Uppflettihandbók

50
Tökuaðgerðir
C Slökkt sjálfkrafa í brosstillingu
Þegar Smile timer (brosstilling) er stillt á On (kveikt) er sjálfvirk slokknun (A99) valin og þá slekkur
myndavélin á sér við aðrar hvorar af neðangreindum aðstæðum og engin önnur aðgerð er valin.
Myndavélin greinir engin andlit.
Myndavélin greinir andlit en finnur ekki bros.
C Sjálftakaraljós
Sjálftakaraljósið leiftrar þegar stillt er á brosstillingu og myndavélin greinir andlit og það leiftrar hratt strax
eftir að smellt er af.
C Smellt af handvirkt
Einnig er hægt að taka myndir með því að ýta á afsmellarann. Ef vélin greinir ekkert andlit stillir hún fókusinn
á myndefnið í miðju rammans.
Stillingum fyrir snjallandlitsmyndir breytt
Eiginleikar sem hægt er að stilla með fjölvirka valtakkanum (A52): Flassstilling (A53), sjálftakari
(A55) og leiðrétting á lýsingu (A59).
Eiginleikar sem hægt er að stilla með því að ýta á hnappinn d: Valkostir í sjálfvirku
tökuvalmyndinni (A62).
C Aðgerðir sem ekki er hægt að nota samtímis
Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65).