Uppflettihandbók
E35
Uppflettikafli
Preset Manual (handvirk forstilling)
Valkostur fyrir handvirka forstillingu er notaður þar sem lýsing er blönduð eða til að bæta fyrir
ljósgjafa sem er með sterkum litblæ, ef áhrifin sem óskað var eftir náðust ekki með
hvítjöfnunarstillingum á borð við Auto (sjálfvirkt) og Incandescent (glóðarperulýsing) (t.d.
þegar myndir sem teknar eru undir lampa með rauðan skerm eru látnar líta út fyrir að hafa verið
teknar í hvítu ljósi). Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að mæla hvítjöfnun í samræmi við
ljósgjafa í myndatöku.
1 Settu hvítan eða gráan hlut í lýsinguna sem notuð verður í myndatökunni.
2 Opnaðu tökuvalmyndina (A6, 63), notaðu
fjölvirka valtakkann til að velja b Preset
manual (handvirk forstilling) í valmyndinni
White balance (hvítjöfnun) og ýttu á k
hnappinn.
• Myndavélin eykur aðdrátt til að mæla hvítjöfnun.
3 Veldu Measure (mæla).
• Ef nota á gildið sem síðast var mælt fyrir handvirku forstillinguna
skaltu velja Cancel (hætta við) og ýta á hnappinn k.
Hvítjöfnunarstillingin verður ekki mæld aftur og stillt er á gildið
sem síðast var notað.
Auto
Auto
Preset manual
Daylight
Daylight
Incandescent
Incandescent
Fluorescent
Fluorescent
Cloudy
Cloudy
FlashFlash
White balance
Preset manual
Cancel
Measure