Uppflettihandbók
vii
Inngangur
Gagnageymslubúnaði fargað
Athuga skal að þegar myndum er eytt eða þegar gagnageymslutæki eins og minniskort eða innra minni
myndavélar eru forsniðin eyðast upprunalegu myndgögnin ekki með öllu. Stundum er hægt að
endurheimta eyddar skrár af geymslutækjum sem hefur verið fleygt með til þess gerðum hugbúnaði, sem
hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans
að tryggja gögn sín gegn slíkri notkun.
Áður en gagnageymslutækinu er fargað eða það fengið öðrum skal eyða öllum gögnum af því með þar til
gerðum hugbúnaði eða forsníða tækið og fylla síðan aftur með myndum sem innihalda engar viðkvæmar
upplýsingar (t.d. myndum þar sem ekkert sést nema himinninn). Gættu þess einnig að skipta út öllum
myndum sem valdar voru fyrir valkostinn Select an image (veldu mynd) í stillingunni fyrir Welcome
screen (kveðjuskjár) (A98). Gæta skal þess að forðast meiðsli eða skemmdir á eignum þegar
gagnageymslutæki eru eyðilögð.