Uppflettihandbók
E39
Uppflettikafli
ISO Sensitivity (ISO-ljósnæmi)
Því meira sem ljósnæmið er, þeim mun minna ljós þarf til að taka mynd og er því hægt að taka
myndir af dekkra myndefni. Auk þess er hægt að taka myndir með meiri lokarahraða og draga þannig
úr óskýrleika sem hristingur myndavélar og hreyfing myndefnisins orsaka.
• Suð getur verið á myndum þótt meira ISO-ljósnæmi sé notað þegar teknar eru myndir af dökku
myndefni, án flass, þegar aðdrætti er beitt, o.s.frv.
Hægt er að staðfesta núverandi stillingu á skjánum við myndatöku (A9).
• Þegar Auto (sjálfvirkt) er valið birtist táknið E ekki við ISO 80. Táknið birtist hins vegar ef
ISO-ljósnæmið eykst sjálfkrafa í meira en 80.
• Þegar Fixed range auto (sjálfvirkt fast svið) er valið birtist U og hámarksgildi ISO-ljósnæmis.
Veldu A (sjálfvirka) stillingu M d hnappinn M ISO sensitivity (ISO-ljósnæmi) M k hnappinn
Valkostur Lýsing
Auto (sjálfvirkt) (sjálfgefin
stilling)
Ljósnæmi er ISO 80 þegar lýsing er næg. Myndavélin bætir fyrir litla birtu
með því að auka ljósnæmi allt upp að ISO 1600.
Fixed range auto (sjálfvirkt
fast svið)
Veldu sviðið sem myndavélin stillir ISO-ljósnæmið sjálfkrafa á, ISO
80-400 (sjálfgefin stilling) eða ISO 80-800. Myndavélin eykur ekki
ljósnæmi upp fyrir hámarksgildi á völdu sviði. Tilgreindu hámarksgildi
fyrir ISO-ljósnæmi til þess að stýra því hversu kornótt myndin verður.
80, 100, 200, 400, 800, 1600,
3200
Ljósnæmi er læst við tilgreint gildi.