Uppflettihandbók
viii
Inngangur
Öryggisatriði
Til að koma í veg fyrir tjón á Nikon-vörunni eða meiðsli skaltu lesa vandlega eftirfarandi öryggisatriði í
heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Geymdu þessar öryggisleiðbeiningar þar sem allir sem nota
búnaðinn geta lesið þær.
Hugsanlegar afleiðingar sé varúðarráðstöfunum þeim sem lýst er í þessum hluta ekki fylgt eru sýndar
með eftirfarandi táknum:
VIÐVARANIR
Slökkva verður ef bilun kemur upp
Ef reykur eða óvenjuleg lykt berst frá
myndavélinni eða hleðslustraumbreytinum skal
taka hleðslustraumbreytinn úr sambandi,
fjarlægja rafhlöðuna tafarlaust og gæta þess að
brenna sig ekki. Sé notkun haldið áfram getur
það leitt til meiðsla. Þegar búið er að aftengja eða
fjarlægja aflgjafann skal fara með búnaðinn til
viðurkennds þjónustuaðila Nikon til skoðunar.
Ekki taka í sundur
Ef hlutir inni í myndavélinni eða
hleðslustraumbreytinum eru snertir getur það
leitt til meiðsla. Einungis hæfir tæknimenn ættu
að sinna viðgerðum. Ef myndavélin eða
hleðslustraumbreytirinn brotnar og opnast
vegna falls eða annarra óhappa skal fara með
vöruna til skoðunar til viðurkennds þjónustuaðila
Nikon þegar búið er að aftengja vöruna og/eða
fjarlægja rafhlöðuna.
Ekki skal nota myndavélina eða
hleðslustraumbreytinn nálægt
eldfimu gasi
Ekki nota rafbúnað nálægt eldfimu gasi þar sem
það getur valdið sprengingu eða íkveikju.
Fara verður gætilega með
myndavélarólina
Hengið aldrei ólina um hálsinn á ungbarni eða
barni.
Geymið þar sem börn ná ekki til
Sérstaklega skal þess gætt að smábörn nái ekki
að stinga rafhlöðunni eða öðrum smáhlutum
upp í munninn.
Þetta tákn merkir viðvörun, upplýsingar sem ætti að lesa áður en þessi Nikon-vara er notuð til að
koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli.