Uppflettihandbók
19
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun
B Minniskort forsniðið
• Þegar minniskort sem notað hefur verið í öðru tæki er sett í fyrsta sinn í myndavélina verður að forsníða
það með þessari myndavél.
• Öllum gögnum sem geymd eru á minniskorti er varanlega eytt þegar kortið er forsniðið. Gættu þess
að flytja mikilvægar myndir yfir í tölvu og vistaðu þær áður en þú forsníður.
• Til að forsníða minniskort skal stinga því í myndavélina, ýta á hnappinn d og velja Format card (kort
forsniðið) (A99) í uppsetningarvalmyndinni (A98).
B Varðandi minniskort
Fylgdu leiðbeiningunum sem fylgdu með minniskortinu auk þeirra sem er að finna í „Minniskort” (F5) í
„Endingartími og afköst hámörkuð“.
Minniskortið fjarlægt
Slökktu á myndavélinni og gakktu úr skugga um að slökkt sé á bæði
straumljósinu og skjánum áður en þú opnar rafhlöðuhólfið/
minniskortaraufina.
Ýttu minniskortinu varlega inn í myndavélina (
1
) svo það skjótist
út að hluta og dragðu það svo út. Dragðu minniskortið beint út úr
myndavélinni (
2
), alls ekki draga það út á ská.
B Viðvörun um hátt hitastig
Myndavélin, rafhlaðan og minniskortið geta verið heit strax eftir notkun myndavélarinnar. Gætið öryggis
þegar rafhlaða eða minniskort er fjarlægt.
Innra minni og minniskort
Gögn úr myndavélinni, þar á meðal ljósmyndir og kvikmyndir, má vista í innra minni
myndavélarinnar (u.þ.b. 25 MB) eða á minniskorti. Ef nota á innra minni myndavélarinnar í töku eða
myndskoðun þarf fyrst að fjarlægja minniskortið.