Uppflettihandbók
E13
Uppflettikafli
C Takmarkanir á myndvinnslu
Athuga skal eftirfarandi takmarkanir þegar breyttu afriti er breytt enn frekar með öðrum breytingaraðgerðum.
• Afritum sem búin eru til með breytingaraðgerð er ekki hægt að breyta frekar með sömu aðgerð og notuð
var til að búa þau til.
• Þegar aðgerðirnar fyrir litla mynd eða skurð eru notaðar með annarri breytingaraðgerð skaltu nota
aðgerðirnar fyrir litla mynd og skurð þegar búið er að nota hina aðgerðina.
• Hægt er að nota lagfæringar á borð við mýkingu húðar með fegrunarlagfæringu á myndir sem teknar eru
með aðgerðinni fyrir mýkingu húðar (E48).
C Upprunalegar og breyttar myndir
• Afritum sem búin eru til með breytingaraðgerðum verður ekki eytt ef upprunalegu myndunum er eytt og
upprunalegu myndunum er ekki eytt ef afritum sem búin eru til með breytingaraðgerðum er eytt.
• Breytt afrit eru vistuð með sömu tökudagsetningu og -tíma og upprunalega myndin.
• Stillingar fyrir prentröð (E51) og varnarstillingar (E56) upprunalegu myndarinnar eru ekki notaðar á breytt
afrit.
Breytingaraðgerðir
notaðar
Breytingaraðgerðir til að nota
Quick effects (fljótleg
áhrif)
Quick retouch (fljótleg
lagfæring)
D-Lighting
Hægt er að nota aðgerðir fyrir fegrunarlagfæringu, litlar myndir og skurð.
Glamour retouch
(fegrunarlagfæring)
Hægt er að nota allar breytingaraðgerðir nema fegrun.
Small picture (lítil
mynd)
Skurður
Ekki er hægt að nota aðrar breytingaraðgerðir.