Uppflettihandbók
67
Tökuaðgerðir
Fókus
Þessi myndavél notar sjálfvirkan fókus til að stilla fókus sjálfkrafa við myndatöku. Fókussvæðið ræðst
af tökustillingunni. Hér útskýrum við hvernig nota á fókussvæði og fókuslæsingu.
AF-svæði
Í stillingunni A (sjálfvirk) eða þegar Scene auto selector (sjálfvirk umhverfisstilling) er notuð
stillir myndavélin fókus eins og lýst er hér að neðan þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
• Ef myndavélin greinir andlit birtist utan um það tvöfaldi
ramminn sem gefur til kynna virka fókussvæðið. Þegar
myndefnið er í fókus verður tvöfaldi ramminn grænn.
• Greinist ekkert andlit velur myndavélin sjálfkrafa eitt eða fleiri af
fókussvæðunum níu með því myndefni sem er næst
myndavélinni. Þegar myndefnið er í fókus verða virku
fókussvæðin (allt að níu) græn.
F3.5
F3.5
1/ 25 0
1/250
F3.5
F3.5
1/ 25 0
1/250