Uppflettihandbók

29
Grundvallaratriði varðandi myndatöku og myndskoðun
C Notkun þrífótar
Mælt er með að nota þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku við eftirfarandi aðstæður:
- Við myndatöku í lítilli birtu eða þegar flassstilling (A54) er stillt á W (Off (slökkt)).
- Þegar stilling fyrir meiri aðdrátt er notuð.
Stilltu Vibration reduction (titringsjöfnun) á Off (slökkt) í uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar þú
notar þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku.
Notkun aðdráttar
Notaðu aðdráttarrofann til þess að stilla optískan aðdrátt.
Snúðu aðdráttarrofanum að g til að auka aðdráttinn þannig að
myndefnið fylli út í stærri hluta rammans.
Snúðu aðdráttarrofanum að f til að minnka aðdráttinn og
stækka svæðið sem sést í rammanum.
Aðdráttur er stilltur á mestu víðmyndastöðu þegar kveikt er á
myndavélinni.
Þegar aðdráttarhnappinum er snúið birtist aðdráttarvísirinn efst
á skjánum.
Stafrænn aðdráttur gerir þér kleift að stækka myndefni u.þ.b. 4×
meira en sem nemur optískum hámarksaðdrætti. Stafrænn
aðdráttur verður virkur þegar aðdráttarrofanum er snúið og
haldið á g í optískum hámarksaðdrætti.
C Stafrænn aðdráttur og innreiknun
Í stafrænum aðdrætti minnka myndgæðin vegna innreiknunar sem á sér
stað við aukningu aðdráttar umfram stöðuna V. Ef minni myndastærð er
valin í myndastillingunni (A63, E32) er hægt að auka aðdrátt enn
frekar án þess að myndgæði minnki vegna innreiknunar vegna þess að V
færist til hægri þegar myndin minnkar.
Minnka aðdrátt
Auka aðdrátt
Optískur
aðdráttur
Stafrænn
aðdráttur
Lítil mynd