Uppflettihandbók

92
Upptaka og spilun kvikmynda
B Varðandi sjálfvirkan fókus við upptöku kvikmynda
Þegar myndefni hentar ekki sjálfvirkum fókus (A71) getur myndavélin hugsanlega ekki stillt fókus á
myndefnið. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan ef þú ert að reyna að ná slíkri gerð myndefnis fyrir
hreyfimyndir.
1. Stilltu Autofocus mode (sjálfvirk fókusstilling) í kvikmyndavalmyndinni á A Single AF (stakur
AF) (sjálfvalin stilling) áður en kvikmyndataka hefst.
2. Rammaðu inn annað myndefni (í sömu fjarlægð frá myndavélinni og fyrirhugað myndefni) í miðju
rammans, ýttu á hnappinn b (e fyrir upptöku) til að hefja upptöku og breyttu svo myndbyggingunni.
B Varðandi hitastig myndavélar
Hitastig myndavélarinnar getur hækkað töluvert þegar hún er notuð
lengi til að taka upp kvikmyndir o.s.frv. eða þegar hún er notuð þar sem
hitastig er hátt.
Ef myndavélin hitnar mjög mikið meðan á upptöku kvikmyndar stendur
hættir hún sjálfkrafa upptöku að tíu sekúndum liðnum.
Skjár myndavélarinnar sýnir hversu margar sekúndur eru eftir (B10s)
þangað til upptakan stöðvast sjálfkrafa.
Þegar upptaka kvikmynda stöðvast slekkur myndavélin á sér. Ekki halda
áfram að nota myndavélina fyrr en hitastigið í henni hefur lækkað.
15s
15s
10
s
10
s