Uppflettihandbók

E79
Uppflettikafli
Auto Off (sjálfvirk slokknun)
Þegar kveikt er á myndavélinni og ákveðinn tími líður án þess að nokkrar aðgerðir séu framkvæmdar
slokknar á skjánum og myndavélin fer í biðstöðu (A25) til að spara rafhlöðuna. Notaðu þennan
valkost til að stilla tímann sem má líða áður en myndavélin fer í biðstöðu. Hægt er að velja 30 s
(30 sek.), 1 min (1 mín.) (sjálfgefin stilling), 5 min (5 mín.) eða 30 min (30 mín.).
C Þegar skjárinn slekkur á sér í orkusparnaðarstillingu
Straumljósið leiftrar í biðstöðu.
Myndavélin slekkur á sér eftir u.þ.b. þriggja mínútna biðstöðu.
Til að kveikja aftur á skjánum á meðan straumljósið leiftrar skal ýta á einhvern af eftirfarandi hnöppum:
- Aflrofann, afsmellarann, hnappinn A, hnappinn c eða hnappinn b (e fyrir upptöku)
C Stillingar fyrir sjálfvirka slokknun
Tíminn sem má líða áður en myndavélin fer í biðstöðu er staðlaður í eftirfarandi tilvikum:
- Þegar valmynd er birt: Þrjár mínútur að lágmarki (eða 5 min (5 mín.) eða 30 min (30 mín.), ef þessar
stillingar eru valdar)
- Meðan á skyggnusýningu stendur: allt að 30 mínútur
- Þegar EH-62G straumbreytirinn er tengdur: 30 mínútur
- Þegar AV-snúra er tengd: 30 mínútur
Myndavélin fer ekki í biðstöðu á meðan verið er að flytja myndir með Eye-Fi korti.
Ýttu á hnappinn d M z-valmyndartákn M Auto off (sjálfvirk slokknun) M k hnappinn