Uppflettihandbók

16
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun
Undirbúningur 2 Rafhlaðan hlaðin
1 Gerðu meðfylgjandi EH-70P hleðslustraumbreyti kláran.
Ef millistykki* fylgir með myndavélinni skaltu tengja millistykkið við klóna á
hleðslustraumbreytinum. Ýttu fast á millistykkið þar til það helst tryggilega á
sínum stað. Þegar búið er að tengja þetta tvennt og reynt er að fjarlægja
millistykkið með afli gæti það skemmst.
* Lögun millistykkisins er breytileg eftir landinu eða svæðinu þar sem
myndavélin var keypt.
Hleðslustraumbreytinum fylgir áfast millistykki í Argentínu og Kóreu.
2 Gakktu úr skugga um að rafhlaðan sé í myndavélinni og tengdu síðan
myndavélina við hleðslustraumbreytinn í röðinni
1
til
3
.
Hafðu áfram slökkt á myndavélinni.
Gakktu úr skugga um að tengin snúi rétt. Ekki hafa tengin skökk þegar stungið er í samband og ekki
beita afli þegar þeim er stungið í samband eða þau tekin úr sambandi.
Hleðsluljós myndavélarinnar leiftrar hægt í grænum lit til að sýna að rafhlaðan sé að hlaðast.
Það tekur u.þ.b. 2 klukkustundir og 40 mínútur að hlaða tóma rafhlöðu.
Hleðsluljósið slokknar þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Frekari upplýsingar eru í „Útskýringar á hleðsluljósi“ (A17).
USB-snúra
(fylgir með)
Rafmagnsinnstunga
Hleðsluljós