Uppflettihandbók
F21
Tæknilýsingar og atriðisorðaskrá
Studdir staðlar
• DCF: Design Rule for Camera File System (hönnunarregla fyrir skráakerfi myndavélar) er staðall
sem er mikið notaður af framleiðendum stafrænna myndavéla til þess að tryggja samhæfni ólíkra
gerða myndavéla.
• DPOF: Digital Print Order Format (stafrænt snið prentraðar) er staðall sem er mikið notaður og
gerir notanda kleift að prenta prentraðir sem vistaðar eru á minniskortum.
• Exif útgáfa 2.3: Þessi myndavél styður Exif (Exchangeable image file format) útgáfu 2.3 fyrir
stafrænar myndavélar, staðal sem gerir notanda kleift að nota upplýsingar sem vistaðar eru með
ljósmyndum fyrir litprentun þegar myndir eru prentaðar í Exif-samhæfum prenturum.
• PictBridge: Staðall sem þróaður var með samvinnu stafræna myndavélaiðnaðarins og
prentiðnaðarins og gerir fólki kleift að prenta myndir beint úr prentara án þess að þurfa að flytja
þær fyrst yfir í tölvu.