Uppflettihandbók
E16
Uppflettikafli
Ljósmyndum breytt
Myndvinnsluaðgerðir
Notaðu COOLPIX S6500 til að breyta myndum og vistaðu þær sem aðskildar skrár (E111).
Breytingaraðgerðir sem lýst er hér að neðan eru tiltækar.
B Varðandi myndvinnslu
• Ekki er hægt að nota breytingaraðgerðir COOLPIX S6500 á myndir sem voru teknar með annarri gerð
stafrænna myndavéla.
• Ekki er hægt að breyta myndum sem teknar eru með Easy panorama (einföld víðmynd) (A47) eða
3D photography (3D-myndataka) (A49).
• Ef myndavélin greinir ekkert andlit á mynd er ekki hægt að búa til afrit með fegrunarlagfæringu (E21).
• Breytt afrit sem búin eru til með COOLPIX S6500 birtast hugsanlega ekki á réttan hátt í öðrum gerðum
stafrænna myndavéla. Einnig getur verið ókleift að flytja myndirnar yfir á tölvu með öðrum gerðum
stafrænna myndavéla.
• Myndbreytingaraðgerðir eru ekki mögulegar þegar ekki er nægilegt minni laust í innra minninu eða á
minniskortinu.
• Til að breyta stakri mynd í myndaröð (E13) þegar einungis lykilmyndin er opin skal nota aðra hvora
aðferðina sem lýst er hér að neðan:
- Ýttu á hnappinn k til að birta myndaröð sem stakar myndir og velja mynd í myndaröðinni.
- Stilltu Sequence display options (birtingarkostir myndaraða) (E73) í
myndskoðunarvalmyndinni á Individual pictures (stakar myndir) til að birta þær sem stakar myndir
og velja mynd.
Breyting Lýsing
Quick effects (fljótleg áhrif)
(E18)
Notaðu fjölbreytt áhrif á myndir.
Quick retouch (fljótleg
lagfæring) (E20)
Einföld leið til að búa til lagfærð afrit þar sem birtuskil og litamettun hafa
verið aukin.
D-Lighting (E20)
Búðu til afrit af myndinni með auknu birtustigi og birtuskilum og lýstu upp
dökk svæði á myndinni.
Glamour retouch
(fegrunarlagfæring) (E21)
Greindu andlit á myndum og lagfærðu andlit sem greinast með átta
áhrifum. Hægt er að breyta styrkleika áhrifanna.
Small picture (lítil mynd)
(E23)
Búðu til lítið afrit af myndum til að nota sem tölvupóstsviðhengi.
Skurður (E24)
Skerðu hluta af myndinni. Notaðu aðgerðina til að stækka hluta myndefnis
eða lagfæra myndbyggingu.