Uppflettihandbók

25
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun
Kveikt og slökkt á myndavélinni
Þegar kveikt er á myndavélinni kviknar straumljósið (grænt) og svo kviknar á skjánum
(straumljósið slokknar þegar það kviknar á skjánum).
Slökkt er á myndavélinni með því að ýta á aflrofann. Þegar slökkt er á myndavélinni slokknar á
bæði straumljósinu og skjánum.
Kveikt er á myndavélinni í myndskoðunarstillingu með því að halda inni hnappinum c (fyrir
myndskoðun). Linsan lengist ekki.
C Orkusparnaður (sjálfvirk slokknun)
Ef engar aðgerðir eru framkvæmdar í tiltekinn tíma slokknar á skjánum, myndavélin fer í biðstöðu og
straumljósið leiftrar. Ef ekkert er gert í myndavélinni í u.þ.b. þrjár mínútur í viðbót slokknar sjálfkrafa á
myndavélinni.
Til að kveikja aftur á skjánum á meðan straumljósið leiftrar skal ýta á einhvern eftirfarandi hnappa:
- Aflrofann, afsmellarann, hnappinn A (fyrir tökustillingu), hnappinn c (fyrir myndskoðun) eða
hnappinn b (e fyrir upptöku).
Hægt er að breyta því hversu langur tími líður áður en myndavélin fer í biðstöðu í valkostinum Auto off
(sjálfvirk slokknun) (A99) í uppsetningarvalmyndinni (A98).
Myndavélin fer sjálfkrafa í biðstöðu eftir u.þ.b. eina mínútu þegar töku- eða myndskoðunarstilling er notuð.
Þegar EH-62G straumbreytirinn (seldur sér) er notaður fer myndavélin í biðstöðu eftir 30 mínútur (fast).
C Straumbreytir
Ef EH-62G hleðslustraumbreytirinn (fáanlegur sér; E94) er notaður má nota rafmagnsinnstungu til að
knýja COOLPIX S3500 og taka eða skoða myndir.
Ekki skal undir nokkrum kringumstæðum nota aðrar gerðir straumbreyta en EH-62G. Ef þessum
leiðbeiningum er ekki fylgt getur myndavélin skemmst eða hún ofhitnað.
710710
8
m
0s8
m
0s
Leiftrar
Engar aðgerðir
framkvæmdar
Engar aðgerðir
framkvæmdar
3 mín.
Myndavélin fer í biðstöðu
Myndavélin slekkur á sér