Uppflettihandbók
55
Tökuaðgerðir
Sjálftakarinn notaður
Myndavélin er með sjálftakara sem smellir af tíu sekúndum eða tveimur sekúndum eftir að ýtt er á
afsmellarann. Sjálftakarinn kemur sér vel þegar þú vilt sjálf(ur) vera á myndinni eða minnka
hristingsáhrif í myndavélinni, sem geta komið fram þegar ýtt er á afsmellarann. Æskilegt er að nota
þrífót þegar sjálftakarinn er notaður. Stilltu Vibration reduction (titringsjöfnun) á Off (slökkt) í
uppsetningarvalmyndinni (A98) þegar þú notar þrífót til að halda myndavélinni stöðugri við
myndatöku.
1 Ýttu fjölvirka valtakkanum J (n sjálftakari).
2 Ýttu H eða I til að velja n10s eða n2s og ýttu
svo á hnappinn k.
• n10s (tíu sekúndur): Notað við mikilvæga viðburði eins og
brúðkaup
• n2s (tvær sekúndur): Notað til að koma í veg fyrir hristing á
myndavélinni
• Ef stilling er ekki valin með því að ýta á hnappinn k innan
nokkurra sekúndna er hætt við valið.
• Þegar tökustillingin er stillt á umhverfisstillinguna Pet portrait (gæludýramynd) birtist
Y (sjálftakari fyrir gæludýramyndir) (A46). Ekki er hægt að nota sjálftakarastillingarnar n10s og
n2s.
3 Rammaðu myndina inn og ýttu
afsmellaranum niður hálfa leið.
• Fókus og lýsing eru stillt.
Self-timer
10
10
F3.5
F3.5
1/ 25 0
1/250