Uppflettihandbók

E62
Uppflettikafli
B Varðandi afritun mynda
Hægt er að afrita skrár sem eru á sniðunum JPEG, AVI og WAV. Ekki er hægt að afrita skrár á öðru sniði.
Ef talskýringar (E59) fylgja myndum sem á að afrita afritast þær með myndunum.
Ekki er öruggt að aðgerðir virki á myndir sem teknar hafa verið með myndavél af annarri gerð eða sem búið
er að eiga við í tölvu.
Þegar myndir sem valdar eru fyrir Print order (prentröð) (E51) eru afritaðar er merking þeirra fyrir
prentun ekki afrituð. Hins vegar eru stillingar fyrir Protect (verja) (E56) afritaðar með myndunum.
Hvorki er hægt að sýna myndir né kvikmyndir sem eru afritaðar úr innra minni eða af minniskorti í stillingu
fyrir sjálfvirka flokkun (E9).
Afrit af myndum í albúmum (E5) eru ekki sjálfkrafa vistuð í sama albúmi og frumritin.
C Tilkynningin „Memory contains no images. (engar myndir í minni.)“
Ef minniskort er sett í myndavélina og engar myndir eru á kortinu birtist textinn Memory contains no
images. (engar myndir í minni.) á skjánum þegar myndavélin er stillt á myndskoðun. Ýttu á hnappinn
d til að velja Copy (afrita) í myndskoðunarvalmynd og afrita myndir sem vistaðar eru í innra minni
myndavélarinnar yfir á minniskortið.
C Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar eru í „Heiti mynd-/hljóðskráa og mappa” (E92).