Uppflettihandbók

41
Tökuaðgerðir
Birting lýsingar á hverri umhverfisstillingu fyrir sig
(hjálparskjár)
Veldu umhverfisstillingu á skjánum og snúðu aðdráttarrofanum (A3)
g (j) til að sjá lýsingu á umhverfisstillingunni. Snúðu aðdráttarrofanum
g (j) til þess að fara aftur í upprunalegu valmyndina.
Umhverfisstilling og eiginleikar
x
Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling)
Þegar þú beinir myndavélinni að myndefni velur myndavélin sjálfkrafa bestu umhverfisstillinguna á
listanum hér að neðan og stillir tökustillingarnar í samræmi við það.
e: Portrait (andlitsmynd), f: Landscape (landslag), h: Night portrait (næturmynd), g: Night
landscape (landslag að nóttu), i: Close-up (nærmynd), j: Backlighting (baklýsing), d: Other
scenes (aðrar umhverfisstillingar)
Það svæði innan rammans sem myndavélin beinir fókusnum að (AF-svæði) ræðst af samsetningu
myndarinnar. Myndavélin stillir fókus á andlit sem hún greinir (A68).
Þegar myndavélin velur g (landslag um nótt) er flassstillingin fest á W (slökkt), sama hvaða stilling er
valin, og myndavélin tekur eina mynd með minni lokarahraða.
Myndavélin kann að velja aðra umhverfisstillingu en óskað var eftir, allt eftir því hverjar aðstæður eru í
myndatöku. Ef það gerist skal skipta yfir í stillinguna A (sjálfvirk) (A26) eða velja handvirkt þá
umhverfisstillingu sem óskað er eftir (A40).
Stafrænn aðdráttur er ekki í boði.
b Portrait (andlitsmynd)
Myndavélin greinir andlit og stillir fókusinn á það (A68).
Ef vélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn á myndefnið í miðju rammans.
Myndavélin mýkir áferð húðar á andliti með því að nota aðgerð fyrir mýkingu húðar (A51).
Stafrænn aðdráttur er ekki í boði.
Panorama assist