillingin A (sjálfvirk) (þegar Face priority (andlitsstilling) (E42) er valin í valkostinum AFsvæðisstilling). • Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling) (A41), Portrait (andlitsmynd) (A41) eða Night portrait (næturmynd) (A42) er valið fyrir umhverfisstillingu.
Stjórnun viðvörunarskjásins fyrir lokuð augu Þegar skjárinn Did someone blink? (blikkaði einhver augunum?), sem sést hér til hægri, birtist eru eftirfarandi aðgerðir í boði. Ef engar aðgerðir eru framkvæmdar innan nokkurra sekúndna skiptir myndavélin sjálfkrafa yfir á tökustillingu. Did someone blink? Exit Valkostur Lýsing Stækka andlitið þar sem augum var blikkað Snúðu aðdráttarhnappinum á g (i). Snúa aftur í myndskoðun á öllum skjánum Snúðu aðdráttarhnappinum á f (h).
Eye-Fi Upload (Eye-Fi-sending) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Eye-Fi upload (Eye-Fi-sending) M k hnappinn Valkostur Lýsing b Enable (gera virkt) (sjálfgefin stilling) Hladdu upp myndum sem teknar voru með myndavélinni á forvalinn áfangastað. c Disable (gera óvirkt) Myndum verður ekki hlaðið upp. B Varðandi Eye-Fi-kort C Uppflettikafli • Athugaðu að ekki er hægt að hlaða upp myndum ef sendistyrkur er ekki nægjanlegur, jafnvel þótt stillingin Enable (gera virkt) sé valin.
Reset All (allt endurstillt) Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Reset all (allt endurstillt) M k hnappinn Þegar Reset (endurstilla) er valið eru allar stillingar myndavélarinnar stilltar á sjálfgefin gildi.
Umhverfisstilling Valkostur Sjálfgefið gildi Umhverfisstilling í valmynd tökustillinga (A40) Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling) Night landscape (landslag að nóttu) (A43) Hand-held (fríhendis) Aðlögun á litblæ í matarstillingu (A44) Center (miðja) Raðmyndataka fyrir gæludýrastillingu (A46) Continuous (raðmyndataka) Sjálftakari fyrir gæludýramyndir í gæludýrastillingu (A46) Y Brellustilling Valkostur Brellustilling í valmynd tökustillinga (A47) Sjálfgefið gildi Soft (mjúkt) Valmyn
Uppsetningarvalmynd Valkostur Sjálfgefið gildi Welcome screen (kveðjuskjár) (E66) None (enginn) Photo info (myndupplýsingar) (E70) Auto info (sjálfvirkar upplýsingar) Image review (myndbirting) (E70) On (kveikt) Brightness (birtustig) (E70) 3 Print date (setja dagsetningu á mynd) (E72) Off (slökkt) Vibration reduction (titringsjöfnun) (E73) On (kveikt) Motion detection (hreyfiskynjun) (E75) Auto (sjálfvirkt) AF assist (AF-aðstoð) (E76) Auto (sjálfvirkt) Digital zoom (stafrænn aðdráttur) (E
Annað Valkostur Sjálfgefið gildi Paper size (pappírsstærð) (E28, E29) Default (sjálfgefið) Tími milli ramma fyrir skyggnusýningu (E55) 3 s (3 sek.) • Þegar Reset all (allt endurstillt) er valið hreinsast einnig núverandi skráarnúmer (E92) úr minninu. Myndum verður gefið númer frá lægsta númeri sem tiltækt er. Ef núllstilla á skráarnúmer á „0001“ skaltu eyða öllum myndum sem vistaðar eru í innra minninu eða á minniskortinu (A34) áður en þú velur Reset all (allt endurstillt).
Heiti mynd-/hljóðskráa og mappa Myndum, kvikmyndum eða talskýringum er úthlutað skráarheitum á eftirfarandi hátt. D S CN 0 0 0 1 .J P G Auðkenni (sést ekki á skjá myndavélarinnar) Frumrit ljósmynda (ásamt tengdum talskýringum) og kvikmyndir DSCN Lítil afrit (ásamt tengdum talskýringum) SSCN Skorin afrit (ásamt tengdum talskýringum) RSCN Afrit sem búin eru til með breytingaraðgerðum öðrum en lítilli mynd og skurði* (ásamt tengdum talskýringum) FSCN Skráarending (táknar snið skráar) Ljósmyndir .
• Skrár sem eru afritaðar með Copy (afrita)>Selected images (valdar myndir) eru afritaðar í opnu möppuna þar sem þær fá ný skráarnúmer í hækkandi röð frá hæsta skráarnúmerinu í minninu. Copy (afrita)>All images (allar myndir) afritar allar möppur í upprunatækinu. Skráarheiti breytast ekki en nýjum skráarnúmerum er úthlutað í hækkandi röð frá hæsta skráarnúmerinu í upprunatækinu (E61). • Hver mappa getur innihaldið allt að 200 skrár.
Aukabúnaður Hleðslutæki MH-66 hleðslutæki (Hleðslutími þegar engin hleðsla er eftir: U.þ.b. 1 klst. og 50 mín.) EH-62G straumbreytir (tengist eins og sýnt er) 1 2 3 Straumbreytir Gakktu úr skugga um að snúra straumbreytisins liggi rétt í raufum straumbreytis og rafhlöðuhólfs áður en þú lokar rafhlöðuhólfinu/minniskortaraufinni. Ef hluti snúrunnar rennur úr grópunum gæti lokið eða snúran skemmst þegar hlífin er lögð niður.
Villuboð Skjátákn A Ástæða/úrræði O (leiftrar) Klukka er ekki stillt. Stilltu dagsetningu og tíma. E67 Battery exhausted. (rafhlaðan er tóm.) Hlaða verður rafhlöðuna eða skipta um hana. 14, 16 Battery temperature is elevated. The camera will turn off. (mikill hiti rafhlöðu. myndavélin slekkur á sér.) Mikill hiti rafhlöðu. Slökkva skal á myndavélinni og láta rafhlöðuna kólna áður en þú heldur notkun áfram. Eftir fimm sekúndur slokknar á skjánum og straumljósið leiftrar hratt.
Skjátákn A Ástæða/úrræði Rofi til að skrifverja á Eye-Fi-korti er í stöðunni „lock“ (læst). Renndu rofa til að skrifverja í stöðuna „write“ (skrifa). – Villa kom upp þegar Eye-Fi-minniskortið var opnað. • Notaðu samþykkt kort. • Gakktu úr skugga um að skautin séu hrein. • Gakktu úr skugga um að Eye-Fi-kortið hafi verið sett rétt í. F22 18 18 Villa kom upp þegar minniskortið var opnað. • Notaðu samþykkt kort. • Gakktu úr skugga um að tengin séu hrein.
Skjátákn A Ástæða/úrræði E80 Myndavélin hefur fullnýtt skráarnúmer. Settu nýtt minniskort í eða forsníddu innra minni eða minniskort. E93 Ekki er hægt að nota myndina á kveðjuskjá. Ekki er hægt að nota eftirfarandi myndir fyrir kveðjuskjá. • Myndir teknar með Image mode (myndastilling) stillt á z 5120×2880 • Myndir minnkaðar í 320 × 240 eða minni stærð með skurði eða lítilli mynd E66 Ekki nægilegt pláss til að vista afrit. Eyddu myndum af staðnum sem á að afrita á. 34 Album is full.
Skjátákn Cannot record movie. (ekki er hægt að taka upp kvikmynd.) Memory contains no images. (engar myndir í minni.) A Ástæða/úrræði Biðvilla kom upp þegar verið var að taka upp. Veldu minniskort með meiri skrifhraða. Það eru engar myndir í innra minni eða á minniskorti. • Ef þú vilt skoða myndir sem geymdar eru í innra minni skaltu fjarlægja minniskortið úr myndavélinni.
Skjátákn A Ástæða/úrræði Travel destination is in the current time zone. (áfangastaður er í sama tímabelti.) Áfangastaður er í sama tímabelti og þú ert í. E67 Lens error (linsuvilla) Linsan virkar ekki rétt. Slökktu á myndavélinni og kveiktu aftur á henni. Ef villan er enn til staðar skaltu hafa samband við söluaðila eða viðurkenndan þjónustuaðila Nikon. 24 Communications error (samskiptavilla) Villa kom upp í samskiptum við prentara. Slökktu á myndavélinni og tengdu USB-snúruna aftur.
Skjátákn A Ástæða/úrræði Printer error: paper jam (prentaravilla: pappír fastur) Pappír er fastur í prentaranum. Taktu pappírinn úr, veldu Resume (halda áfram) og ýttu á hnappinn k til að halda prentun áfram.* – Printer error: out of paper (prentaravilla: pappír vantar) Prentarinn er pappírslaus. Settu tilgreindan pappír í, veldu Resume (halda áfram) og ýttu á hnappinn k til að halda prentun áfram.* – Printer error: check ink (prentaravilla: athugaðu blek) Villa kom upp í blekhylki.
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá Endingartími og afköst hámörkuð ....................................F2 Myndavélin...............................................................................................................................F2 Rafhlaðan ..................................................................................................................................F4 Hleðslustraumbreytir.........................................................................................................
Endingartími og afköst hámörkuð Myndavélin Til að tryggja góða endingu þessarar Nikon-vöru skal fylgja eftirfarandi varúðarupplýsingum sem og viðvörunum í „Öryggisatriði“ (Aviii–x) við notkun og geymslu á tækinu. B Halda skal tækinu þurru Tækið skemmist ef það lendir í vatni eða miklum raka. B Missið ekki Varan getur bilað ef hún verður fyrir miklu höggi eða titringi.
B Forðast skal skyndilegar breytingar á hitastigi Skyndilegar breytingar á hitastigi, t.d. þegar gengið er inn í eða út úr heitri byggingu á köldum degi, geta valdið rakamyndun inni í tækinu. Koma skal í veg fyrir rakamyndun með því að setja tækið í tösku eða plastpoka áður en farið er á milli staða þar sem hitamunur er mikill.
Rafhlaðan Lestu og farðu eftir viðvörunum á síðunni „Öryggisatriði“ (Aviii-x) fyrir notkun. Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá • Kannaðu stöðu rafhlöðunnar áður en þú notar myndavélina og skiptu um eða hladdu rafhlöðuna ef nauðsyn krefur. Taktu rafhlöðuna úr hleðslu þegar hún er fullhlaðin, annars rýrna afköst hennar. Hafðu ávallt fullhlaðna aukarafhlöðu meðferðis þegar þú tekur ljósmyndir við mikilvæg tilefni, ef því verður við komið. • Ekki nota rafhlöðuna við hitastig undir 0°C eða yfir 40°C.
• Skiptu rafhlöðunni út þegar hún heldur ekki lengur hleðslu. Notaðar rafhlöður eru verðmæt auðlind. Skilaðu þeim til endurvinnslu í samræmi við reglugerðir á viðkomandi svæði. Hleðslustraumbreytir Lestu og farðu eftir viðvörunum á síðunni „Öryggisatriði“ (Aviii-x) fyrir notkun. • EH-70P hleðslustraumbreytirinn er aðeins ætlaður til notkunar með samhæfum tækjum. Ekki nota hann með annarri gerð eða útgáfu myndavélar. • Tengja má EH-70P við 100-240 V, 50/60 Hz rafmagnsinnstungur.
Þrif og geymsla Þrif Ekki nota alkóhól, þynni eða önnur rokgjörn efni. Linsa Forðastu að snerta linsuna með fingrunum. Fjarlægðu ryk og kusk með blásara (yfirleitt lítið tæki með gúmmíbelg á öðrum endanum sem kreistur er til að þrýsta lofti út um hinn endann). Þurrkaðu fingraför og aðra bletti sem ekki er hægt að hreinsa með blásara af linsunni með mjúkum klút. Strjúktu í hringi út frá miðju linsunnar að köntum hennar (í spíral).
Úrræðaleit Ef myndavélin vinnur ekki rétt skaltu fara yfir lista algengra vandamála hér að neðan áður en þú hefur samband við söluaðila eða viðurkenndan þjónustuaðila Nikon. Skjár, stillingar og orkugjafi Vandamál A Ástæða/úrræði Kveikt er á myndavélinni en hún virkar ekki. Bíddu þangað til upptöku lýkur. Slökktu á myndavélinni ef vandamálið er áfram til staðar.
Vandamál Myndavélin slekkur á sér án viðvörunar. Skjárinn er auður. Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá Það er erfitt að lesa af skjánum. F8 A Ástæða/úrræði • Rafhlaðan er tóm. • Myndavélin slekkur sjálfkrafa á sér til að spara orku ef ekkert er gert í henni í lengri tíma. • Ekki er víst að myndavélin og rafhlaðan virki rétt í kulda. • Það slokknar á myndavélinni þegar hún er tengd við hleðslustraumbreytinn og kveikt er á henni.
Vandamál Dagsetning og tími upptöku eru röng. A Ástæða/úrræði • Ef klukka myndavélarinnar hefur ekki verið stillt leiftrar táknið um að dagsetning hafi ekki verið stillt í myndatöku og við upptöku kvikmynda. Myndir og kvikmyndir sem teknar eru áður en klukkan er stillt eru með dagsetninguna „00/00/0000 00:00“ eða „01/01/2013 00:00“ eftir því sem við á. Stilltu rétta dagsetningu og tíma í valkostinum Time zone and date (tímabelti og dagsetning) í uppsetningarvalmyndinni.
Vandamál Myndavélin hitnar. A Ástæða/úrræði Myndavélin kann að hitna við langar upptökur kvikmynda, þegar verið er að hlaða myndum upp af Eye-Fi-kortinu eða þegar hún er notuð í miklum hita. Þetta er ekki bilun. – Myndataka Vandamál A Ástæða/úrræði Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá Ekki er hægt að skipta yfir í tökustillingu. Ekki er hægt að kveikja á myndavélinni í tökustillingu þegar hún er tengd við rafmagnsinnstungu í gegnum hleðslustraumbreytinn.
Vandamál A Ástæða/úrræði Ljósrendur eða smávægileg upplitun sjást á skjánum. Ljósklessur geta komið fram þegar mjög bjart ljós lendir á myndflögunni. Mælt er með því að forðast bjarta hluti eins og sólina, endurkast frá sólinni og E38, F3 rafmagnsljós í myndatöku þegar Continuous (raðmyndataka) er stillt á Multi-shot 16 (fjölmyndataka) og þegar kvikmyndir eru teknar upp. Ljósir blettir eru á myndum sem teknar eru með flassi. Flassið endurkastast af ögnum í loftinu.
Vandamál A Ástæða/úrræði Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá Það heyrist ekkert þegar smellt er af. • Off (slökkt) er valið fyrir Sound settings (hljóðstillingar)>Shutter sound (myndavélarhljóð) í uppstillingarvalmynd. Í sumum tökustillingum heyrist ekkert hljóð, jafnvel þegar On (kveikt) er valið. • Eitthvað er fyrir hátalaranum. Ekki hylja hátalarann. AF-aðstoðarljós lýsir ekki. Off (slökkt) er valið fyrir AF assist (AF-aðstoð) í uppstillingarvalmynd.
Vandamál Ástæða/úrræði Útkoman er önnur en búist er við þegar flassið er stillt á V (Auto with red-eye reduction (sjálfvirkt og rauð augu lagfærð)). Þegar myndir eru teknar með V (Auto with red-eye reduction (sjálfvirkt og rauð augu lagfærð)) eða fylliflassi ásamt hægri samstillingu og lagfæringu á rauðum augum í umhverfisstillingunni Night portrait (næturmynd) getur lagfæringin á rauðum augum í myndavélinni náð til svæða án rauðra augna.
Myndskoðun Vandamál A Ástæða/úrræði Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá Ekki er hægt að skoða skrá. • Skrifað var ofan í skrána eða möppuna eða hún endurnefnd í tölvu eða myndavél af annarri gerð. • Kvikmyndir sem teknar eru upp með annarri myndavél en COOLPIX S3500 er ekki hægt að spila. Ekki er hægt að auka aðdrátt á mynd. • Ekki er hægt að stækka myndir sem eru teknar með öðrum myndavélum en COOLPIX S3500.
A Vandamál Ástæða/úrræði Tákn fyrir albúm breytist aftur í upprunalega stillingu eða myndir sem var bætt við albúm birtast ekki í eftirlætismyndum. Gögn á minniskorti birtast mögulega ekki rétt ef skrifað er yfir þau af tölvu. 76, E9 Teknar myndir birtast ekki í sjálfvirkri flokkun. • Myndin sem þú vilt birta var sett í annan flokk en nú er birtur. • Myndir sem eru teknar á aðra myndavél en COOLPIX S3500 og myndir afritaðar með afritunarvalkostinum er ekki hægt að sýna í sjálfvirkri flokkun.
A Vandamál Ástæða/úrræði Upphafsskjár PictBridge birtist ekki þegar myndavélin er tengd við prentara. Með sumum PictBridge-samhæfum prenturum birtist PictBridge-upphafsskjámyndin hugsanlega ekki og ef til vill er ekki hægt að prenta myndir þegar Auto (sjálfvirkt) er valið fyrir valkostinn Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu) í uppsetningarvalmyndinni. Stilltu Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu) á Off (slökkt) og tengdu myndavélina aftur við prentarann.
Tæknilýsing Nikon COOLPIX S3500 stafræn myndavél Gerð Lítil stafræn myndavél Fjöldi virkra pixla 20,1 milljón Myndflaga 1 Linsa NIKKOR linsa með 7× optískum aðdrætti /2,3-tommu CCD; heildarfjöldi pixla: u.þ.b. 20,48 milljónir Brennivídd 4,7–32,9mm (sýnilegt horn samsvarar 26–182 mm linsu með 35mm [135] sniði) f/-tala f/3,4–6,4 Uppbygging 8 einingar í 8 hópum (1 ED-linsueining) Stækkun með stafrænum aðdrætti Allt að 4× (sýnilegt horn samsvarar u.þ.b.
Geymsla Geymslutegund Innra minni (u.þ.b. 25 MB), SD/SDHC/SDXC minniskort Skráakerfi DCF, Exif 2.
Flass Drægi (u.þ.b.
1 2 Tölur eru byggðar á stöðlum CIPA (Camera and Imaging Products Association) sem notaðir eru til þess að mæla endingartíma rafhlaðna. Afköst fyrir ljósmyndir eru mæld við eftirfarandi skilyrði: x 5152×3864 valið fyrir Image mode (myndastilling), aðdráttur stilltur fyrir hverja mynd og flass leiftrar með annarri hverri mynd. Upptökutími fyrir kvikmyndir byggist á að f 720/30p sé valið fyrir Movie options (valkostir kvikmynda).
Studdir staðlar • DCF: Design Rule for Camera File System (hönnunarregla fyrir skráakerfi myndavélar) er staðall sem er mikið notaður af framleiðendum stafrænna myndavéla til þess að tryggja samhæfni ólíkra gerða myndavéla. • DPOF: Digital Print Order Format (stafrænt snið prentraðar) er staðall sem er mikið notaður og gerir notanda kleift að prenta prentraðir sem vistaðar eru á minniskortum. • Exif útgáfa 2.3: Þessi myndavél styður Exif (Exchangeable image file format) útgáfu 2.
Samþykkt minniskort Eftirfarandi SD-minniskort (Secure Digital) hafa verið prófuð og samþykkt fyrir notkun með þessari myndavél. • Mælt er með notkun minniskorta í SD hraðaflokki 6 eða hærri þegar kvikmyndir eru teknar upp. Upptaka kvikmynda getur stöðvast óvænt þegar minniskort í lægri hraðaflokki eru notuð.
Upplýsingar um vörumerki • Microsoft, Windows og Windows Vista eru annaðhvort skráð vörumerki eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. • Macintosh, Mac OS og QuickTime eru vörumerki Apple Inc. sem skráð eru í Bandaríkjunum og öðrum löndum. • Adobe og Acrobat eru skrásett vörumerki Adobe Systems Inc. • Merkin SDXC, SDHC og SD eru vörumerki SD-3C, LLC. • PictBridge er vörumerki.
Atriðisorðaskrá Tákn Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá A Sjálfvirk stilling .............. 24, 26, 38 C Umhverfisstilling............................. 40 D Brellustilling .................................... 47 F Stilling fyrir snjallandlitsmyndir .... 49 c Myndskoðunarstilling ............ 32, 76 h Stilling fyrir eftirlætismyndir .................................................... 76, E5 F Sjálfvirk flokkun ................... 76, E9 C Raða eftir dagsetningu ..... 76, E11 z Uppsetningarvalmynd ..........
Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) .......................... 63, 94, E46, E65 AVI ................................................... E92 B C Charge by computer (hleðsla í gegnum tölvu)....................................... 99, E83 Close-up (nærmynd) k ..................... 44 Cloudy (skýjað) .............................. E34 Color options (litavalkostir) ................................................. 63, E41 Continuous (raðmyndataka) .................................................
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá F G Face priority (andlitsstilling) ................................................. 63, E42 Favorite pictures menu (valmynd eftirlætismynda) ....................... 78, E6 Fill flash (fylliflass).................................. 54 Fireworks show (flugeldar) m ............ 45 Firmware version (útgáfa fastbúnaðar) .................................................. 99, E91 Fixed range auto (sjálfvirkt fast svið) ..........................................................
K Kvikmyndavalmynd .............. 94, E63 Kvikmyndir teknar upp ........................ 90 L Landscape (landslag) c...................... 42 Language (tungumál)............ 99, E81 Lengd kvikmyndar ........................ E64 Li-ion hleðslurafhlaða................... 14, 16 Linsa............................................. 3, F17 Linsuhlíf .................................................... 3 List by date menu (valmynd dagsetningalista).................... 78, E11 Ljósopsgildi..........................
Playback menu (valmynd myndskoðunar) .................................................. 78, E51 Pop (popp) l .................................... 47 Portrait (andlitsmynd) b..................... 41 Prent ................. 78, 81, E27, E29 Prentari ................................... 81, E24 Preset manual (handvirk forstilling) .......................................................... E35 Print date (setja dagsetningu á mynd) ............ 22, 98, E52, E54, E72 Print order (prentröð).............
Sound settings (hljóðstillingar) ................................................. 99, E78 Spilun kvikmynda ................................. 95 Sports (íþróttir) d ................................ 42 SSCN ............................................... E92 Standard color (venjulegir litir) ................................................. 63, E41 Stilling fyrir snjallandlitsmyndir........... 49 Straumbreytir......................... 17, E94 Straumljós ...............................
Hvers kyns afritun á þessari handbók í heilu lagi eða í hlutum (nema í stuttum tilvitnunum í ritdómum eða úttektum) er bönnuð án skriflegs leyfis frá NIKON CORPORATION.