Uppflettihandbók
E62
Uppflettikafli
B Varðandi afritun mynda
• Hægt er að afrita skrár sem eru á sniðunum JPEG, AVI og WAV. Ekki er hægt að afrita skrár á öðru sniði.
• Ef talskýringar (E59) fylgja myndum sem á að afrita afritast þær með myndunum.
• Ekki er öruggt að aðgerðir virki á myndir sem teknar hafa verið með myndavél af annarri gerð eða sem búið
er að eiga við í tölvu.
• Þegar myndir sem valdar eru fyrir Print order (prentröð) (E51) eru afritaðar er merking þeirra fyrir
prentun ekki afrituð. Hins vegar eru stillingar fyrir Protect (verja) (E56) afritaðar með myndunum.
• Hvorki er hægt að sýna myndir né kvikmyndir sem eru afritaðar úr innra minni eða af minniskorti í stillingu
fyrir sjálfvirka flokkun (E9).
• Afrit af myndum í albúmum (E5) eru ekki sjálfkrafa vistuð í sama albúmi og frumritin.
C Tilkynningin „Memory contains no images. (engar myndir í minni.)“
Ef minniskort er sett í myndavélina og engar myndir eru á kortinu birtist textinn Memory contains no
images. (engar myndir í minni.) á skjánum þegar myndavélin er stillt á myndskoðun. Ýttu á hnappinn
d til að velja Copy (afrita) í myndskoðunarvalmynd og afrita myndir sem vistaðar eru í innra minni
myndavélarinnar yfir á minniskortið.
C Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar eru í „Heiti mynd-/hljóðskráa og mappa” (E92).