Uppflettihandbók

110
Notkun Wi-Fi-búnaðarins (þráðlausa staðarnetbúnaðarins)
3 Settu Wi-Fi-stillinguna á snjalltækinu á Kveikt.
Nánari upplýsingar má fá í notendahandbókinni sem fylgir snjalltækinu.
Þegar netheitið (SSID) sem hægt er að nota fyrir snjalltækið birtist skaltu velja það sem birtist á
myndavélinni.
Þegar skilaboð um að færa inn aðgangsorð (A110) birtast skaltu færa inn aðgangsorðið sem birtist
á myndavélinni.
Þegar myndavélin hefur tengst Wi-Fi-neti birtist tökuskjárinn með Wi-Fi-tákninu (A9).
4 Ræstu sérhæfða hugbúnaðinn sem hefur verið settur upp á snjalltækinu.
Skjárinn með vali um „Take photos“ (Myndataka) eða „View photos“ (Skoða myndir) birtist.
Þegar skilaboðin „Cannot connect to camera.“ (Ekki er hægt að tengjast myndavélinni.) birtast skaltu
reyna Wi-Fi network (Wi-Fi-net) stillinguna aftur.
Wi-Fi-tengingin rofin
Slökktu á myndavélinni.
Settu Wi-Fi-stillinguna á snjalltækinu á Slökkt.
B Athugasemdir um Wi-Fi-tengingu
Stilltu Wi-Fi network (Wi-Fi-net) á Off (slökkt) á stöðum þar sem notkun útvarpsbylgna er bönnuð.
Ef minniskort er ekki í myndavélinni er ekki hægt að nota Wi-Fi-aðgerðina. Ef Eye-Fi-kort (E106) er í
myndavélinni er ekki hægt að nota Wi-Fi-aðgerðina.
Þegar Wi-Fi er tengt er Auto off (sjálfvirk slokknun) óvirkt.
Þegar Wi-Fi network (Wi-Fi-net) er stillt á On (kveikt) tæmist rafhlaðan hraðar en ella.
Ekki er hægt að velja Wi-Fi network (Wi-Fi-net) þegar rafhlöðuvísirinn á skjánum sýnir B. Auk þess er
tengingin rofin ef rafhlöðuvísirinn sýnir B á meðan Wi-Fi-tenging er virk.
C Athugasemd um öryggisstillingar
Ef myndavélin er sett upp án viðeigandi öryggisstillinga (dulritun og aðgangsorð) geta óviðkomandi þriðju
aðilar komist á netið og valdið skaða. Við mælum sterklega með því að tilgreina nauðsynlegar
öryggisstillingar áður en Wi-Fi-aðgerðin er notuð.
Notaðu Wi-Fi options (Wi-Fi-valkostir) í uppsetningarvalmyndinni (A105) til að tilgreina
öryggisstillingarnar.