Uppflettihandbók
54
Tökuaðgerðir
Flassstillingar í boði
C Flassstilling
• Flassstillingin ræðst af tökustillingu. Frekari upplýsingar er að finna í „Tiltækar aðgerðir hverrar tökustillingar
fyrir sig“ (A52) og „Sjálfgefnar stillingar“ (A60).
• Sumar stillingar er ekki hægt að nota samhliða öðrum aðgerðum (A65).
• Flassstillingin sem er notuð í A (sjálfvirkt) er vistuð í minni myndavélarinnar, líka eftir að slökkt er á vélinni.
C Rauð augu lagfærð
Myndavélin er búin tækni til að lagfæra rauð augu („Rauð augu lagfærð í myndavélinni“). Ef myndavélin greinir
rauð augu þegar mynd er vistuð verður viðkomandi svæði meðhöndlað til að draga úr rauðum augum áður en
myndin er vistuð.
Athugaðu eftirfarandi í myndatöku:
• Lengri tíma en venjulega tekur að vista myndir.
• Lagfæring á rauðum augum skilar ekki þeim niðurstöðum sem búast má við, við sumar kringumstæður.
• Í einstaka tilfellum getur lagfæring á rauðum augum haft áhrif á önnur svæði á myndinni. Í þessum
tilfellum skaltu velja aðra stillingu og reyna aftur.
U Auto (sjálfvirkt)
Flassið hleypir sjálfkrafa af þegar birta er lítil.
V Auto with red-eye reduction (sjálfvirkt og rauð augu lagfærð)
Dregur úr rauðum augum sem flassið veldur.
W Off (slökkt)
Flassið leiftrar ekki, jafnvel þótt birta sé lítil.
• Mælt er með að nota þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við myndatöku í lítilli birtu.
X Fill flash (fylliflass)
Flassið lýsir þegar mynd er tekin. Notað til að „fylla upp í“ (lýsa upp) skugga og baklýst myndefni.
Y Slow sync (hæg samstilling)
Sjálfvirk flassstilling er notuð með litlum lokarahraða. Hentar vel til að taka kvöld- og
næturmyndir með landslag í bakgrunni. Flassið lýsir upp aðalmyndefnið. Lítill lokarahraði er
notaður til að fanga bakgrunn að nóttu til eða í lítilli birtu.