Uppflettihandbók

46
Tökuaðgerðir
B Notkun sjálftakara fyrir gæludýramyndir
Ýttu fjölvirka valtakkanum J (n) til að breyta stillingunni fyrir Pet portrait auto release (sjálftakari
fyrir gæludýramyndir).
- Y (sjálfgefin stilling): Myndavélin stillir fókus á trýni sem hún greinir og smellir sjálfkrafa af.
- OFF: Myndavélin smellir ekki sjálfkrafa af, jafnvel þótt trýni greinist. Ýttu á afsmellarann til að smella af.
Myndavélin greinir einnig mannsandlit (A68). Ef myndavélin greinir bæði mannsandlit og trýni á
gæludýri í sama rammanum stillir hún fókusinn á trýni gæludýrsins.
Pet portrait auto release (sjálftakari fyrir gæludýramyndir) slekkur sjálfkrafa á sér þegar:
- Fimm myndaraðir hafa verið teknar.
- Innra minnið eða minniskortið er fullt.
Til að halda áfram að nota Pet portrait auto release (sjálftakari fyrir gæludýramyndir) til að taka
myndir skaltu ýta fjölvirka valtakkanum J (n) og breyta stillingunni aftur.
B Varðandi fókussvæði
Þegar myndavélin greinir trýni birtist tvöfaldur gulur rammi
(fókussvæði) utan um það trýni og ramminn verður grænn þegar
myndavélin hefur stillt fókus.
Þegar myndavélin greinir fleiri en eitt hunds- eða kattartrýni (hámark
fimm trýni) er stærsta trýnið á skjánum innan tvöfalds ramma og hin
innan einfalds ramma.
Myndavélin stillir fókus á myndefnið í miðju rammans ef hún greinir
engin trýni eða andlit.
B Varðandi umhverfisstillingu fyrir gæludýramyndir
Stafrænn aðdráttur er ekki í boði.
Fjarlægðin á milli gæludýrsins og myndavélarinnar, hreyfing gæludýrsins, stefna gæludýrsins og birtan
kringum trýni gæludýrsins stjórnar því hvort myndavélin greinir trýni gæludýrs eða setur ramma utan um
annað myndefni.
O Pet portrait (gæludýramynd)
Þegar myndavélinni er beint að hundi eða ketti greinir myndavélin trýni gæludýrsins og stillir fókusinn á
það. Í sjálfgefinni stillingu er sjálfkrafa smellt af þegar fókus hefur verið stilltur (sjálftakari fyrir
gæludýramyndir).
Á skjánum sem opnast þegar O Pet portrait (gæludýramynd) er valið skaltu velja Single (stök
mynd) eða Continuous (raðmyndataka).
- Single (stök mynd): Myndavélin tekur eina mynd í einu.
- Continuous (raðmyndataka) (sjálfgefin stilling): Þegar trýnið sem greinist er í fókus smellir
myndavélin sjálfkrafa af 3 sinnum. Rammatíðnin í raðmyndatöku er um 1,1 rammi á sekúndu. Þegar
smellt er af handvirkt er hægt að taka allt að 6 myndir með um 1,1 ramma á sekúndu með því að halda
afsmellaranum inni (þegar myndastillingin er x 5152×3864).
710
710
8
m
0s
8
m
0s