Uppflettihandbók
71
Tökuaðgerðir
B Myndefni þar sem sjálfvirkur fókus hentar ekki
Hugsanlega virkar sjálfvirkur fókus ekki eins og vonast er eftir við eftirfarandi kringumstæður. Í
undantekningartilvikum getur myndefnið verið úr fókus þrátt fyrir að fókussvæðið eða fókusvísirinn sé
grænn:
• Myndefni er mjög dökkt
• Hlutir með mjög ólíku birtustigi eru innan rammans (t.d. sólin á bak við myndefnið sem gerir myndefnið
mjög dökkt)
• Enginn munur er á birtuskilum myndefnis og umhverfis (t.d. þegar fyrirsætan er í hvítri skyrtu og stendur
upp við hvítan vegg)
• Nokkrir hlutir eru mislangt frá myndavélinni (t.d. þegar myndefnið er inni í búri)
• Regluleg mynstur eru á myndinni (t.d. rimlagardínur eða gluggar í háhýsi)
• Myndefnið er á miklum hraða
Ef eitthvað af framantöldu á við skaltu reyna að ýta afsmellaranum hálfa leið niður til að endurstilla fókus
nokkrum sinnum eða endurstilla fókusinn á annað myndefni í sjálfvirkri stillingu og nota fókuslæsingu
(A70). Þegar þú notar fókuslæsinguna skaltu gæta þess að fjarlægðin á milli myndavélarinnar og
myndefnisins sem fókusinn var læstur á sé sú sama og á milli vélarinnar og raunverulegs myndefnis.