Uppflettihandbók

E33
Uppflettikafli
C Myndastilling
Breytingar sem gerðar eru á þessari stillingu ná yfir allar tökustillingar.
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65).
C Fjöldi mynda sem hægt er að vista
Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan fjölda mynda sem hægt er að vista á 4 GB minniskorti. Hafðu í huga að JPEG-
þjöppun getur valdið því að fjöldi mynda sem hægt er að vista getur verið mjög mismunandi eftir myndefni,
jafnvel þótt minniskortin hafi sömu geymslugetu og myndastilling sé sú sama. Einnig getur fjöldi mynda
sem hægt er að vista verið mismunandi eftir tegund minniskortsins.
Ef hægt er að taka 10.000 myndir eða fleiri sýnir skjárinn „9999“ fyrir fjölda mynda sem hægt er að taka.
Til að athuga hversu margar myndir er hægt að vista í innra minninu (u.þ.b. 25 MB) skaltu fjarlægja
minniskortið úr myndavélinni og athuga svo þann fjölda mynda sem hægt er að taka sem birtist á skjánum
þegar mynd er tekin.
Image mode (myndastilling) Fjöldi mynda sem hægt er að vista (4 GB)
w 5152×3864P 350
x 5152×3864 (sjálfgefin stilling) 710
i 3648×2736 1400
r 2272×1704 3490
q 1600×1200 6650
O 640×480 26300
z 5120×2880 950