Uppflettihandbók
E54
Uppflettikafli
B Varðandi prentun með tökudegi og myndupplýsingum
Þegar valkostirnir Date (dagsetning) og Info (upplýsingar) hafa verið gerðir virkir í prentraðarvalkostinum
eru tökudagur og myndupplýsingar prentaðar á myndir þegar DPOF-samhæfur prentari (F21) sem styður
slíka prentun er notaður.
• Athugaðu að ekki er hægt að prenta myndupplýsingar þegar myndavélin er beintengd við prentarann
með meðfylgjandi USB-snúru fyrir DPOF-prentun (E31).
• Athugaðu að stillingarnar Date (dagsetning) og Info (upplýsingar) eru endurstilltar þegar valkosturinn
Print order (prentröð) birtist.
• Sú dagsetning sem prentast er sú sem var vistuð þegar myndin var
tekin. Ef dagsetningu myndavélarinnar er breytt með valkostinum
Time zone and date (tímabelti og dagsetning) í
uppsetningarvalmyndinni eftir að mynd er tekin hefur það engin áhrif
á dagsetninguna sem er sett á myndina.
C Hætt við tilbúna prentröð
Veldu Delete print order (eyða prentröð) í skrefi 1 í „Print Order (prentröð) (DPOF-prentröð búin til)”
(E51) og ýttu á hnappinn k til að taka merkingar af öllum myndunum og hætta við prentröðina.
C Dagsetning á mynd
Þegar tími og dagsetning tökunnar er sett á myndir með valkostinum Print date (setja dagsetningu á
mynd) (E72) í uppsetningarvalmyndinni eru myndir vistaðar með dagsetningu og tíma myndatöku. Hægt
er að prenta myndir með dagsetningu í prenturum sem ekki styðja prentun dagsetninga á myndir.
Eingöngu dagsetning og tími sem sett voru á myndir með samsvarandi valkosti koma fram á útprentun,
jafnvel þótt valið hafi verið að setja dagsetningu á mynd í valmyndinni Print order (prentröð).
15 .05. 201 3
15.05.2013