Uppflettihandbók

42
Tökuaðgerðir
O: Mælt er með notkun þrífótar í umhverfisstillingum merktum með tákninu O, þar sem lokarinn er hægur.
Stilltu Vibration reduction (titringsjöfnun) á Off (slökkt) í uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar
þú notar þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku.
c Landscape (landslag)
Þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður verða fókussvæðin eða fókusvísirinn (A8) alltaf græn.
d Sports (íþróttir)
Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum.
Myndavélin stillir fókusinn stöðugt, jafnvel þegar afsmellaranum er ekki ýtt hálfa leið niður. Það kann að
heyrast í myndavélinni þegar hún stillir fókus.
Haltu afsmellaranum niðri til þess að taka margar myndir í röð. Allt að 6 myndir eru teknar með u.þ.b.
1,1 ramma hraða á sekúndu þegar myndastilling er stillt á x 5152×3864.
Í raðmyndatöku eru fókus, lýsing og litblær fest á gildunum sem valin voru með fyrstu myndinni í hverri
röð.
Rammatíðni í raðmyndatöku getur verið breytileg eftir myndastillingum sem valdar eru og minniskorti
eða tökuaðstæðum.
e Night portrait (næturmynd)
Myndavélin greinir andlit og stillir fókusinn á það (A68).
Ef vélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn á myndefnið í miðju rammans.
Myndavélin mýkir áferð húðar á andliti með því að nota aðgerð fyrir mýkingu húðar (A51).
Stafrænn aðdráttur er ekki í boði.
f Party/indoor (veisla/innandyra)
Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum.
Haltu vélinni stöðugri þegar myndað er í dimmu umhverfi. Stilltu Vibration reduction
(titringsjöfnun) á Off (slökkt) í uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar þú notar þrífót til að halda
myndavélinni stöðugri við myndatöku.
O