Uppflettihandbók
45
Tökuaðgerðir
l Museum (safn)
• Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum.
• Myndavélin tekur allt að tíu myndir í röð þegar afsmellaranum er haldið alveg niðri og skýrasta myndin í
röðinni er sjálfkrafa valin og vistuð (BSS, besta mynd valin).
• Flassið lýsir ekki.
m Fireworks show (flugeldar)
• Myndavélin stillir fókusinn á óendanleika.
• Fókusvísirinn (A8) er alltaf grænn þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
• Lokarahraðinn er stilltur á 4 sekúndur.
n Black and white copy (svarthvítt afrit)
• Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum.
• Notað með makróstillingu (A57) þegar tekin er mynd af myndefni í mikilli nálægð.
o Backlighting (baklýsing)
• Myndavélin stillir fókus á myndefni í miðjum rammanum.
• Flassið leiftrar sjálfkrafa.
U Panorama assist (aðstoð í víðmyndatöku)
• Veldu í hvaða átt þú vilt bæta myndum inn í víðmyndina með því að ýta fjölvirka valtakkanum H, I, J
eða K og ýta svo á hnappinn k.
• Þegar fyrsta myndin hefur verið tekin skaltu taka þær myndir sem þarf til viðbótar og athuga hvernig
hver mynd tengist þeirri næstu. Til að ljúka tökunni skaltu ýta á hnappinn k.
• Færðu myndirnar yfir í tölvu og notaðu Panorama Maker (A84) til að skeyta þeim saman í eina
víðmynd.
• Frekari upplýsingar eru í „Aðstoð í víðmyndatöku notuð” (E2).
O